Mjölnir


Mjölnir - 10.02.1939, Blaðsíða 1

Mjölnir - 10.02.1939, Blaðsíða 1
2. árg. Siglufirði, laugardaginn 10. febr. 1939. Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. Hörmulegt slys. / rs Mótorbáturinn »Þengill« ferst við Daiafjörur með 9 manns um borð. Hann var að sækja mjólk til Sauðárkróks. Mánudaginn 6. þ. m. fór m/b. »ÞengilI« héðan áleiðis til Sauðárkróks til að sækja mjólk, veður var þá dágott og gekk allt vel til Sauðárkróks, þar tók báturinn mjólkina og ýmiskonar flutning, en svo var til ætlast að hann tæki enga farþega. fjjetía fór þó svo að tveir far- þégar voru með'frá Sauðárkróki, þau Óli Færseth bakari frá Siglufirði og Áslaug Kristjáns- dóttir. kennslukona frá Húsavik. Kl. 8 um kvöldið var lagt af st.að til Hofsós og eftir skamma viðdvöl þar haldið af stað á- leiðis til Sigíufjarðar, en á Hofs- ó§i bættust við 3 farþegar, þeir Tómas Jónasson kaupfélagsstjóri, Stefán Jóhannesson bóndi og Sigurður Jónsson sjómaður. Veður var enn sæmilegt þegar farið var frá Hofsósi, en einum til tveimur tímum síðar brast á hríð og stormur sem fór versn- andi þegar leið á nóttina. Á þriðjudagsmorguninn voru menn farnir mjög að óttast um bátinn og var E.s. Súðin, sem lá hér, fengin til að leita hans, en sökum dimmviðrís hætti hún leitinni seinnipart dagsins. Á miðvikudagsmorgun var skipu- lögð leit meðfram sjónum, alla leið frá Skagatá austur að Sigluf. og m.b. Hrönn og Erlingurleituðu vestur fyrirfjörðinn en sneru fljótl. við. í fjörunni inilli Dalabæjar og Engidals fannst þá ýmislegt úr bátnum, t. d. mastur, mjólk- urdúnkar, fatnaður o. fl. og var þá sýnilegt hvernig komið var. Auk áðurnefndra farþega voru á bátnum þeir Karl Þórðarsbn formaður, Sigurður Jónatansson vélainaðu:, Númi Sigtryggsson og Eðvaid Magnússon. Nánara um nvernig þetta átakanlega slys hefir viljað til vita menn ekki ennþá, en kl. 7—9 á þriðjudags- morgun þegar ætla má að bát- urinn hafi verið kominn á móts við Dali var koldimm hríð og haugabrim. STÚLKA óskast í vist á fámennt heimili á Akureyri, Afgr. v. á. „Próttur“. Aðalfundur verkamannafélagsins »Þróttur« var haldinn sunnud. 30. janúar s. 1. Fundurinn samþykkti allvíðtækar lagabreytingar, en þær höfðu verið til umræðu undanfarna tvo fundi. Samkvæmt þessum nýju Iögum, sem henta félaginu mikið betur, hefir félagið fimmtán manna trúnaðarmannaráð, sem saman- stendur af stjórninni og tiu þar til kjörnum inönnum. Trúnaðarmanna- ráð hefir rétt til að lýsa yfir verk- falli án þees að kalla saman fé- lagsfund, og er það nauðsynlegt vegna vinnulöggjafarinnar. Fundurinn ákvað að segja ekki upp gildandi kaupsamningum og þar sem atvinnurekendur hafá ékki heldur sagt samningunum upp, gilda þeir óbreyttir þetta ári — Skýrslur um starfsemina s.I. ár gáfu Jón Jóhannsson og Þóroddur Guð- mundsson. Félagsmönnum fjölgaði á árinu úr rúmum 300 í 476. Fé- lagsgjöld yngri og eldri og inn- tökugjöid námu 4854 kr. Það er meira en helmingi meira én verka- mannáfél. hér hafa nokkrú sinni innheimt á einu ári, auk þess komu inn áárina 507krónur fyrirfjársöfn- unarstarfsemi. Kauphækkun varð á árinu um 8 prc. Rúml. 20 þús, kr. innheimti trúnaðarmaður iélagsins í vangoldnum vinnulaunm fyrir verkafólk. Síðastl. vor kom það í ljps, að margir félagsmenn voru óráðnir eftir að fullráðið var á plönin. Félagsstjórnin gekk þá í að félagsmenn fengju vinnu, því samkvæmt samningunum við at- vinnurekendafélagið hafa félags- menn »Þróttar« forgangsrétt til allr- ar vinnu. Og fyrir atbeina félags-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.