Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 5

Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 5
JANÚAR 2002 EINHERJI 5 Heiðursborgari Blönduóss Pdll Pétursson, félagsmdlardðherra Við dramót Við áramót láta menn gjarnan hugann reika, gera upp liðið ár og meta horfur komandi árs. Segja má með fullum rétti að liðið ár hafi verið íslendingum hagfellt. Árferði var hagstætt, afli og uppskera í góðu lagi. Nokkur ólga komst í efnahagslífið á síðasta ári. Þjóðin hefur eytt um efni ífam og viðvarandi viðskipta- halli við útlönd veikti gengi krónunnar. Vegna verkfalls sjómanna lamaðist útflutningur lands- manna hátt í tvo mánuði og hafði það að sjálfsögðu alvarlegar afleiðingar. Ríkisbúskapurinn var þó í góðu jafnvægi þrátt fyrir minnkandi tekjur af inn- flutningi. Aðilar vinnumarkaðarins tóku í desember saman höndum við ríkisstjórnina um að ná niður þeirri verðbólgu sem komin er af stað. Ég tel að sú áætlun sem gerð var sé raunhæf og aðilar vinnumarkaðarins eigi miklar þakkir skildar fyrir þá miklu ábyrgð sem þeir sýna. Ýmisleg batamerki sjást nú í efnahagslífinu. Við- skiptahallinn við útlönd fer minnkandi, gengi krón- unnar styrkist, staða út- flutningsatvinnuveganna sömuleiðis. Þá virðist vera að draga úr hinni miklu þenslu á höfuðborgarsvæð- inu og nteira jafnvægi er að komast á. Heldur dregur úr fólksstreymi af lands- byggðinni til höfúðborgar- svæðisins og nú flytjast i fyrsta skipti fleiri til höfuðborgarsvæðisins frá útlöndum en utan af landi. Seðlabankanum var fengið aukið sjálfstæði og nú ákvarðar hann vexti án íhlutunar stjórnvalda. Ég efast um að sú ákvörðun hafi verið rétt, þar sem Seðlabankinn heldur uppi óeðlilega háum vöxtum. Vextir verða að lækka verulega rnjög fljótlega ef unnt á að vera að ná niður verðbólgu með þeim hætti sem áformað er. Það samkomulag sem gert var í lok liðins árs sýnir okkur hve sjálfstæði okkar og sjálfsforræði er íslend- ingum geysilega mikilvægt. Værum við búnir að afsala okkur sjálfsforræði með aðild að Evrópusamband- inu og búnir að taka upp evruna hefði okkur verið ókleyft að bregðast við. Argentína ætlaði að koma á stöðugleika í efnahags- málum með því að binda gjaldmiðil sinn við dollar og er það að leiða þá í þjóðargjaldþrot. Hafi íslendingar kjark og manndóm til þess að varðveita sjálfstæði sitt í samfélagi þjóðanna og forsjálni í landsstjórninni þurfa þeir engu að kvíða. Ég árna lesendum Einherja hagsœldar á nýju ári og þakka kærlega góð samskipti á því liðna. Grímur Gíslason íféttaritari útvarps á Blönduósi og fýrrum bóndi i Saurbæ varð 90 ára 10. jan. sl. Grímur er þjóðkunnur maðursemeftirertekið. Þaðer aldrei lognmolla kringum Grím og þrátt fýrir háan aldur fýlgist hann með öllu sem gerist, segir traustar fréttir og er óragur að láta skoðanir sínar í ljósi á atburðum líðandi stundar. Grimur hefúr verið mjög virkur í félagsmálum m.a. var hann form. Framsóknarfélags A. Hún og sat í stjóm Kjördæmis- sambands ffamsóknarmanna á Norðurlandi vestra. Bæjarstjóm Blönduóss hefúr kjörið Grím heiðursborgara bæjarins og Kári .íónasson fféttastjóri útvarpsins hefúr afhent honunr heiðursskjal ffá Ríkisútvarpinu fyrir traustan og góðan fféttaflutning úr Austur Húnavatnssýslu i 25 ár. Einheiji sendir Grími ham- ingjuósir á þessum tímamótum og þakkai' honum mikil og góð störf i þágu ffamsóknar- flokksins. möguleika á að greiða lægri skatta með því að stofna einkahlutafélög, en í dag fá sveitarfélögin rúm 13% af staðgreiðsluskatti en ekkert af gjöldum frá félögum. Það er orðið mjög nauð- synlegt að endurskoða tekjuskiptingu ríkis- og sveitarfélaga ef ekki á að fara verulega illa fyrir mörg- um sveitarfélögum. Við hér á Siglufirði höfurn verið það heppin að reka ábyrga fjármálastefnu undir styrkri forustu meirihluta- flokkanna, en það hefur líka hjálpað til að samstaða bæjarfulltrúa hefur verið góð og enginn vafi á að það hefur styrkt sveitarfélagið. Við eyddum í rekstur málaflokka árið 1999 79% árið 2000 80% ogárið2001 82% af tekjunum sem er með því allra besta sem gerist á íslandi." Ertu sáttur við það kjör- tímabil sem senn er á enda? „Auðvitað er áhyggjuefni hjá okkur eins og svo víða út á landi hvað íbúum fækkar á landsbyggðinni. Þetta kjörtímabil hefur verið okkur Siglfirðingum að mörgu leiti gott. Hér hefur margt gott gerst í hafnarmálum, umhverfis- málum, gatnagerð, skóla- málum ofl. Hér er búið að einsetja grunnskólann og við erum að enda við upp- byggingu neðra skólahúss. Verðum við þá komin með góðan tónlistarskóla, leik- skóla og grunnskóla og góða aðstöðu fyrir eldri borgara og fatlaða. Við stöndum þannig vel að vígi að veita góða þjón- ustu í þessum grunnþáttum. Nú þegar við fáum líka ný jarðgöng og verið er að gera bæinn mun öruggari gagnvart ofanflóðum, sé ég ekki annað en að hér eigi að geta blómgast gott mannlíf. Að lokum vil ég þakka blaðamanni og öðrum fyrir samstarfið í gegnum árin og óska öllum gleðilegs nýs árs.“ Blaðamaður þakkar Skarp- héðni fyrir spjallið og samvinnuna á hðnum árum, og óskar honum og öllurn Siglfirðingum góðs gengis í nýju kjördæmi. 3 3 333333^ KAUPFÉLAB VESTUR-HUNVHHÍKGf Sendum starfsfólki, félagsmönnum sem og öðrum viðskiptavinum bestu nýársóskir og þökkum gott samstarf á liðnu ári KVH Kaupfélag Vestur - Húnvetninga Hvammstanga

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.