Einherji


Einherji - 01.09.1997, Blaðsíða 2

Einherji - 01.09.1997, Blaðsíða 2
EINHERJI 2 SEPTEMBER 1997 ElNHERTI Útgefandi: Kjördæmissamband Framsóknarmanna á Norðurlandi vestra. Ritstjórar: Björn Hannesson og Kristín E. Sigfúsdóttir. Ábyrgðarmaður: Björn Hannesson. Upplag: 3600 eintök Skrifstofa: Gilsbakki 2, Laugarbakka, sími 451 2606, fax 451 2606. Umbrot, litgreining og prentun: HVÍTT & SVART Auglýsingastofa - Prentsmiðja Sauðárkróki, sími: 453 5711 Fax: 453 6162 - Netfang: hvitt@krokur.is 5,95% vextir Alltaf opin 5,5% vextir + verðtrygging Bundin í 24 mánuði i---------------------1 | Félagsheimilið [ j ÁSBTRGI j i Lau<garbakka ■ i ...miðstöð œttarmóta i Pantið œttarmótin í tíma í símum 451 2909 I o£f 4512970 \ Magnús Ólafsson Bregðast þarf við byggðaröskun Kjörtímabil núverandi ríkisstjórnar er rúmlega hálfnuð. Þegar þessi stjórn kom til valda, ríkti mikil svartsýni í landinu. Samstjórn krata og íhalds hafði þá verið við völd og hugsað um það helst og fremst að skara eld að eigin köku. Hver man ekki kapp- hlaup ráðherra krata að komast í feit embætti, enda fór svo að meginþorri upphaflegra ráðherra þess flokks var kominn í góða stóla áður en yfir lauk. í landinu var vaxandi atvinnuleysi, hagvöxtur hafði enginn verið um nokkurt skeið, fjárlagahalli var mikill og þannig mætti áfram telja. í kosningunum boðaði Fram- sóknarflokkurinn nýja og betri tíð. Og eftir að flokkurinn komst í ríkisstjórn hefur fjölmargt áunnist og umskiptin eru mikil. Hagvöxtur er hér meiri en í nágrannalöndunum og tekist hefur að rétta hag ríkissjóðs. Atvinnuleysi er nú óverulegt og víða em erfiðleikar að fá fólk til þeirra starfa sem í boði eru. Vemlega meiri bjartsýni gætir hjá landsmönnum en um langt árabil. í raun má segja að það sem landsmönn- um finnst helst bjáta á er að uppbyg- gingin er of mikil á suðvesturhorni landsins miðað við hvað er að gerast vítt um landsbyggðina. Samhliða halda og margir að þar lifi allir við auðsæld og velmegun og þangað vilja allt of margir flytja samanber tölur um fólksflutninga. Ríkisstjórnin hefur þannig á fyrri hluta kjörtímabilsins lagt gmnn að bættum þjóðarhag og skapað svigrúm til að takast á við ný verkefni. Mikilvægt er þó að halda utan um þann ávinning sem átt hefur sér stað. Það þarf að viðhalda stöðugleika, koma í veg fyrir að verðbólga vaxi á ný, sjá til þess að atvinnuleysið minn- ki enn frá því sem nú er og treysta velferðarkerfið. Samhliða verður að treysta byggðirnar um allt land og stuðla að því að draga úr þeirri miklu byggðaröskun sem verið hefur viðloðandi hér á landi um árabil. Þessi mikla byggðaröskun er vá fyrir samfélagið og er því mikilvægt að Framsóknarflokkurinn hafi forgön- gu um að ná víðtækri samstöðu og snúa vörn í sókn. Staðreyndin er líka sú að Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem vill og hefur burði til að rétta hag landsbyggðarinnar en um leið er hann sá flokkur sem við íbúar landsbyggðarinnar gemm meiri kröfur til en annarra um að standa sig í stykkinu. Hér skulu nefnd nokkur atriði í sex liðum, sem Framsóknarflokkurinn ætti að beita sér fyrir og stuðlað gætu að þessu marki: 1. Ríkið styrki beint eða óbeint nýja atvinnustarfsemi á landsbyggðinni. 2. Sveitarfélög verði efld og aukin verkefni verði færð í þeirra hendur. 3. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga verði stórefldur og reglur hans færðar í það far að sveitarfélög á landsbyggð- inni geti lækkað útsvör og aðrar álögur á íbúana án þess að réttur þeirra hjá jöfnunarsjóðnum skerðist. 4. Heilbrigðisþjónusta á landsbyggð- inni verði ekki skert frá því sem nú er. 5. Aðstaða námsmanna af lands- byggðinni verði jöfnuð m.a. með því að stórauka dreifbýlisstyrki. 6. Jafna húshitunarkostnað. Þó hér hafi þessi atriði verið dregin fram gætu vissulega fjölmörg önnur atriði lagt lóð á þá vogarskál að draga úr landsbyggðaröskuninni. Mikilvægt er að Framsóknarflokkurinn hafi forgöngu um þessi mál innan ríkis- stjórnar en hinu megum við aldrei gleyma að vöxtur og viðgangur hverr- ar byggðar fer þó fyrst og fremst eftir því á hvern hátt íbúarnir skipa málum. Samstaða, kjarkur og áræði til uppbyggingar og framfara, er lykill að góðum hag byggðar. Ef við stöndum okkur ekki í stykkinu er ekki hægt að ætlast til þess að aðrir vinni verkin fyrir okkur. Magnús Ólafsson L J

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.