Mjölnir


Mjölnir - 03.04.1939, Síða 1

Mjölnir - 03.04.1939, Síða 1
Útgefandi: SÓSÍAUSTAFÉLAG SiGLUHARÐAR. 2. árg. Siglufirði, rnánudaginn 3. apríl 1939. I 6. tbl. ,Pjóðstjórn‘ Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk- urinn eru nú ásamt flokksbroti Skjaldborgarinnar að bræða sig saman um ríkisstjórn. Þessa stjórn ætla þeir svo að kalla »þjóðstjórn«. En um leið og hún er sett á lagg- irnar, er ætlunin að lækka gengi krónunnar um 1/5 eða meira og banna með Iögum allar kauphækk- anir »fyrst um sinn«. Eru nú nokkrar líkur til að meirihluti ís- lenzku þjóðarinnar sé þessum ráð- stöfunum samþykkur, og að stjórn, sem framkvæmir þær, geti með réttu kallast þjóðstjórn? Nei. stór meirihluti þjóðarinnar tapar á gengislækkun og er því henni andvígur. Aðeins nokkrir spekulantar græða á henni, Thors- ararnir og aðrir slíkir. Þessi frett um gengislækkunina hefur \ akið meiri athygli en nokkur önnur frétt um innlenda pólitik í langan tíma. Almenningur trúir því varla að slík svik við málstað alþýðunnar verði framin og það af mönnum sem þykjast bera hag hinna vinnandi stétta fyrir brjósti. Menn rauna líka eftir síðustu Al- þingiskosningum. Þá sögðu full- trúar Framsóknar og Alþýðuflokks- ins að Sjálfstæðisflokkurinn væri að verða nazistiskur ofbeldisflokk- ur. Breiðfylking íhaldsins tapaði við kosningarnar. Alþýðan kaus Þá menn, sem lofuðu að berjast Se8n íhaldinu, bnnkaóreiðunni, fjármálaspillingunni, hvítu liði, takmörkun á lýðræði. — En hvað héfur nú orðið úr þessari baráttu Framsóknar- og Alþýðuflokksins gegn íhaldinu? Kveldúlfshneykslið er verndað og haldið áfram að henda í þessa botnlausu hít Kveld- úlfs miljón eftir miljón. Heildsala- klíkan græðir vegna innflutnings- haftanna æfintýralegar upphæðir, en skipastóllinn níðist niður, dýrtíðin vex í landinu og atvinnu- leysi er tilfinnanlegt. íhaldið hefur ráðið og nú heimtar það nýjar og stórfelldar aðgerðir af hendi ríkis- valdsins til að breiða yfir fjármála- svindl sitt og tryggja völd sín á- fram og gróða á almenningi. Full- trúar Framsóknar- og Alþýðuflokks- ins, sem töluðu svo fagurlega við siðustu kosningar, hafa nú gleymt kosningaloforðum sínum. Nú er það ekki lengur barátta gegn Breiðfylkingunni, heldur barátta með henni en gegn kjósendum þeirra. Gengislækkunin er árás á kjör alþýðunnar og svik við mál- stað hennar. Eini flokkurinn á Al- þingi, sem berst fyrir málstað al- þýðunnar, er Sósíalistaflokkurinn. Hann hefir stimplað þessa þjóð- stjórnarhugmynd, sem svik við fólkið. Hann heimtar tekið fyrir féglæfra Kveldúlfs og annara svindilfyrirtækja. Hann hefirkomið með tillögur um viðreisn atvinnu- lífsins og aukningu framleiðslunn- ar á heilbrigðum grundvelli. Hið Thule-mótinu lokið. Úrslitanna af Thule-mótinu hefir verið beðið með mikilli eftirvænt- ingu hér á Siglufirði. Að vísu vissu allir að ef okkar beztu skíðamenn kepptu saman væri þeim sigurinn vis, en þeir kepptu nú í tvennu lagi eins og kunnugt er og því Borgara- fundur verður haldinn í kvöld fcl. í Alþýðuhúsinu. FUNDAREFNI: Bæjar- og Iandsmál »Þjóðstjórn«, gengislækkun Frummælendur: Áki Jakobsson Jón Jóhannsson. Ollum flokkum boöin þátttaka. »Þ R Ó T T U R« heldur fund í Alþýðu- húsinu kl. 8i- næsta miðvikudagskvöld. eina rétta svar fólksins við gengis- lækkun og »þjóðstjórn« íhaldsafl- anna er að fylkja sér um Sósial- istaflokkinn — hinn ört vaxandi flokk fólksins sjálfs. O. S voru margir Siglfirðingar hræddir um úrslitin. Það spillti mjög mikið fyrir á- nægju manna af móti þessu hve veðrir var vont allan tímann. Með- an gangan fór fram varsólbráðog vont færi, en þó tók út yfir allt þegar stökkið fór fram, því þávar hellirigning. í samanlögðu göngu og stökki urðu úrslit þessi: stig. 1. Jónas Ásgeirsson 414,3 2. Þorkell Benónýsson 383,3

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.