Einherji


Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 10

Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 10
mmmmm EINHERJI DESEMBER 1997 Heimsókn í vík F»að er kyrrt og stillt vetrarveður í nóvember- mánuði. Ritstjóri Einherja snarar sér heim að bænum Vík í Staðarhreppi í Skaga- firði. Þar búa heiðurs- hjónin Sigurður Sigfússon og Ingibjörg Hafstað. Það er sest við eldhúsborðið eins og siður er í sveitum og málin rædd. „Við erum búin að búa hér í 25 ár,“ segir Ingibjörg. „Við bjuggum í Reykjavík áður, en hér er ég samt fædd og uppalin. það gerðist nokkuð óvænt að við þurftum að taka við búinu hér, það orsakaðist þannig að faðir minn þurfti að bregða búi nokkuð snögglega og við þurftum að hrökkva eða stökkva. Sigurður sótti það eigin- lega fastar en ég að skella sér í búskapinn, líklega vegna þess að hann þekkti ekkert til búverka þá, en hann starfaði hjá Rarik á þessum tíma.“ Talið berst að búskapn- um og þær breytingar sem landbúnaðarframleiðslan á sífellt við að glíma. „Við búum hér með kýr eingöngu og erum með um 140 þúsund lítra kvóta, en vorum lengst af með 90 þúsund lítra, en höfum verið að fjárfesta í þessari viðbót nú á síðastliðnum tveimur árum. Mjólkur- framleiðslan er að verða sífellt vandasamari, og nú um áramót verða kröfur um hámarks frumutölu í 1. flokks mjólk hertar veru- lega sem þýðir að við verðum að vera enn meira á varðbergi og má segja að kýrin sé ekki til mjólkur- framleiðslu nema 5 burðar- tímabil en við erum með 35 kýr og verðum að hafa allar kvígur í uppeldi, “segir Sigurður. Það þýðir að hér er um töluvert meiri kostn- að að ræða fyrir búið? „Ja, að þessu leyti hefur kostn- aður aukist vík í Staðarhreppi en að sama skapi hefur verð ekki hækkað á afurðum í lang- an tíma. Ein leið sparn- aðar er sú að við bændur hér í Skagafirði höfum verið að takast á við mjög skemmtilegt verkefni sem er kornrækt og hefur það tekist afskaplega vel. Við sjáum fram á verulega lækkun fóðurkostnaðar þegar til lengri tíma er litið en eins og er höfum við verið að kaupa tæki sem til þarf við kornræktina,“ segir Sigurður. Ingibjörg hefur lengi látið sveitarstjórnarmál til sín taka. „Það er svolítið erfitt að ráða ferðinni sjálfur, en í síðustu sveitarstjórnar- kosningum var ég kosin í hreppsnefnd hér í Staðar- hreppi og í framhaldi af því varð ég oddviti hrepps- ins. Hér voru óhlutbundn- ar kosningar og því allir í kjöri og þá getur allt gerst,“ segir Ingibjörg. „Eg hef starfað sem kenn- ari í 20 ár með búskapnum og líkaði það mjög vel, en ég varð fljótlega að hætta því þegar ég tók við odd- vitastarfinu og er það nóg vinna með búinu.“ Það var komið að mjölt- um og því ekki vert að tefja þau hjón meira með þökk fyrir kaffið og kon- fektið. Þessir aðilar óska viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla ogfarsældar á komandi ári "VIS Siglufirbi s: 467 1228 Vöruflutningar Bjarna Haraldssonar Verslun Haraldar Júlíussonar Sauðárkróki Skagstrendingur Skagaströnd Þórkatla M. Halldórsdóttir tannlœknir, Hvammstanga EFNALAUQIN Sauðárkróki KOM Bókhaldsþjónusta Víðihlíð 19 Sauðárkróki Marska ehf Skagaströnd Bíla og búvélasalan Jóhannes Erlendsson S: 451 2617 Sjúkrahús Hvammstanga Heilsugœslan Hvammstanga Bólsturgerðin Túngötu 16 Siglufírði Siglufjarðarapótek Hólaskóli Hólum Hjaltadal Döggvi sf. Höfðabraut 6 Hvammstanga OLÍS Siglufjarðarumboð Hinrik Andrésson fájmenn Siglufirði HAFÖRNINN HU 4 Hvnmmstanjja Héraðsnefnd Skagfirðinga VÉLSMIÐJA SAUÐÁRKRÓKS APÓTEK BLÖNDUÓSS & útibúið á Skapfaströnd s: 452 4385 VERKAL ÝÐSFÉLA G AUSTUR HÚNVETNINGA HVlTT^SVART hönnun fQ^^Prentun

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.