Einherji


Einherji - 01.09.1997, Blaðsíða 3

Einherji - 01.09.1997, Blaðsíða 3
EINHERJI SEPTEMBER 1997 3 JAFNRÉTTISRÁÐCJAFI JAFNRETTISRAÐCJAFI JAFNRÉTTISRÁÐGJAFI JAFNRÉTTISRÁÐGJAFI IVET Idnþróurtarfélag Norðurlands vestra auglýsir í samráði við félagsmálaráðu- neytið eftir jafnréttisráðgjafa á starfssvæði félagsins með aðsetur á Blönduósi. Meainverkefnin eru: Að vinna ísamvinnu við atvinnuráðgjafa að fjölgun atvinnutækifæra fyrirkonur. Enn fremur vinna að leiðréttingu á stöðu kvenna í fyrirtækjum og stofnunum. Jafnframt sinni jafnréttisráðgjafi, eftir þvi sem þörfkrefur, jafnréttisstarfi á sviði menntamála og fjölskyldu- og félags- og heilbrigðismála í samvinnu við jafn- réttisnefndir og starfsfólk viðkomandi ráðuneyta og stofnanna. Leitað er eftir starfsmanni með háskólamenntun og reynslu á sviði atvinnu- ráðgjafar og jafnréttismáia. Umsóknum ber að skila til Iðnþróunarfélags Norðurlands vestra, Þverbraut 1, 540 Blönduós, fyrir 20. október 1997. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri félagsins, Baldur Valgeirsson í síma: 452 4981 og Jón Magnússon, forstöðumaður Byggðastofnunnar á Sauðárkróki í síma: 453 6220 Hveravellir, fjölsóttur ferðamannastaður „Það er rnikill fjöldi búinn að fara hér um í sumar en gistinætur verða eitthvað færri en árið á undan. Þetta virðist færast í vöxt að fólk sem fer hér um, stansi einn til þrjá tíma og litist hér um en haldi svo áfram,“ sagði Marteinn Heiðarsson skála- vörður á Hveravöllum, þegar blaðamaður tók hann tali skömmu áður en hefð- bundinni dvöl varðanna á Hveravöllum lauk í haust. Marteinn sem var við vörslu ásamt Ingibjörgu Eiríks- dóttur lét vel af sumrinu á Kili. Starf þeirra felst m.a. í að halda svæðinu hreinu og sjá um skála Ferðafélagsins á staðnum. Eins og víða á fjölsóttum ferðamannastöðum em gest- imir að lang stærstum hluta erlendir ferðamenn, ýmist í skipulögðum hópferðum eða á eigin farartækjum. „Þeim þykir hverasvæðið hér merkilegt og svo er ávallt eitthvað af fólki sem vill reika eitthvað út í nátt- úmna ekki síst á svona stað þar sem kyrrðin er alger. Ég er búinn að aka erlendum ferðamönnum nánast um allt land og margir hafa sagst öfunda okkur íslend- inga af þessari fjölbreytilegu náttúm þar sem allir geta nánast gengið um og skoð- að eftir vild. Það er langt bil á milli stórborga Evrópu og litla torfkofans hér sunnan við. Þangað fara flestir sem stoppa eitthvað á annað borð og sumir rölta jafnvel að byrgi Fjalla Eyvindar og Höllu sem er vestan við hverasvæði, ekki síst þeir sem eitthvað hafa lesið og heyrt um sögu þeirra,“ sagði Marteinn. Á næsta ári verða liðin 60 ár frá því Ferðafélag fslands reisti skála á Hveravöllum en stærri skálinn var svo byggður árið 1980. Kristján Baldursson framkvæmdar- stjóri Ferðafélags íslands sagðist í samtali vonast til að félagið ætti eftir að reka gistiskála þarna í framtíð- inni en eins og flestum er kunnugt hafa undanfarið staðið deilur milli Ferða- félagsins og tveggja sveitar- félaga í Ausmr-Húnavatns- sýslu sem hafa látið vinna skipulag af Hveravalla- svæðinu. Er vonandi að þeim deilurn ljúki sem fyrst og að Hveravellir á Kili fái áfram að vera sú náttúm- perla sem þeir óumdeilan- lega em. Ljóst er að ferða- menn um hálendið munu jafnt og aðrir í framtíðinni kalla eftir meiri þjónustu og nýrri afþreyingu en slæmt er ef hagsmunaaðilar geta ekki komið sér saman um hver á að veita þjónustu og fyrirgreiðslu sem nauðsyn- legt er að sé í boði á ferða- mannastöðum. ÖÞ EFNALAUG & ÞVOTTAHÚS SAUÐÁRKRÓKS Aðalgötu 14 - 550 Sauðárk rókurs : 453 6743 VIÐSKIPTAVINIR ATHUGIÐ! Við leggjum ákerslu á vanáaða vinnu og frágang á öllum fatnaði sem kemur til o kk ar 10% afsláttur til ellilífeyrisfega Afgreiðsla á Hvammstanga: Verslunin Mirra Strandgötu 4 - S: 451 2351 Eru stórverðmæti við bæjardyr Vestur-Húnvetnmga? Nú í vor var gerð þingsálykt- un á Alþingi að fela sjávar- útvegsráðherra að láta kanna hagkvæmni mögulegrar kalk- þörungavinnslu á helstu útbreiðslusvæðum þeirra s.s. á Húnaflóa og Amarfirði. Flutningsmenn tillögunar voru Stefán Guðmundsson alþingismaður, Magnús B. Jónsson sveitarstjóri á Skagaströnd og varaþing- maður Framsóknarflokks- ins og Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaður. Um árabil hefur verið vitað að í Húnaflóa er að finna auðug mið kalkþörunga því árið 1979 var gerð könnun með svokallaðri Shipek-botn- greip. Kjartan Thors og Guðrún Helgadóttir lýstu þessum leiðangri í grein sem nefhist „Kalkþörungar á Húna- flóa og hugsanleg nýting þeirra“. Tilgangur þeirrar ferðar var m.a. að kanna hvort þar mætti finna skeljasand sem nýta mætti til áburðar á ræktað land og voru á vestanverðum Húnaflóa tekin 140 sýni. Niðurstaða sýndi að i Húna- flóanum, þ.e.a.s. á Miðfirði, Hrútafirði og Bitrufirði utan- verðum eru víðáttumiklar breiður af kalkþörungaseti. Ekki er unnt að segja til um þykkt þessa sets, en hin mikla útbreiðsla þess sýnir að um mikið magn er að ræða. Kalkþörungasetið er á litlu dýpi og því aðgengilegt til dælingar eða moksturs af hafsbotni. Frakkar taka álega um 300.000 lestir af kalkþörun- gaseti (maent) af hafsbotni við Bretagneskaga. Úr kalkþörungasetinu vinna þeir kalkáburð til notkunar í land- búnaði, en einnig hefur það verið notað til blöndunar í skepnufóður og til síunar á súru neysluvatni. Þar sem alllangt er síðan þessu máli hefur verið gefinn gaumur, er ástæða er til að ætla að hér geti verið um veruleg verðmæti að ræða, er þessi þingályktunartillaga því flutt nú. Það er skoðun flutn- ingsmanna tillögunar að athuga beri allar auðlindir sjávar og landgrunns sem nýtanlegar kunna að vera, ekki síst ef hægt er að nota aðstöðu og vélakost sem þegar er fyrir hendi til vinnslunnar. Má segja að nú sé komið að heimamönnum að setjast yfir málið og knýja á um að ljár- magn verði tryggt í áframhald- andi rannsóknir. BÆNDUR Erum að smíða þessa sívinsælu keðjukastdreifara. Verða til afgreiðslu fljótlega VELSMIÐJA KÁ hf. Selfossi - S: 482 1980

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.