Mjölnir


Mjölnir - 14.04.1939, Blaðsíða 3

Mjölnir - 14.04.1939, Blaðsíða 3
M J O L N I R 3 1 styrjöldum. Styrjaldir ala upp og þroska og eg er meðmæltur styrjöldum vegna þess að eg álít það skyldu sérhvers manns að taka þátt í að minnsta kosti einni styrjöld. Mér er minnisstæður árangurinn af því, er eg eitt sinn kastaði sprengju ofan í miðjan hóp Galla- stríðsmanna, er stóðu í hnapp utan um svartklæddan mann, og hóp- urinn breiddi sig út eins og rós. Það var mjög ánægjulegt. Eg læt falla nokkrar ruslsprengj- ur, tvær sextíu punda sprengjur og svo aftur nokkrar ruslsprengj- ur. Hve hátt erum við! Eg sé það, mér til mikillar gremju, að í hvert sinn er eg hitti eitthvert mark, er árangurinn lítill. Eg átti von á að sjá stórkostlegar spreng- ingar, en þessir etiópisku kofar, sem gerðir eru úr leir og trjá- greinum, gefa engan reglulegan árangur. — — — Við erum nú í 3500 rnetra hæð. Hvaða hvítu blettir eru það, sem eg sé þarna niðri? Etiópisk tjöld! Eg þori næstum ekki að trúa því að eg sé svona heppinn. Nú erum við beint yfir þeim. Eg læt alla hleðsluna falla. Tjaldþyrpingin er sú stærsta sem eg hefi séð í öllu stríðinu. Árangurinn er prýðilegur! Mörg tjöld fljúga í loft upp! Eg sé menn og dýr reyna að komast undan eftir fjallshlíðinni, og mér til á- nægju sé eg líka nokkur lítil, hvít ský---------- Það sama og í gær — óskipu- legur hópur manna og dýra, og innan um allt saman ruslasprengj- ur okkar. Allt virðist í óreiðu og enginn veit hvert hann á að hlaupa---------- Við gerðum aðra árás við Makale, með tundursprengjum og eld- sprengjum. Hinar litlu eldsprengj- ur eru afar skemmtilegar. Þá fær maður þó að minnsta kosti að sjá eld og reyk. Við brendum gaum- gæfilega allt héraðið, þar var eng- in mannleg vera eftir. Hér voru dásamleg tækifæri fyrir lofthernaðinn. Þrjátiu þúsund manns á svo takmörkuðu svæð ---------á æðisgengnum flótta, áag og nótt, mílu eftir mílu. Gríð- nrlegum fjölda af sprengjum rigndi stððugt yfir þá. Adalfundur Kaupfélags Siglfirðinga verður haldinn í Kvenfélagshúsinu á Siglu- firði 22. þ. m. og hefst kl. 4 e. h. D A G S K R Á : % 1. Skýrsla formanns. 2. Skýrsla framkvæmdastjóra og reikningar félagsins. 3. Tillögur stjórnarinnar um skiftingu ársarðsins 4. Kosning eins aðalmanns og eins vara- manns í stjórn félagsins, sömuleiðis eins endurskoðanda og eins varaendurskoð- anda. 5. Kosning fulltrúa á aðalfund Sís. 6. Önnur mál. Siglufirði, 8. apríl 1939. Stjómin. Ýmislegt. ■ Sir Stafford Cripps, sem fyrir nokkru síðan var rekinn úr brezka Verkamannaflokknum vegna baráttu sinnar fyrir Alþýðu- fylkingu í Bretl., talaði á fundi 8. þ.m. í Glasgow fyrir 3700 manns. Hann aflaði 770 nýrra meðlima fyrir Verkamannaflokkinn og nær 1300 lýstu sig fylgjandi Alþýðufylkingu. í þessari baráttu sinni hefur Cripps safnað 3000 nýjum meðlimum í Verkamannaflokkinn. Á fundi í Edinborg sem hann hélt var for- maður fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna í borginni fundarstjóri. í ræðu sinni í Glasgow varpaði Cripps fram þeirri spurningu, hvernig Verkamannaflokkurinn gæti verið á sviði utanríkismálanna, fylgjandi samtökum milli Englands og hins kommúnistiska Rússlands, Frakk- landi alþýðufylkingarinnar og hinn- ar frjálslyndu Ameriku, þegar flokkurinn berðist gegn samtökum þessara sömu afla innan Englands. Miðstjórn Verkamannaflokksins hefir hótað ýmsum öðrum leiðtog- um flokksins burtrekstri fyrir stuðn- ing við Cripps. En þeir láta sig ekki og segjast bíða eftir flokks- þinginu um hvítasunnuna. ■ III. Alþjóðasambandið — Aljijóðasamband kommúnista — átti 20 ára afmæli 2. marz s.l. Lenin, sem var aðal hvatamaður- inn að stofnun sambandsins, sagði í lokaræðu sinni á stofnþingi sam- bandsins þessi orð sem enn eru í sína fulla gildi: • Borgarastétt heimsins getur haldið áfram að hamast, hún get- ur haldið áfram að reka í útlegð, fangelsa og jafnvel myrða spartak- istana og bolsjevikana, — ekkert af þessu kemur henni að gagni. Hið eina sem hefur árangur er að fræða fjöldann, losa hann við hleypidóma hins borgaralega lýð- ræðis og að herða hann í barátt- unni. Sigur verkalýðsbyltingarinn-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.