Einherji


Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 11

Einherji - 20.12.1997, Blaðsíða 11
DESEMBER 1997 EINHERJI Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins í Reykjavík Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn í Kópavogi 21.-22. nóvember sl. Voru byggða- mál ofarlega á baugi á þessum fundi og kom m.a. fram í máli Halldórs Ásgrímssonar utanríkis- ráðherra og formanns Framsóknarflokksins að væri áhættusamt að allir byggju á Faxaflóasvæðinu. Ályktaði aðalfundurinn að lögð yrði áhersla á að Framsóknarflokkurinn byði fram lista í eigin nafni í sem flestum sveitarfélögum í sveitar- stjórnarkosningum í vor. Halldór nefndi að með Ari Teitsson formaður bændasamtakanna, Halldór Ásgríms- son formaður Framsóknarflokksins og utanríkisráðherra og varaformaður flokksins Guðmundur Bjarnason. eina svæðið sem veitti höfuðborgarsvæðinu verulega smakeppni væri Akureyri og Eyjafjarðar- svæðið. Nefndi hann þar nýlega könnun Byggða- stofnunar að fólk flytji burt frá bæjum úti á landi vegna þess að þjónunsta við íbúana væri ekki nægi- lega mikil. Ef snúa ætti stækkandi sveitarfélögum væri brýnna að Fram- sóknarflokkurinn byði fram undir flokkslistum en taldi hann að afnema þyrfti smátt og smátt sameiginleg framboð með öðrum list- um. Benedikt Ragnarsson bóndi Barkarstöðum sagði eftir miðtjórnarfundinn: Á góðri stund að loknum miðstjórnarfundi, Haukur Hall- dórsson, valgerður sverrisdóttir og Cuðmundur Bjarnason taka undir í fjöldasöng. þeirri þróun við að fólk flytjist frá landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðið gætu byggðakjarnar skipt sköpum. taldi Halldór að fólk væri almennt því sam- mála að slæmt væri fyrir þjóðina að megnið af henni byggi á sama lands- horni. það hefði auka- kostnað í för með sér og einnig taldi hann að það „Það sem stendur efst í huga mínum eftir mið- stjórnarfundinn er að ég er mjög ánægður með þá ályktun um að jafna skuli raforkuverð í landinu. það er óþolandi fyrir okkur úti á landi að horfa upp á þann aðstöðumun við Reykjavík, að á meðan Landsvirkjun hækkar raf- orkuverð á landsbyggð- inni, þá hafi Reykjavíkur- borg þá aðstöðu til að greiða niður hækkun Landsvirkjunar auk 2% raunlækkunar á raforku með því fjármagni sem greitt er með arði frá Landsvirkjun. þannig líða köldu svæðin fyrir þann aðstöðumun, og er mis- munurinn orðinn alltof mikill, þó svo að allt raf- magnið sé búið til úti á landi. Hvar er byggða- stefna stjórnvalda? Efling og sameining sveitarfélaga er líka á stefnuskrá flokksins. það leiðir af sér að stærri sveitafélög eru betur í stakk búin að taka að sér þau verkefni sem búið er að yfirfæra til þeirra og þau auknu verkefni sem í framtíðinni verða yfirfærð til sveitafélaganna. Benetikt Ragnarsson Framsóknarmenn telja að búseta í dreifðum byggðum landsins eigi að vera einn af hornsteinum íslensks samfélags. Á fundinum var lögð mikil áhersla á byggjastefnu, að gera yrði líf og starf hins íslenska bónda bærilegt. í dag nægja tekjur þeirra margra ekki fyrir lífs- nauðsynjunum hvað þá að þeir hafi efni á að senda börnin sín til náms fjarri heimilum sínum. Ályktun um að allir þjóðfélagsþegnar eigi jafn- an rétt til náms kemur vel að vandræðum bænda hvað fjárskort þeirra varðar. Ályktum um að skipta eigi landinu í byggi- leg og óbyggileg svæði var einnig mjög áhugaverð.“ Kaupfélag Skagfirðinga óskar starfsfólki, félagsmönnum og öðrum viðskiþtamönnum gleðilegrar jólahátíðar og þakkar samskiþtin á árinu sem er að líða KAUPFÉLAC SKAGFIRÐINGA Sauðárkróki - Hofsósi - Varmahlíð - Fljótum

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.