Mjölnir


Mjölnir - 14.04.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 14.04.1939, Blaðsíða 2
Æskulýðsfylking á Siélufirði. berjast gegn gengislækkun og var það þeirra aðalmál í kosningun- um, sama var að segja um þing- menn Framsóknarflokksins. En orð og efndir hafa nú reynst sitt hvað. Siglfirzkur verkalýður ætti ekki að gleyma þessu máli, enda mun gengislækkunin svo áþreifan- lega grípa inn í lífsafkomu hans, að því verður ekki gleymt og þá er rétt að muna um leið, að að- eins Sósíalistaflokkurinn stóð al- þýðunnar megin í máli þessu. Hann einn hefir hreinan skjöld og afhjúpar svikin og berst gegn þeim. Margir menn í verkalýðsstétt eiga smá upphæðir í sparisjóði. Þessar eignir, sem hafa verið saman spar- aðar með súrum sveita, eru nú gerðar 22 prc. verðminni, eða m. ö. o., rúmur 1/5 er tekinn af þessu fólki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur þótzt vernda hagsmuni sparifjár- eigenda, en nú þegar hagsmunir braskaranna rákust á þá tók meiri-. hluti flokksins afstöðu með brösk- urunum og rændi rúml. 1 /5 hluta af sparifjáreigendum. Geta smærri sparifjáreigendur treyst slíkum flokki og skoðað hann sem sinn flokk? Nei, þeirra flokkur er sá flokkur, sem drengilega varði hags- muni þeirra. í útvarpsumræðum um þræla- lögin tæptu nokkrir þingmenn á því að ef slæmt sumar yrði í sum- ar, þyrfti að grípa til öflugri ráð- stafana í haust til að »bjargaþjóð- inni- (les bröskurum) eða m. ö. 0. skella á nýrri gengislækkun í haust. Hvað myndi það nú þýða fyrir almenning ef ný 20 til 25 prc. gengislækkun yrði skellt á í haust eftir slæmt sumar? Það geturekki þýtt annað en beinlínis klæðleysi og matarskort hjá meirihluta al- þýðufólks. Þetta verður alþýðan að gera sér ljóst. Verkalýðsfélög- in verða að nota sumarið til að bindast samtökum og treysta sig svo þau verði fær um að taka á móti nýjum árásum og hrinda þeim. Almenningur er lostinnskelfingu yfir stjórnmálaspillingunni og svik- unum, sem ráðaflokkarnir á Alþingi hafa sýnt í þessu máli. En almenn- ingur þarf þó ekki að láta hug- fallast þó hinir gömlu flokkarhans hafi svikið og sýnt sig ófæra til *ð vernda hagsmuni hans. Einn stjórnmálaflokkur er þó til heiðar- tegur.flokkurinn, sem hélt uppi merki érengskaparins og málstað alþýð- •nnar í þessu máli. O. S. Eftir að hin pólitíska sameining í verkalýðshreyfingunni var orðin að veruleika með samvinnu komm- únista og vinstri-AIþýðuflokks- manna, tók hinn róttæki æskulýð- ur einnig að umskipuleggja félags- skap sinn. Reykjavík reið þar á vað- ið. Upp úr FÖK og vinstra armi FUJ var stofnað nýtt félag, sem hlaut nafnið Æskulýðsfylkingin í Rvk (Æ. F. R.) Félag þetta óx og dafnaði með undrahraða, og telur nú um 400 ungra manna og kvenna; yfir 1/3 þess fjölda er nýtt fólk, sem áður stóð utan allra félaga. — Á eftir kom Akureyri og Hafn- arfjörður, — á báðum stöðum eru nú starfandi æskulýðsfélög, — stærri, fjörugri og skemmtilegri en áður þekktist. Hvað er nú það sem valdið hefur þessum straumhvörfum í fé- lagsmálum hins frjálslynda æsku- lýðs? Því er fljótsvarað: Þessi nýju félög hafa tekið að erfðum reynslu hinna fyrri samtaka, hag- nýtt allt hið bezta frá vinnubrögð- um þeirra, en forðast algerlega þær veilur og skuggahliðar, sem þar höfðu gert vart við sig. Og aðalbreytingin er í því fólgin, að nú er lögð höfuðáherzla á það, að hafa félagslífið allt skemmtilegt, unglegt og aðlaðandi; minna af þurrum stjórnmálum, en meira af glaðværð og fjöri. Þessvegna hefur unga fólkið þyrpst í Æsku- lýðsfylkinguna, stúlkur jafnt sem drengir (í Æ. F. R. er 40 prc. stúlkur.) Hér á Siglufirði — hinum rót- tæka bæ — hefir enn engin Æsku- lýðsfylking verið stofnuð, og er það tæplega vansalaust. Hér erþó ekki vanþörf á slíkum félagsskap, þvi félags- og uppeldismál ungu kynslóðarinnar er hér sízt glæsi- legri en annarsstaðar. Hin róttæku æskulýðsfélög (FUK og FUJ) hafa á seinni árum verið mjög veik og jafnvel starfslaus — og því engan- veginn rækt uppeldishlutverk sitt. FUF mun að vísu vera starfandi hér í bæ, en út á við gætirengra uppeldisáhrifa þaðan, eða forystu í framfaramálum æskunnar. íþrótta- félögin (K. S. og skíðafélögin) eru starfandi og fjölmenn, en þar er alltof lítið um alhliða, menningar- lega framfarabaráttu, alltof lítill skilningur á því, að félagsleg og andleg þjálfun sé engu síður nauð- synleg en sú líkamlega; og að sumu leyti hefur alveg óverjandi rígur gert vart við sig milli íþrótta- manna, sem er þeim til einskis söma, en íþróttamálunum í heild til trafala. Það er því augljóst mál, að hér vantar nýja, holla strauma í æskulýðsfélagsskapinn, — hér vantar öfluga, lifandi Æsku- lýðsfylkingu. Slíkur félagsskapur myndi inn á við koma upp marg- þættu, glaðværu félagslífi: fræðslu, skemmtun, starfshópum á ýmsum sviðum, útilífi, ferðalögum, — og út á við myndi hann beita sér fyrir hverskonar menningar og á- hugamálum ungu kynslóðarinnar: bættum skilyrðum til leika, iþrótta og mennta, bættu félagslífi og samlyndi meðal íþróttamanna; hollara skemmtanalífi. Nú er í ráði að hafizt verði handa um stofnun Æskulýðsfylk- ingar í Siglufirði. Og er þess að vænta, að ungir Siglfirðingar, menn og konur, fylki sér um félag- ið þegar í upphafi. Siglufjörður er landskunnur orðinn sem »hinn rauði bær«, vígi hínnar þróttmiklu verkalýðshreyfingar; og vér vænt- um að hann sýni það — einnig á sviði æskulýðsmálanna — að áhugi, þróttur og djörfung eru einkenni hans. »Það breiddi sig út eins og rós«. Þetta er kafli úr nýlega út- kominni bók eftir Vittorio Mússolini, sem er sonur einræð- isherrans Mússolini. Bókin fjallar um lofthernað ítala í Abessiníu, en þar var höfundur flugliðsfor- ingi. Þetta litla sýnishorn gefur nokkra hugmynd um anda fas- ismans og »hugsjónir« og þarf ekki frekari skýringa við. Eg ráðlegg öllum að taka þátt

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.