Einherji


Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 3

Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 3
DESEMBER 1997 EINHERJI ÞEKKU) TIMANN Sr. Guðni Þór Ólafsson, Melstað Gjörið þetta því heldur sem þér þekkið tímann, að yður er mál að rísa af svefni, því að nú er oss hjálprœðið nœr en þá er vér tókum trú. Liðið er á nóttina og dagurinn er í nánd Leggjum því af verk myrkursins og klœðumst hertygjum Ijóssins. Veist þú hvað tímanum líður, ágæti lesandi, þekkir þú kall tímans? Jú, flestir hafa það auðvitað á hreinu: það var að byrja jólavertíðin, í borg og bæ stendur yfir ein helsta kauphátíð ársins. En vitanlega er ekki átt við hana. Flestir, og þú sjálfsagt líka, láta sig djúpt í hugskoti dreyma um að þessi tími verði nú til að færa okkur friðsæld, að okkur takist nú (loksins) að búa okkur undir komu barnsins í jötunni á tilhlýðilegan hátt, svo við fáum upplifað brot af því sem englarnir sungu yfir fjárhirðunum: Friður á jörðu með mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Þetta árið skal það takast. Þetta er það sem við einsetjum okkur, en um leið skynjum við þver- brestinn í okkur: Við erum allt einhvem veginn tvístígandi, tvískipt, milli næturinnar og dagsins, milli svefns og vöku, milli þess sem við viljum og þess sem við gerum. Og tíminn, sem postulinn fullyrðir að við þekkjum, er ekki einfalt mál. Einhvers staðar sá ég auglýsta bók með nafninu: Vilt þú finna tíma? - Nú, var hann týndur, hefði einhver sagt. Tíminn er ekki einfalt hugtak. Flestir skynja hve afstæður hann er. Oft finnst okkar við hafa of lítinn tíma, eða vitum ekki hvað orðið hefur af liðinni stund. Oft líður tíminn allt of hratt, því hraðar sem árin færast yfir, og við skiljum sífellt minna í því hvernig þau hverfa út í buskann. En þegar við bíðum eftir einhverju líður tíminn aldrei nógu hratt. Og einhvern tímann líkur allri bið og við spyijum til hvers hún var. Hvert stefnir allur okkar tími? Er tilvera okkar óskiljanleg, stefnulaus bið á Hótel Jörð? Rekur okkur hjálparlítil undan straumi tímans? Eða getur þessi tími fært tilveru okkar frið? Hjá mörgum eru minni líkindi til þess en hjá öðrum. Á þessum tíma verða sorgir þungar sem blý. Hjá mörgum hallar undan fæti og öll sund að lokast. Ekki aðeins hjá ellihrumum og sjúkum, heldur í vaxandi rnæli hjá ungu fólki, sem er að missa tökin á tilverunni af einhverjum ástæðum. Þar er oft mikil örvænting og myrkur á ferð. Tímarnir verða stöðugt flóknari og erfiðari. En hvað gerum við í því. Sumir láta sem ekkert sé. Oft dæsum við aðeins mæðulega og reynum svo að halda okkar striki á lífsgöngunni eða -kapphlaupinu, reynum að láta dæmin verða okkur víti til varnaðar okkur sjálfum. Þetta er það sem textinn hér að ofan kallar að lifa í nótt- inni. Að leita í deyfilyf neyslunnar, skemmtunar og afþreyingar, áfengis og fíkniefna, allt það sem getur falið úrræðaleysið og tilgangsleysið og óttann við tómt myrkrið. Þetta er það sem textinn kallar líf í svefni. Þannig hugsar og talar fólk sem lifir í svefni. En kall tímans er: Vaknið, hristið svefndrungann af ykkur, lítið til þess sem er að gerast, í okkur og umhverfis okkur. Það er hægt að gera eitthvað. Og postulinn, sem ritar þessi orð, lýsir því með myndum: Tíminn hefur liðið, nóttin er á enda, og það er að vísu ekki orðið bjart, en dagurinn er við sjónarrönd, og með honum kemur ljósið. Því getum við treyst og byrjað að klæðast hertygjum þess. Koma Guðs nálgast og hann er ljósið. Ljós sem lýsir veröld mannsins. Ljósið hans gerir framtíðardag okkar bjartan, því þar skín geislinn af ríki hans, hans nýju veröld. Sá geisli er kærleikur hans, kærleikur sem mun eyða myrkrinu. Eyða ótta okkar, öllu sem lætur okkur örvænta og þjást. í ríki hans er kærleikur, kærleikur sem við getum fundið. Það er tími ljósa og hátíðar. Aðventuljósin eiga að minna okkur á að Drottinn kemur að reisa sitt ríki á jörð, en einnig að hann er þegar korninn. Hann varð maður í Jesú Kristi, einn af oss. Af ljósi aðventu- stjakanna og jólastjörnunnar stafar geisla á alla jörð, á alla menn, á alla hluti, og í birtu hans fær það allt á sig nýja mynd. Það boða ljósin fjöl- mörgu: Myrkrið er að hverfa og hið sanna ljós er þegar farið að skína. þessi er predikun kertanna og ljósanna á aðventu og jólum, ætluð okkur öllum til að vekja okkur af svefninum og láta okkur vaxa til nýrra krafta svo að við afleggjum verk myrkursins, göngum í þjónustu ljóssins til að hjálpast að við að eyða því sem myrkvar veröld okkar. Hertygi ljóssins? Berjast? Já, það kostar baráttu og þolgæði, kallar á hugmyndaflug og hugrekki að ganga til liðs við kærleika Guðs. Þekkjum við stund kœrleikans? Höfum við skilið að tíminn er komin til að vakna og vera algáður fyrir komu Drottins? Eigum við nú ekki að nota tímann og dagana og láta fyllast af kœrleika Krists, svo að við getum lifað í Ijósi hans. Hann gefi okkur gleðileg jól. Jolamnkanpin gerír þn lijá okkur~. verslanir £L i l Kaupfélags IM jEjHífit jy| Skagirotngaþná ttibúin Hoisósi. Ketilási og Varmahlíð

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.