Mjölnir


Mjölnir - 03.04.1939, Blaðsíða 4

Mjölnir - 03.04.1939, Blaðsíða 4
4 M J Ö L N í R NÝJA-BÍÓBSBSg sýnir þriðjud. 4. apríl kl. 8.40: Flugkappinn. Afar spennandi mynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkið leikur: JAMES CAGNEY. Karlakórinn »Vísir«. Karlakórinn »Vísir« hélt nýlega söngskemmtun við ágæta aðsókn og viðtökur áheyrenda. Kórnum hefur farið mikið fram og er hann orðinn prýðilega samæfður í sum- um lögunum. Fyrsti tenor og ann- ar bassi eru sterkir og fallegir en nokkuð virtist skorta á að hinar raddirnar væru nógu sterkar til að vera í samræmi. í sumum Iögun- um sem sungin voru gætti ofur- lítilla mistaka, t. d. byrjuðu ekki allir jafnt á tveimur lögunum og virtist þetta vera söngstjóra að kenna, enda duldist ekki að öll söngstjórnin var fremur reykul og óákveðin. Einsöngvarar voru þeir Sigurjón Sæmundsson, Daníel Þór- hallsson og Halldór Kristinsson, söngur þeirra var ágætur, þó hefir hin þróttmikla rödd Sigurjóns stundum notið sín betur. Þessi söngskemmtun var prýði- leg og kórnum og söngstjóra til mikils sóma. BEDDAR fást í Kaupfélaginu. Síldarvinna. Vinnumiðlunarskrifstofan ræður stúlkur í síldarvinnu til efrirtaidra síldarsaltenda: Ásgeir Pétursson & Co. Haraldur Guðmundsson (safold 3ón Sveinsson 3ón Þörðarson O. Henriksen Sigfús Baldvinsson. Ingvar, Friðrik, Ragnar Guðjónsson. Þær stúlkur, sem unnið hafa hjá nefndum síldar- saltendum, og vilja halda »plássum« sínum áfram, ættu hið fyrsta að snúa sér til Vinnumiðlunarskrifstofunnar. f. h. Vinnumiðlunarskrifstofu Siglufjarðar. Snorri Friðleifsson. Kjarngóður íslenskur matur setur yður í páskaskap. Kjötbúð Sigiufjarðar. Sandtaka. Sandtaka er nú heimil utan við flóðgarðinn, þó aðeins eftir settum reglum vitamálastjóra, sem eru til sýnis á bæjarskrifstofunni. Bæjarstjóri. Gengislækkunin er að skeila á. Rétt þegar blaðið var að fara í pressuna. kom fregn um það, að Finnur Jónsson, Skúli Guðmunds- son, Eysteinn Jónsson og Pétur Ottesen hefðu á yfirstandandi þing- fundi flutt frumvarp um að lækka íslenzku krónuna um 22 prc., eða þannig, að eitt £ yrði skráð á 27 íslenzkar krónur. — Samtímis er hækkun á kaupi starfsmanna bæj- arfélaga og einstaklinga og al- mennra verkamanna bönnuð. Nánari fréttii* af þessu verða lagöar á borgarafundmum í kvöld. Ábyrgðarm.: Blaðnefnd Sósíalistafél. Siglufjarðar. Sigluf jairðarprentsmiðj a.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.