Einherji


Einherji - 01.06.1997, Qupperneq 7

Einherji - 01.06.1997, Qupperneq 7
EINHERJI JÚNÍ 1997 7 Störf alþingis Alþingi lauk sínum störfum eftir áætlun í vor og náðist gott samkomulag um framgang mála í þinglokin. Ég vil í þessari grein fjalla um tvo meginþætti. í fyrsta lagi að gera grein íyrir störfum Alþingis nú eftír áramótin í stórum dráttum og hins vegar að ræða stjórnmálaviðhorfið eins og það blasir við okkur nú þegar kjörtíma- bilið er hálfnað: 1. Störf Alþingis. Það er óhætt að segja að Alþingi hafi verið starfssamt og gengið frá lagasetningu sem mun hafa mikil áhrif á framgang mála í framtíðinni. Hér mun aðeins drepið á nokkur stærstu málin: Málefni Finns Ingólfssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra voru mörg og stór á þessu vorþingi. Þar ber hæst lagsetningu um endurskipulagningu fjármálastofnana ríkisins, um breytingu ríkisbankanna í hlutafélög, stofnun íjárfestingarbanka, stofnun Lánasjóðs landbúnaðarins og nýsköpunarsjóðs. Segja má að góð samstða hafi tekist um þessi mál þrátt fyrir skiptar skoðanir, og tekist hafi að miðla málum á þann hátt að hér er tekið nuðsynlegt skref sem er málamiðlun milli þeirra sem vildu ganga enn lengra og þeirra varfærnari. Hér er formi bankanna breytt á kollsteypu um sölu þeirra eða eignaraðild og litið til hagsmuna þeirra fjölmörgu sem vinna við þessar stofnanir. Breið póli- tísk samstaða er um að þessi form- breyting hafi verið nauðsynleg og brýn nauðsyn var fyrir okkur Fram- sóknarmenn að hafa sem mest áhrif á hvernig hún fer fram. Fjárfestingarbanki á grunni Fisk- veiðisjóðs og Iðnlánasjóns ætti að geta veitt atvinnulífinu betri þjónustu. Sama er að segja um nýsköpunarsjóð sem ætti að vera þess umkominn að koma af meiri krafti til móts við nýjar hugmyndir í atvinnulífinu. Sérstakri deild hans er ætlað að starfa á lands- byggðinni með áherslu á nýungar í hugbúnaði og tengdri framleiðslu. Löggjöf var afgreidd um stækkun járnblendiverksmiðju og byggingu álverksmiðju. Þetta er afleiðing af auknum áhuga erlendra fjárfesta á íslandi. Við eigum að nota okkur þau tækifæri sem með því gefast, jafnframt því að gera ítmstu kröfur um að mengunarbúnaður sé fullnægjandi miðað við okkar aðstæður og tryggja virkt eftirlit með notkun hans. Um- hverfisráðherra hefur nú skrifað undir samkomulag við samtökun „Sól í Hvalfirði" um samstarf um slíkt eftirlit hvað varðar starfsemina á Gmndar- tanga. í iðnaðrráðuneytinu er ennfremur unnið að tillögum um skipulag orkumála. Eignaskiptasamningurinn um Landsvirkum var einn þátturinn í því máli, en hann var lögfestur á síðasta þingi ásamt breytingum á stjórnskipu- lagi stofnunarinnar. Félagsmálaráðherra lagði fram og fékk samþykkt fmmvarp um trygg- ingarsjóð einyrkja, sem meðal annars felur í sér að ýmsar stéttir sem höfðu ekki möguleika á atvinnuleysisbótum hafa nú slíka möguleika. Rætt hefur verið sérstaklega um smábátasjómenn, bændur og vömbílstjóra í þessu sam- bandi, en þeir hafa hingað til ekki fengið atvinnuleysisbætur nema skuld- binda sig til þess að leggja niður rek- stur sinn. Hér er um nýung að ræða sem eftir á að koma reynslu á. Heilbrigðisráðherra fékk samþykkt lög um lengingu fæðingarorlofs og réttindi sjúklinga, hvort tveggja mál sem em réttarbætur fyrir þá sem njóta þjónustu heilbrigðis- og tryggingar- kerfisins. Af málum umhverfisráðherra má nefna ný skipulags og byggingarlög sem hafa verið í vinnslu um árabil, en nú hafa veirð samþykkt. Þetta er dæmi um mál sem er komið í höfn og hefur verið áraraðir í vinnslu. í landbúnaðarráðuneytinu má nefna nýja löggjöf um búnaðargjald þar sem innheimta þess er lækkuð. Þá má nefna löggjöf um Lánasjóð landbú- naðrins sem tekur við hlutverki Stofn- lánadeildar og löggjöf um Suður- landsskóga. Af fmmvörpum annarra ráðherra má sérstaklega nefna breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna til hagsbóta fyrir námsmenn. Þá má geta um nýja löggjöf um skipu- lag og starfshætti þjóðkirkjunnar sem hlaut mikla umræðu í vetur og setur kirkjunni skýrari starfsramma jafnfram því að auka sjálfstæði hennar, fjárhagslegt skipulagslegt. Þá voai ný veðlög samþykkt, en þau hafa verið í vinnslu um árabil vegna deilu um veðsetningu fiskveiðiheimildar. Lög- gjöfin eyðir réttaróvissu í lánafyrir- greiðslu til sjávarútvegsins, en hefur ekkert með eignarhaldið á auðlindinni að gera. Það kom skýrt fram í vinnslu málsins. Hér er aðeins stiklað á stóru og getið stærstu mála. Geta má þess að vegaáætlun var samþykkt til tveggja ára, en ætlunin er að endurskoða hana til lengri tíma á komandi þingi. ARVIRKNI auglýsir! VIÐGERÐARVERKSTÆÐI: > Bílaviðgerðir • Dráttavélaviögerðir 'Mótorstillingar i Uppherslur og eftirlit á nýjum bílum 1 Mælaviðgerðir og skráning 1 Hjólbarðaþjónusta 'Öll smurþjónusta - olíuvörurfrá Esso 1 Olíusíur í miklu úrvali. 1 Þjónustuaðili fyrir HEKLU hf. Þjónustuaðili fyrir ALFA LAVAL ■ Verslum með varahluti í bíla og vélar. iVörurtil landbúnaðar og sjávarútvegs 1 Rekstrarvörur • Hreinlætisvörur ' Raflagnavörur og margt fleira. 1 Útvegum varahluti í flestar gerðir 1 bíla og tækja ef við eigum þá ekki á lager /■ Réttingar • Málun • Skreyting • Bílasmíði Klæðning • Öryggisgler • Framrúðuskipti "■ JRJ palla- og ferðahús Lakkbarfrá GLASSUROT. •DÓSASÖFNUNARFLÖSKUR ...tilvalið fyrir félagasamtök og verslanir ÁftVIRKm BILAVERKSTÆÐI Norburlandsvegi 5 540 Blönduósi S: 452 4570 - Lagers: 452 4751 Fax: 452 4755 Jón Kristjánsson ldVAS 3 iijAH

x

Einherji

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.