Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 1

Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 1
Framsóknarfélögin í Norðvesturkjördæmi janúar 2002 71.ARG. Söluumboð fyrir Suzuki á norðurlandi ueslra, Huammstanga S: 451 2230 6 854 0969 • F: 451 2890 • Jóhannes Erlendsson svninGnRBiLnR n STnnnum Framboðsmál íHúnaþingi vestra • ¦•^¦' - O Ái-i .... - .. w^***?^*** ___F ____! ¦ ,..> y :-?-___ ^ -'*£i ? £Ji _&«- te * _rafi ð__ Sá hópur er skipar efstu sœti listans íHúnaþingi vestra frá eitt til sjö. ífremri röð: Elín R. Líndal, Karl Eggertsson og Sigtryggur Sigurvaldason, í aftari röð: Þorbjöm Gíslason, Guðmundur Kristjánsson, Dóra Valdimarsdóttir og Bára Garðarsdóttir Undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosn- ingarnar nú í vor eru komin á nokkurt skrið hjá framsóknarfélögunum í kjördæminu. Hjá Framsóknarfélaginu í Húnaþingi vestra var ákveðið í desember sl, uppröðun sjö efstu manna á lista flokksins til sveitarstjórnarkosninganna í vor. Hefur undirbúningur staðið allt frá aðalfundi sem haldinn var í október. Var samþykkt að fara í uppröðun á lista að undangenginni skoðanakönnun. Var nýkjörinni stjórn falið að annast verkið. Framkvæmd skoðanakönnunarinnar tókst í alla staði vel, en um helmingur félagsmanna tóku þátt í henni og var niðurstaðan sú að 43 nöfn voru nefnd í könnuninni. í framhaldi af skoðanakönn- uninni gerði stjórnin tillögu til félagsfund- ar um sjö efstu menn listans sem var samþykkt samhljóða. Mun stjórnin koma með tillögu að áttunda til fjórtánda sæti listans innan tíðar. Um sameiningu sveitarfélaga Miklar breytingar hafa átt sér stað á fjölda sveitarfélaga í landinu s.l. áratug. Síðan 1990 hefur sveitarfélögum í landinu fækkað um ríflega eitthundrað þar af hefur þeim á síðustu fimm árum eða frá 1996 fækkað um sextíu. Norðurland vestra er enginn eftir- bátur hvað þessa þróun snertir. Árið 1996 voru sveitarfélögin í Norðurlandskjördæmi vestra 30 talsins, en verða í vor að loknum kosningum 12 talsins. Þar á stærstan þátt sameining sveitarfélaga í Skagafirði og Húnaþingi vestra. Eins og kunnugt er sameinuðust Blönduós og Engihlíðarhreppur síðastliðinn vetur að undangengnum kosningum og í lok síðasta árs var ákveðið að Vindhælishreppur skildi sameinaður Skagahreppi í samræmi við tillögur nefndar sem skipuð var af félagsmálaráðherra og að fenginni umsögn sveitarstjórna viðkomandi sveitarfélaga. Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri framkvæmdi skoðanakönnun meðal íbúa í Vindhælis og Skagahreppi og í báðum hreppunum og kom fram eindregin vilji íbúa fyrir sameiningu þeirra. Mun sameiningin taka gildi að loknum sveitarstjórnarkosningum þann 25. maí 2002 er kosið verður til nýrra sveitarstjórna. Auk þess verður kosið um nýtt nafn á sveitarfélögin samhliða sveitarstjórnarkosningunum nú í vor. StóCar • lyftarar PCótnOorð Borðvaanar lceiijaCe'uja VÍHHH^örfnr ffandtriCCnr LaaervaaHar téfóCaöÚHaður 1 Sérsmíði oq fCeira lí LÉTTITÆKNI EHF Efstubraut 2 - 540 Blönduósi Sími: 452 4442 - 853 4442 - Fax: 452 4330 E-mail: jjj@isholf.is - Veffang: isholf.is/lettitaekni

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.