Einherji


Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 5

Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 5
EINHERJI DESEMBER 1997 4 Stóriðja í Skagafirði Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra hélt opinn fund á Kaffi Krók miðvikudagskvöldið 2. des- ember, þar sem hann kynnti þau verkefni sem iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið vinna að í nýsköpun atvinnulífs sérstaklega á landsbyggðinni og fjallaði hann m.a. um olíu- hreinsunarstöð sem hugsan- lega yrði reist í Skagafirði. Ráðherra greindi frá því að erlent fyrirtæki í eigu Bandaríkjamanna og Rússa hefði sýnt áhuga á því að reisa olíuhreinsunarstöð á Islandi en fyrirtækið vinnur olíu í Barentshafi og er traust fyrirtæki með um 1200 starfsmenn. Verið er að vinna að forhagkvæmnis- athugun og eiga niðurstöður úr henni að liggja fyrir í lok janúar n.k. Ef af þessu yrði er verið að tala um stöð sem reist yrði í tveimur áföngum, fyrst með lmilljón tonna afkastagetu sem síðar yrði stækkuð í 4 milljónir tonna. Starfsmannafjöldi í minni stöð yrði um 200 starfsmenn en ca. 400 þegar hún yrði fullbúin. Ástæða þess að Skagafjörður er inni í um- ræðunni ef af þessu yrði er m. a. sú að þar þykja skilyrði góð m.t.t. lítillar hættu á náttúruhamförum s.s. snjó- flóðum, skriðuföllum og jarðskjálftum og einnig er þar gott aðdýpi. Miklar umræður urðu á fundinum og komu fram margar spurningar til ráðherra, sérstaklega spurðu menn um umhverfisáhrif og meng- unarhættu. Fram kom í máli ráðherra að einungis 0,3 % af því sem inn í stöðina fer, kemur frá henni sem úrgang- ur og að kröfur um mengun- arvamir væru mjög strangar. Um 200 manns mættu á fundinn og fögnuðu menn mjög þessu tækifæri sem hugsanlega væri að opnast fyrir stóriðju í héraðinu og hvöttu ráðherra og þing- menn til að fylgja málinu eftir og tryggja jákvæðan framgang þess. Kórinn fyrir framan tónlistarhöllina í Chalonborg í Frakklandi Sungið í Notre Dame kirKíu Kór Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra fór í söngferð til Frakklands og Englands 15. október sl. Alls fóru 49 manns til að kynna íslenska söngmennt og fá í leiðinni tækifæri til að kynnast jafnöldrum sínum, sönghefðum þeirra og menningu. Með í för var Jóhann Már Jóhannsson einsöngvari ásamt undir- leikara sínum Antona Sabo. Einnig fór Jón Hjartarson skólastjóri fjölbrautarskólans og Hilmar Sverrisson stjórnandi kórsins. Stóð ferðin yfir í 10 daga og tókst mjög vel. Flogið var til Luxemborgar og keyrt þaðan í 7 klukkutíma suður til Frakklands til borg- arinnar Chalone sem er í aðal vínræktar- héraði Frakklands. Þar dvöldu þau í 5 daga og héldu m.a. tónleika í einu fullkomnasta tónleikahúsi þar í landi. „í París var dvalið í tvo daga og í framhaldi af því var okkur boðið á alþjóðlegt kóramót á sumri komanda sem fulltrúar íslands.“ segir Hilmar Sverrisson stjórnandi kórsins. „Tvo síðustu sólarhringana áttum við svo í London, en við fórum með Eurostar lestinni undir Ermasundið, segir Hilmar. Sungum við í héraði sem heitir Sussex við frábærar undirtektir. Ég held samt ég geti sagt að hápunktur ferðarinnar var þegar kórinn söng í Notre Dame kirkjunni í París en það var virkilega áhrifaríkt og stórkostleg upplifun að fá tækifæri til að syngja í slíku húsi.“ Tíminn á milli konserta var notaður til að skoða söfn, kastala, kirkjur og klaustur. Kom kórinn fram í sjónvarpsfréttum franska sjón- varpsins ásamt því að það birtust greinar í frönskum blöðum af heimsókninni. Hvammstangadeild Rauða - krossins með nýjan sjúkrabíl Nýi sjúkrabíllinn ásamt sjúkraflutningamönnunum Marteini Hólmsteinssyni, Jóni Sigurðssyni og Sævari Jónatanssyni Nýlega var lokið við frágang á nýrri sjúkrabifreið sem Hvammstangadeild Rauðakrossins festi kaup á síðast- liðið vor. Um er að ræða Bensbifreið sem leysir af hólmi aðra af tveimur Econoline bifreiðum sem notaðar hafa verið um árabil. Kaupverð bflsins er um 3,5 milljónir króna, en að sögn Gunnars Konráðssonar formanns Rauðakrossdeildarinnar, mun hann kosta um 5,0 milljónir króna fullbúinn til sjúkraflutninga. Það var Guðmundur Jóhannesson bifreiðasmiður á Hvammstanga sem innréttaði sjúkrabflinn, en í hann var notuð innrétting úr eldri bifreið Rauðakrossins en þar að auki bætt í hann búnaði til að hann jafngilti neyðarbflum í samræmi við kröfur nútímans. Samningur er á milli Rauðakrossdeildarinnar og heilsugæslu Hvammstanga, en heilsugæslan sér um rekstur bflsins að öllu leiti. Er talið að þessi nýja bifreið sé ódýrari í rekstri og því hagkvæmari fyrir rekstraraðilann. Sjúkraflutningamenn á Hvammstanga eru 3 auk 2 afleysingamanna, þeir skipta með sér vöktum og eru tveir á vakt í einu. ■'í 3sí ★ ★ (pendum starfsfólkí, félagsmöimum sem og öðram oiöskiptaoínum bestu jöla' og npsóskír og (jökkum go tt samstarf ★ * * *á árinu sem er að Iffia * * ★'* ★ ★ ★r ★ ★. , * * ★ ★ 4 ★ ★ KVH Kaupfélag Vestur - Húnvetninga Hvammstanga Sími 451 2370

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.