Einherji


Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 6

Einherji - 01.06.1997, Blaðsíða 6
EINHERJI RARIK 50 ARA -Oróðursetía85000trjáplönturumlandallt. Haukur Ásgeirsson Rafmagnsveitur ríkisíns ( KARJK ) er 50 ára á þessu ári. Afmælisbarn- ið er við hestaheilsu og ekki er Iiægt að merkja annað en að því farnist vel. í tilefni afmælis- ársins hefur fyrirtældð sett af stað átakið „tré fyrir staur" sem felur í sér að gróðursett verður eitt tré fyrir hvern staur sem er í JínukerJl Jyrir- tækisins alls um 85000 trjáplöntur um land allt. Hluti af verkefninu felst í stuðningi við tilrauna- verkefni Rannsóknar- stöðvar Skógræktar rík- isins við ræktun íslenska birkisins. Starfsmenn RARIK ætla að gróður- setja við Skeiðsfoss- virkjun, Sólgarða, Göngu- skarðsárvirkjun, Laxár- vatnsvirkjun og við Laugarbakka í Miðflrði. Margt hefiur breyst á 50 árum. Hlutverk RARIK hefur verið að afla, dreifa og selja orku og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun og farsæld í landinu. Stefna fyrirtækisins er að veita sem besta þjónustu með þarfir og óskir við- skiptavina sinna að leiðar- ljósi. Stærstu breytingarnar á fyrirtækinu eru tæknilegs eðlis. Þegar rafmagn fór af dreifikerfinu hér áður fyrr þurfti oft að aka tugi kíló- metra við misjafnar aðstæð- ur til þess að leita að bilunum. Stór landsvæði urðu rafmagnslaus, oft í langan tíma. í dag fer bilanaleit oftast þannig fram að starfsmaður sest við tölvu og tekur rafmagn af eða setur rafmagn á allar helstu háspennulínur uns bilun hefur verið einangr- uð og tiltölulega fáir eru eftir án rafmagns. Nota má flestar gerðir af tölvum til að stjórna þessum búnaði og flestar eru þær sömu gerðar og til eru á næstum öllum heimilum í dag. Þegar rafmagn er tekið af með tölvu bendir starfs- maður á rofa á tölvuskjá með „mús" og ytir síðan á „ENTER". Mögulegt er að staðsetja þessar (stjórn)tölvur alls staðar þar sem sími er til staðar. Einnig er mögulegt að tengja farsíma við tölvurnar þannig að raun- verulega væri auðvelt að stjórna öllu raforkukerfi landsbyggðarinnar með lítilli ferðatölvu frá sólar- strönd við Miðjarðarhafið eða frá Everest tindinum. Ég get þó fullvissað lesendur um að stjórn- endur þessa búnaðar eru ávallt staðsettir í stjómstöð heima í héraði og eru eins og hljóðfæraleikararnir, með á nótunum . Eitt mikilvægasta og vanda- samasta verkefni RARIK er að halda orkuverðinu samkeppnishæfu. Sumir telja að orku- fyrirtækin eigi ekki í neinni samkeppni og að þau séu einokunarfyrirtæki. Það er nú það, það er bæði satt og ekki satt eða á ég að segja að það sé hálfur sann- leikurinn. í raun og veru eru orkufyrirtæki eins og RARIK í harðri samkeppni á mörgum sviðum. Sem dæmi um það má nefna olíu til húshitunar, hita- veitur í dreifbýli, pakkaðar heyrúllur (við súgþurrkun). Auk þess hafa mörg fyrirtæki tök á að færa rekstur sinn frá RARIK til annara orkufyrirtækja ef orkuverðið til þeirra er þeim ekki þóknanlegt. Flest opinber fyrirtæki þurfa að keppa við almennan vinnumarkað um starfsfólk en það er nú kannski „önnur Ella". Orkuverðið á landsbyggð- inni lækkar ef RARIK fær heimild til að virkja við Villingarnes. Hingað til hefur hið ágæta fyrirtæki Landsvirkjun virkj- að allar stærri virkjanimar. Stjórnvöld íhuga nú að breyta orkufyrirtækjum í hlutafélög, stofna fyrirtæki um megin flutningskerfið og aðskilja vinnslu, flutn- ing, dreifingu og sölu raforkunnar. þetta mun síðan leiða til meiri samkeppni í vinnslu og sölu raforkunnar. Mörg tæknileg vandamál þarf að leysa áður en allt þetta gengur eftir. Hitaveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja eru þegar byrj- uð að virkja raforku þannig að fljótlega má vænta samkeppni í orkuöfluninni. RARIK á 9 virkjanir í dag sem alls geta framleitt um 19 MW. Heildarraforku- notkun RARIK á mesta álagstíma er liðlega 150 MW. í apríl s.l. fóru fram viðræður að frumkvæði heimamanna í Skagafirði við RARIK um 30-40 MW virkjun við Villinganes í Skagafirði. RARIK hefur mikinn áhuga á að virkja við Villinganes m.a. vegna þess að áætlanir gera ráð fyrir að orkuverð frá Villinganesvirkjun verði lægra en það sem RARIK kaupir af Landsvirkjun. Fleiri virkjanamöguleikar eru í athugun en öll sund virðast lokuð þar sem Landsvirkjun hefur sam- kvæmt lögum virkjunarrétt á öllum hagkvæmustu virkjunarkostum landsins. Margir velta því nú fyrir sér hvort eðlilegt sé að fyrir- tæki sem að mestu er í eigu tveggja sveitarfélaga hafi forgang að hagkvæmustu orkuauðlindum landsins. Hjá RARIK Norðurlandi vestra starfa 33 starfsmenn þar af 4 á Hvammstanga, 13 á Blönduósi, 7 á Sauðárkróki, 6 á Siglufirði og 3 við Skeiðsfossvirkjun. Frá árinu 1991 hafa verið lagðir 166 km af háspennu- jarðstrengjum á Norður- landi vestra í staðin fyrir háspennuloftlínur. Fyrst og fremst hafa jarðstrengimir verið lagðir á verstu ísingarsvæðunum og þar sem truflanir voru tíðar. Áfram er unnið að endur- bótum á háspennukerfinu og fyrirhugað er að leggja 22 km af jarðstrengjum í sumar. Aðrar helstu fram- kvæmdir eru endurbætur á Skeiðsfossvirkjun og teng- ing nýrrar varaaflsvélar á Siglufirði. Siglfirðingar búa nú við 100 % varaafl. í sumar mun RARIK kynna ýmsa þjónustu sem í boði er á útibúum umdæmisins. Fyrst kynningin verður í félagsheimilinu á Hvamms- tanga dagana 28.-29. júní í tengslum við vörusýningu. í íþróttahúsinu á Sauðár- króki 9.-13- júlí í tengslum við vöru- og þjónustu- sýningu. Þá er einnig hug- myndin að hafa kynningu eða opið hús á Siglufirði í ágústmánuði. Ýmis ráðgjöf verður í boði. Viðskipta- vinum fyrirtækisins verður boðið að fá tölvuútskrift af allri orkunotkun sinni síðustu árin og einnig verða sýndir nokkrir af næstum óendanlegum möguleikum intemetsins. Heimasíða RARIK á intemet- inu er: http://www.rarik.is Haukur Ásgeirsson Umdœmisstjóri RARIK Fjölgun í ferðaþjónustu Barkarstaðir Enn eru ferðaþjónustu- bæjunum að fjölga. Á síðasta hausti bættist við eitt ferða- þjónustubýli er Barkarstaðir í Miðfirði hófu slíka starf- semi. Það eru hjónin Bene- dikt Ragnarsson og Helga Þorsteinsdóttir sem búa á Barkarstöðum og stunda þau þar sauðfjárbúskap. „Það var síðastliðið haust sem við byrjuðum á þessari þjónustu," segir Helga Þor- steinsdóttir. „Við bjóðum upp á gistingu fyrir 6-8 manns í uppbúnum rúmum með morgunverði eða í svefnpokaplássi einnig er eldunaraðstaða til staðar. Hér seljum við veiðileyfi í vötn sem eru í landi Barkar- staða og við bjóðum einnig upp á veiðileifi í vötnum í nágrenninu t.d. í Törfu- staðavatni og einnig í Arnarvatni stóra." Margar skemmtilegar gönguleiðir eru í nágrenni Barkarstaða s.s. að Austur- árgili þar sem náttúrufegurð er mikil. „Við höfum verið að markaðssetja gæsa og rjúpnaveiði á haustin og það kom þónokkur hópur af erlendum skotveiði- mönnum í fyrrahaust," segir Helga. „Það er töluvert bókað í skotveiðina í haust og eru erlendir veiðimenn þar í meirihluta, en það virðist vera vaxandi áhuga útlendinga á skotveiði hér á landi ef marka má tölur í þá átt."

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.