Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 2

Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 2
2 EINHERJI JANÚAR 2002 EINHERJI Útgefandi: KFNB Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Björn Hannesson Upplag: 3600 eintök Prentvinnsla: HVÍTT & SVART Sauðárkróki, simi: 453 5711 Fax: 453 6162 Netfang: hogs@hvittogsvart.is Herdís Á. Sæmundardóttir FRAMSÓKN - LEIÐANDI AFLÁNýRRI ÖLD Á undanförnum árum hefur stjómsýsla sveitarfélaga tekið talsverðum breytingum og umfang verkefna sveitarfélaga aukist til muna. Kemur þar margt til. Ymis ný verkefni hafa orðið til hjá sveitarfélögum, bæði vegna lagasetningar sem og áhuga og vilja heima fyrir. Verkefni sem áður voru hjá ríkisvaldinu hafa færst til sveitarfélaga, þau hafa verið að auka við ýmsa þjónustu sem fyrir var og síðast en ekki síst hefur upplýsinga- og umsagnarskyldan aukið mjög á þetta umfang. Jafnframt hafa kröfur um vönduð vinnubrögð og góða stjórn- sýsluhætti aukist, sem og eftirlit með fjár- málastjórn og bókhaldi sveitarfélaga. Þessar breytingar á stjómsýslu sveitarfélaga hafa að sjálfsögðu haft í för með sér miklar breyting- ar á starfi sveitarstjómarmannsins og aukið umfang vinnu hans að sama skapi. Eg tel að þessi stjómsýsla sveitarfélaga eigi enn eftir að breytast á næstu árum. Þótt svo nokkur lægð sé um þessar mundir í sameiningu sveitarfélaga, verður sú þróun ekki stöðvuð og ég spái því raunar að við eigum eftir að sjá margar og stórar sameiningar á allra næstu árum, hvort sem þær nrunu eiga sér stað með fúsum og frjáls- um vilja íbúanna eða með lagasetningu. Sveitarstjórnarmenn eru þegar að leita nýrra leiða í samstarfi og hagræðingu á ýmsum sviðum og fara talsvert út fýrir hin hefðbundnu sveitarfélaga- og hin gömlu kjördæmamörk í þeirri leit sinni. Sú glíma sem sveitarfélögin á lands- byggðinni eiga í gagnvart fólksfækkun er stöðug og sér engan veginn fyrir endann á straumnum til höfuðborgarisvæðisins. Þrátt fyrir það verða sveitarfélögin á lands- byggðinni að halda uppi góðri og öflugri þjónustu og það kallar á stærri einingar og öflugra stjórnkerfi sveitarfélaga. Við, íbúarnir, berum öll ábyrgð á að þessi glíma verði okkur í hag. Því er mjög mikilvægt að fólk láti sig sveitarstjórnarmál varða og leggi sitt að mörkum til að treysta búsetuskilyrði á landsbyggðinni. Það er nokkurt áhyggjuefni allra ílokka að erfiðlega getur reynst að fá fólk til að starfa að sveitarstjórnarmálum og er það miður. Að fenginni reynslu tel ég að einmitt þátttaka í stefnumótun og stjórnun í því umhverfi sem við lifum og hrærumst í sé ákaflega gefandi og lærdómsrík og fátt sé jafn vel til þess fallið að auka skilning manna á aðstæð- um og kjörum fólks. Eftir rúma fjóra mánuði fara frarn mjög mikil- vægar kosningar - sveitarstjórnar- kosningar. Með þeim kosningum og að sjálf- sögðu með Alþingiskosningunum eftir rúmt ár ár hefjum við nýtt tímabil í stjórn- málasögu landsins. Það er ákaflega mikilvægt fyrir Fram- sóknarflokkinn að vera tilbúinn til að rnæta þeim breytingum sem breytingar í stjómsýslu sveitarfélaga sem og ný kjör- dæmamörk fela í sér og og vinna vel og markvisst að því að tryggja gott gengi í komandi kosningum, með það að markmiði að verða leiðandi afl á nýjurn tímum í stjóm- málasögunni. Eg hvet því alla framsóknarmenn til að bretta nú upp errnar og taka hraustlega á í þeirri vinnu sem framundan er. Það er hverju orði sannara að heimsmyndin hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu misserum og mánuðunr. Þessi breytta heimsmynd hefur áhrif á allt okkar um- hverfi, hugsunarhátt og lífshætti. í þessu umróti standast gildi Framsóknarflokksins og það er svo sannarlega ennþá rík þörf fyrir þau sjónaiTnið og lífsgildi sem Framsóknar- flokkurinn leggur til grundvallar í sínurn verkum og sem byggja á félagshyggju og lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóð- félagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Herdís A. Sœmundardóttir, forseti Sveitarstjórnar Skagafjarðar Sendum starfsfólki okkar, hluthöfum og landsmönnum öllum nœr og fjœr bestu nýársóskir <ISK FISKIÐJAN SKAGFIRÐINGUR

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.