Mjölnir


Mjölnir - 14.04.1939, Blaðsíða 1

Mjölnir - 14.04.1939, Blaðsíða 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. 2. árg. I Siglufirði, föstudaginn 14. apríl 1939. I 7. tbl. Genéislækkunin. Lögin um gengislækkun og bann við kauphækkun eru ranglátustu og svívirðilegustu Iögin sem Al- þingi íslendinga hefur samþykkt í áratugi. Til að bjarga við gjald- þrota svindilfyrirtækjum eins og Kveldúlfi og gefa nokkrum brosk- urum möguleika til að raka saman offjár, allt á kostnað alþýðu lands- ins eru þessi þrælalög hespuð í gegn á einni nóttu. Það mun almenningur reyna, að eftír nokkrar vikur verða lífsnauð- synjar stignar um allt að 1/5 og möguleika þá, sem Iögin gefa til að kaup hækki ef dýrtíð vex í 10 prc. eða meira er lítið á að treysta, nema ef verkalýðsfélögunum tekst að bindast svo góðum samtökum, að þau geti þvingað kauphækkun- ina fram með verkföllum. Lögin ákveða að kaup megi ekki hækka næstu þrjá mánuði, en verði á þeim tíma liðnum orð- in 10 prc. hækkun á verði lífs- nauðsynja, má kaup hækka um það sem nemur helmingi af dýr- tíðaraukningunni. En hverjir eiga nú að hafa eftirlit með þessu og reikna út dýrtíðina? Eingöngu verkalýðsandstæðingar! Það segir manni glöggt, að þetta ákvæði er eingöngu sett til málamynda, að- eins til þess að kasta ryki í augu almennings, villa þeim sýn, sem verið er að svíkja. Islenzku verkalýðsfélögin hafa undanfarin ár smátt og smátt verið að hækka kaup meðlima sinna og má segja að í flestum stærri bæj- unum hafi kaup verið sæniilega hátt síðustu ár, ef vinnutími á hverju ári hefði verið lengri. Enda munu flest verkalýðsfélög hafa skoðað það sem sitt næsta verk- efni að fá vinnuna aukna. En nú er á einni nóttu á Alþingi lagt í rústir margra ára starf verkalýðs- samtakanna, einn fimmti hluti af launum verkalýðsins tekinn af honum. Þessu ódrengskaparverki hefði ekki verið við komið hefðu verka- lýðsfélögin verið vel samstillt. Þetta vissu verkalýðsandstæðingar Fræðslukvöld Sósíalistafélagsins. Ein sterkasta stoð afturhalds og fasisma allra tíma hefir verið fá- fræði og allskonar hleypidómar hjá alþýðu manna, sem þessi öfl myrkursins hafa streitst við að viðhalda og magna. Menn hins deyjandi tíma hafa alltaf verið andstæðingar fræðslu og menn- ingarstarfs, en brautryðjendur og baráttumenn hins upprennandi tíma hafa aftur á móti barist fyrir að auka þekkingu fólksins og lyfta því á hærra menningarstig. Þetta er skiljanlegt. Þekking og aukin menntun hljóta að leiða til fram- fara, en vanþekking og hleypi- dómar eru hemlar á þróunina og valda kyrrstöðu og afturför. Sósíalisminn er stefna framtíð- arinnar. Hann hefir öll skynsamleg rök með sér og hlýtur að sigra fyr eða síðar. En sigur hans verð- ur þeim mun skjótari og kostar alþýðuna þeim mun minni fórnir, sem hún aflar sér meiri þekkingar á því, sem hefir gerzt og er að og foringi þeirra, Jónas frá Hriflu, hefir undanfarin 2 ár einbeitt sér á það starf að sundra verkalýðs- hreyfingunni, honum hefir tekizt að vinna þar mikið skemmdarstarf, og Skjaldborginni, flokksbroti Al- þýðuflokksins, er nú raunverulega stjórnað af þessum manni. Enda studdu Skjaldborgarar þrælalögin gegnum þingið og verja þau eftir getu. Þingmenn Skjaldborgarinnar eru kosnir af verkalýðnum. Þeirlofuðu við síðustu Alþingískosningar að gerast og þar með kemur auga á og sannfærist um rök sósíalismans. Af þessu leiðir, að einn megin- þátturinn í baráttu sósíalistanna hlýtur að vera menningarbaráttan. Sósíalistafélag Siglufjarðar hefir ákveðið að hefja fræðslustarf fyrir meðlimi sína og annað . al- þýðufólk. Verða haldnir fræðslu- fundir, þar sem flutt verða erindi og rætt um ýms mál, sem allan almenning varðar. Fyrsti fundurinn verður næstk. föstudagskvöld, eins og auglýsing á öðrum stað í blaðinu ber með sér. Verður þar tekin til meðferð- ar alþýðufylkingin í Frakklandi. Flytur Aðalbjörn Pétursson fyrir- lestur um það efni. Auk þess verður kaffidrykkja og skemmti- atriði. Ætlunin er að þessir fundir verði bæði til fræðslu og ' skemmtunar. Teljum við víst að meðlimir fé- lagsins sýni áhuga sinn fyrir vanda- málum samtíðarinnar með því að mæta á þessum fundum og taka með sér kunningja sína og vinnu- félaga.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.