Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 7

Einherji - 02.01.2002, Blaðsíða 7
JANÚAR 2002 EINHERJI 7 TÍMABÆRT AÐ SAMEINA RAFVEITURNAR Pann 1. januar 2002 keyptu Rafmagns- veitur ríkisins (RARIK) dreifikerfi Rafveitu Sauöárkróks. Kaupverðið var 330 Mkr. Sveitarfélagið Skagafjörður ákvað að selja dreifikerfi Rafveitunnar og þá var augljóst að RARIK mundi vilja kaupa það. Ekki voru allir Sauðkrækingar sammála um að selja bæri dreifikerfi raf- veitunnar en margt bendir til þess að þessi viðskipti verði báðum aðilum hagstæð og því óska ég Sauðkrækingum og Skagfirðingum öllum til hamingju með samninginn. I raun og veru var fyrir löngu orðið tímabært að sameina með einhverjum hætti rafveitumar í Skagafirði. Augljóst er að mikil hagræðing næst með sameiningu skrifstofa, innkaupa, birgðahalds, bókhalds, vinnuflokka, verkstæða og fleira og fleira. Pað er sama hvar borið er niður varðandi rekst- ur á dreifikerfum þessara rafveitna, sameiningin hefur í för með sér hagkvæmari rekstrareiningar og þar með eflingu á þjónustuliði sem leiðir af sér betri þjónustu við viðskiptavini. Nýjum viðskiptavinum tökum við vel á móti og gerum okkur vonir um að þeir fái góða þjónustu á sanngjömu verði. Bæklingur um „breytingu á raf- orkumálum á Sauðárkróki” hefur verið sendur til allra viðskiptavina á Sauðárkróki. Hafi hann farið framhjá einhveijum liggur hann frammi á skrif- stofu RARIK að Borgartúni 3, þar sem hægt er að nálgast hann og einnig er hægt að hringja og fá hann sendan heim. Breytingar á högum manna hafa oft í för með sér ótta við hið óþekkta, það sem tekur við. Hjá RARIK er mikill rnetn- aður að standa sig vel á Sauðárkróki enda er dreifikerfið það stærsta hvað varðar einstök innanbæjar- kerfi RARIK. Menn þurfa heldur ekki að óttast það að störf verði flutt í burtu frá Sauðárkróki, þvert á móti er nú reynt að fjölga störfum á Sauðárkróki samfara auknu umfangi á svæðinu. Öllum fyirum starfsmönnum Rafveitu Sauðárkróks var boðið starf hjá nýjum eiganda dreifikerfisins. Flestir hafa nú þegar hafið störf hjá RARIK en aðrir ætla ef til vill að leita á önnur mið eins og gengur og gerist. Þeir sem ætla að starfa hjá RARIK eru mjög velkomnir til starfa, þeim er leita annað óska ég alls hins besta á öðrum miðum og hafið bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum. Ég þakka einnig Jóhanni Svavarssyni fyrrum rafveitustjóra í dreifbýlinu í Skagafirði fyrir samstarfið á liðnum árum en hann hefur tekið við nýju starfi hjá RARIK frá áramótum. Skagfirðingum sem og öðrum lesendum þessa blaðs óska ég gleðilegs orkuríks árs. Haukur Asgeirsson umdœmisstjóri NI. vestra Þessir aðilar óska viðskiptavinum sínum farsœldar á komandi ári Apótek Blönduóss og útibúið á Skagaströnd s: 452 4385 hvítt£svart hönnun [ u^iprentun Borgarflöt 1 - S: 453 5711 NÝÁRSKVH)JA frá Stulla og Sævari KOM bólctialdsþjónus'fca vrðihlfð 10 - Sauoárkrólci S: 453 6750 PÁLMI ehf. plastpokaverksmiðja Hvammstanga Heilbrigðisstofnunin Hvammstanga s: 451 2348 7S>óLstutig)cfibín ‘^Túrvjöt.u 1Ó - tSifufadL SKAGSTRENDINGUR HF. Lögmannsstofa Stefáns Olafssonar ehf. Blönduósi - S: 452 4030 BLAND ÍPOKA Hvammstanga s: 451 2240 Wl W/E W/MMtó CDP •L ^^Vélsmiðja Sauðárkixíks

x

Einherji

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Einherji
https://timarit.is/publication/788

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.