Mjölnir - 27.02.1939, Blaðsíða 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR.
Siglufirdi, mánudaginn 27. febr. 1939. I 4, tbl.
2. árg.
Síðasta fólskuverk Skjaldborgar-
innar gegn verkalýðsfélögunum.
Á aðalfundi verkamannafélagsins
Hlíf í Hafnarfirði unnu sameining-
armenn hinn glæsilegasta sigur í
stjórnarkosningunum. Fengu þeir
186 atkv. en fulltrúar Skjaldborg-
arinnar 170. Úrslit þessi komu
mörgum á óvart. Hægrimenn AI-
þýðuflokksins höfðu búist við allt
öðrum úrslitum og þeir töldu sig
fyllilega trygga í Hafnarfirði. Strax
að kosningunum afstöðnum liófust
í Alþýðublaðinu hinar svæsnustu
árásir á hina nýkosnu stjórn Hiífar
og í Hafnarfirði var hafinn skipu-
lagsbundin árás á stuðningsmenn
stjórnarinnar af ýmsum atvinnu-
rekendum sem töldu sig til Aiþýðu-
flokksins. Pessar ofsöknir gengu
svo langt að mönnum var hotað
atvinnumissi, fyrir það eitt, að
hafa greitt atkvæði með samein-
ingarmönnum í stjórnarkosningun-
um. Margir þessara atvinnurek-
enda voru í Hlíf, þó þeir hefðu
engan rétt til þess samkvæmt lög-
um félagsins.
Hin nýkjörna stjórn sá að hún
gat ekki látið það óátalið, að með-
limir félagsins yrðu sviftir atvinnu
vegna afstöðu sínnar í verkalýðs-
málum eða vegna skoðana sínna
á landsmálum, og ákvað á fundi
sínum 10. febr. að vísa 12 mönn-
um úr félaginu. Vitanlega voru
engir þessara manna verkamenn,
heldur voru þeir flestir atvinnu-
rekendur, sem ekki gátu verið í
Hlíf samkvæmt lögum félagsins.
Á framhaldsaðalfundi sem hald-
inn var rétt á eftir var þessi ákvörð-
un stjórnarinnar staðfest með 117
atkv. gegn 48 atkv.
Stjórn Alþýðusambandsins, undír
forystu Stefáns Jóhanns, samþykkti
á fundi sambandsstjórnar 13. þ. m.
að reka Hlíf úr Alþýðusam-
bandinu, jafnhiiða var svo stofn-
að verkamannafélag (klofnings-
félag), undir forystu atvinnurek-
enda Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.
í þetta klofningsfélag fengust 142
verkamenn úr Hlíf, auk þess 20
menn aðrir, atvinnurekendur, kenn-
arar og skrifstofumenn. í Hlíf voru
á aðalfundi tæpl. 600 manns.
Verkamannafélagið Hlíf neitaði
strax að viðurkenna klofningsfélag-
ið sem samningsaðila fyrir verka-
menn. Gerði stjórnin samninga við
allmarga atvinnurekendur í Hafnar-
firði um kaup og kjör fyrir yfir-
standandi ár. Undanfarin ár hefir
félagið auglýst taxta, sem allir at-
vinnurekendur höfðu gengið að
munnlega. í þessum samning-
um er það ákvæði, að Hlífarmeð-
limir hafi forgangsrétt til allrar
vinnu og er þeim óheimilt að
vinna með utanfélagsmönnum.
Sama ákvæði hefir gilt í kaup-
taxta Hlífar mörg undanfarin ár.
Á fundisein félagið hélt 15. febr.
samþykkti það svo að stöðva
vinnu hjá þeim atvinnurekendum
sem ekki vildu viðurkenna kaup-
taxta Hlífar og bannaði meðlimum
sínum að vinna með meðlimum
klofningsfélagsins. Sömuleiðis fór
fram allsherjar atkvæðagreiðsla í
málinu og greiddu 219 atkv. með,
en aðeins örfáir á móti. Um þessar
mundir kom togarinn Júní inn til
Hafnarfjarðar af ufsaveiðum. Er
hann eign^bæjarútgerðarinnar. For-
stjóri þess íyrirtækis hafði neitað
að skrifa undir kauptaxta Hlífar
þrátt fyrir það þó hann hefði aldrei
sagt upp fyrra árs kauptaxta fé-
lagsins sem í öllum atrið-
um er sá sami sem nú gildir. Það
var því ekki um annað að gera en
að lýsa yfir verkfalli við skipið og
var það gert. Reyndu meðlimir
klofningsfélagsins, ásamt nokkrum
öðrum, aðallega barnakennurum,
að afferma skipið, en urðu frá að
hverfa án þess að einn einasti
fiskur færi upp úr skipinu. Togar-
inn lá svo nokkra daga í Hafnar-
firði, að síðustu fór hann til
Akraness og var afgreiddur þar í
banni Hlífar. Kolaskip kom til
bæjarútgerðarinnar, liggur það
ennþá óafgreitt. Reynt var að fá
iögregluna í Reykjavík til að
vernda verkfallsbrjóta »Alþýðu-
Fundur
verður haldinn í verkamannafél.
-Þrótti- kl. 84 í kvöld í Alþýðu-
húsinu.
D AGSKRÁ:
1. Félagsmál.
2. Áfengismál (frestað frá síðasta
fundi).
3. Reikningar Alþýðuhússins og
kosning húsnefndar.
4. Hafnarfjarðardeilan.
STJÓRNIN.
flokksins í Hafnarfirði við afferm-
ingu skipanna, en lögreglan neit-
aði með öllu sliku ferðalagi. Sömu-
leiðis var varðskipið Ægir, undir
stjórn hins fræga hvítliðaforingja,
Jóhanns P. Jónssonar, sent til Hafn-
arfjarðar. Átti skipstjórinn að safna
saman hvítu liði til að berja á
verkamönnum i firðinum, en ekk-
ert varð úr liðsöfnun. Fólkið neit-
aði að ganga í herinn.
Næsti þáttur málsins er sá, að
forsætisráðherrann, Hermann Jónas-
son, hefir reynt eftir beztu getu
að fá þá aSvinnurekendur, sem
skrifað hafa undir kauptaxta
Hlífar, að svíkja sa rninginn og
viðurkenna k!« 'ngsfélagið.
Þegar það gekk ekk. og sýnt var,
að verkamennirnir í Hafnarfirði
voru ákveðnir í því að verja hið
gamla og reynda félag sitt, höfð-
aði bæjarstjórinn, fyrir hönd
bæjarútgerðarinnar, mál á hendur
stjórn verkamannafélagsins Hlíf
fyrir ólöglega vinnustöðvun.
Verður það mál rekið fyrir félags-
dómi. Virðist það allhlálegt að
stefna félaginu fyrir ólöglega vinnu-
stöðvun, þegar sömu aðilar sem
stefna, eru sannir að sök um að
hafa brotið vinnulöggjöfina, m. a.
með því að halda ekki gerða
samninga og beita skoðana-
kúgun við verkamenn, en um það
liggja nú fyrir skrifleg vottorð
margra verkamanna í Hafnarfirði.
Um skipun þessa dóms verður fátt
sagt hér, þrír þeirra eru mjög
þekktir Skjaldborgarar, en tveir
annara flokka menn. Verjandi Hlíf-