Mjölnir


Mjölnir - 22.04.1939, Blaðsíða 1

Mjölnir - 22.04.1939, Blaðsíða 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. 2. árg. I Siglufirði, laugardaginn 22. apríl 1939. I 8. tbl. Verður „Rauðka“ stækkuð upp í 5000 mála afköst á sólarhring? Þegar sú ákvörðun var tekins.l. vor, að bærinn skyldi reka »Rauðku«, var bæjarstjórnarmeiri- hlutanum það ljóst, að óbreytt yrði verksmiðjan ekki rekin nema í hæsta lagi tvö ár. Eftir þann tíma var því um tvennt að velja, í fyrsta lagi að kaupa nýjan þurk- ara og ýmsar aðrar vélar í verk- smiðjuna og auka þá afköst henn- ar upp í 1800 til 2400 mál á sólar- hring, eða í öðru lagi að rífa gömlu verksmiðjuria niður og byggja á lóðinni stóra nýtísku verksmiðju og nota í hana það, sem hægt er úr gömlu verksmiðjunni. Um fyrri leiðina er það að segja, að sú aðgerð á verksmiðjunni myndi sennilega kosta 3 til 400 þús. kr. og verksmiðjan yrði eftir sem áður gamaldags verksmiðja með dýru viðhaldi og alls ekki til frambúðar og þar að auki afkasta- lítil og möguleikar ekki fyrir hendi til að stækka hana. Væri seinni leiðin farin og byggð 5000 mála verksmiðja, með möguleikum til að auka afköst um 50 prc. síðar myndi það sennilega kosta milj. króna, en þá er fengin stór verk- smiðja með nýtísku útbúnaði og litlum viðhaldskostnaði, verksmiðja sem verður til frambúðar. Bæjar- stjórnarmeirihlutinn var sammála um að hin síðari leið væri í alla staði heppilegri og byrjaði í kyrþey að athuga möguleika fyrir að býggja slíka verksmiðju. Margir töldu að erfiðast myndi verða að útvega lán og var því sú hlið málsins athuguð fyrst. Þó ekki hafi farið hátt, þá er töluvert starf bú- ið að vinna í þessu máli og árang- urinn er sá, að nú liggur fyrir til- boð um einnar milj. kr. lán erlend- is frá og er ekki krafizt rikisá- byrgðar. Um lánskjör er ekki vitað fyrir víst ennþá, en það sem til vantar að þessi miljón nægi fyrir byggingarkostnaði býðst Útvegs- banki íslands til að lána með hag- kvæmum kjörum. Bæjarstjórnin hefur falið þeim Ó. Hertervig, Erl. rjódstjórn og Það verður ekki um deilt að atburðir síðustu daga hafa komið meiru róti á hug fólksins í land- inu en dæmi eru til áður. Geng- islækkuninni var skellt á fyrir- varalaust og knúð í gegn um deildir þingsins á einni nóttu. Á rúmum 5 klukkutímum var hið vinnandi fólk til lands og sjávar rænt rúmum l|s hluta tekna sinna, en þeim stórskuldugu gefnar eftir miljónir. Skuldir íslendinga er- lendis, sem munu vera 100 milj. kr., voru auknar um 22 miljónir. Fjöldi manns sem átti ógreiddar skuldir erlendis, eru nú eftir verð- fellingu krónunnar öreigar. En ráðamennirnir sem stóðu að geng- islækkuninni, sáu að höfuðið á skömmina vantaði og í skvndi var það skapað : »þjóðstjórn« mynduð. Hvert á nú að vera verkefni hinnar nýju stjórnar? í fyrsta lagi að kveða niður all- an mótþróa alþýðunnar á móti Þorsteinssyni og bæjarstjóra samn- ingaumleitanir við Útvegsbankann og eru þeir allir í Reykjavík í þeim erindagjörðum. Ennfremur hefur bæjarstjórn sótt um leyfi ríkisstjórnarinnar til að byggja verksmiðjuna. Þetta mál er eitt- hvert stærsta velferðamál Siglu- fjarðar og Siglfirðingar þurfa að standa allir sem einn maður um að hrinda því í framkvæmd. Að svo komnu máli er varla hægt að segja meiri fréttir, en strax og eitthvað gerist mun það verðabirt jafnharðan hér í blaðinu. O. S. gengislœkkun. hungurárás lággengis-postulanna og i sambandi við það, banna Sósíalistaflokkinn eða lama starfs- möguleika hans. Má i því sam- bandi benda á skrif Alþýðublaðs- ins nú undanfarnar vikur, þar sem það hvað eftir annað hefur heimt- að opinbera rannsókn á starfsemi flokksins og beint og óbeint kraf- izt þess að hann yrði bannaður. Það er þess vert að á það sé bent, að Sósíalistaflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn í landinu sem er í andstöðu við núverandi ríkis- stjórn og eini flokkurinn sem var á móti gengislækkuninni. Stjórnar- herrarnir vita það mæta vel, að störf þeirra og aðgérðir eru í fullri mótsögn og andstöðu við það sem fólkið í Iandinu hefur krafizt að gert yrði og þeim er það líka fulljóst, að stjórnmálamenn og flokkar sem vinna á móti lífsþörf- um fólksins, eru vegnir og létt- vægir fundnir. Því er það þeirra

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.