Mjölnir


Mjölnir - 22.04.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 22.04.1939, Blaðsíða 2
2 M'JOLNIR til útgerðarmanna og skipaeigehdá Þeir útgerðarmenn, sem hafa í hyggju að gera út skip á síldveiðar til söltunar næsta suraar, eru beðnir að tilkynna Síldarútvegsnefnd tölu skipanna, tilgreina nafn skipsins, einkennistölu, stærð og hverskonar veiðar- færi (reknet, snurpunót). Ef fleiri en eitt skip ætla að vera saman um eina herpinót, öskast það tekið fram sérstaklega. Tilkynningin óskast send Síldarútvegsnefnd, Siglufirði, fyrir 1. júni n k. Það athugist, að skipum, sem ekki sækja um veiði- leyfi fyrir þann tíma, sem að ofan er tiltekinn (1. júní) eða ekki fullnægja þeim reglum og skilyrðum, sem sett kunna að verða um meðferð síldar um borð í skipi, verður ekki veitt leyfi til söltunar. Siglufirði, 31, marz 1939. Síldarútvegsnefnd T I L B O Ð. Tilboð óskast í að steypa ofan affallsrásar, sementspússa og flísaleggja sundþróna í Hvanneyrarkróki, skv. útboðslýsingu sem er til sýnis hjá Gesti Fanndal, kaupm. Tilboðum sé skilað til Fanndals fyrir 1. maí 1939. Siglufirði, 21. apríl 1939. Sundlaugarnefnd Siglufjarðar. sameiginlega krafa, ósk og fastur ásetningur að hefta framgang Sósíalistaflokksins með öllum hugs- anlegum og óhugsanlegum ráðum og aðferðum, því það er full ljóst, að fái Sósíalistaflokkurinn að starfa við sömu skilyrði og undanfarið, mun stór hluti af fylgjendum hinna flokkanna yfirgefa þá og skipa sér í raðir þess eina flokks í landinu sem hefur haft djörfung til þess að berjast fyrir hagsmunum fólks- ins og á móti hinni skipulögðu hungurárás hinna þríeinu. Um ráðherra hinnar ný mynduðu stjórnar verður hér fátt sagt. Flest- ir hafa þeir sýnar frægðarsögur að baki. Atvinnumálaráðherrann Ólaf- ur Thors hefur verið framkvæmd- arstjóri h/f Kveldúlfs. Það félag skuldar nú 8—10 miljónir og er raunverulega gjaldþrota fyrir mörg- um árum. Ólafur varð einu sinni ráðherra. Hans eina verk var að stofna ríkislögreglu í stórum stíl og sem kostaði landið hundruð þúsundir. Jakob MöIIer fjármála- ráðherra var eftirlitsmaður banka- og sparisjóða í mörg ár. f hans eftirlitstíð töpuðu peningastofnanir landsins tugum miljóna án þess að frá honum kæmi eitt orð til að- vörunar, en launin hirti þessi heið- ursmaður, enda voru þau ekki nema 18 þús. á ári. Stefán Jóhann Stefánsson, sem er kallaður utanríkismálaráðherra, er frægastur fyrir fjandskap sinn gangvart verkalýðshreyfingunni. Sjálfur telur þó þessi herra sig vera Alþýðuflokksmann og lét kjösa sig sem forseta Alþýðusam- bandsins á gerfiþingi þess s.l. haust. Að undirlagi hans hafa verið klofin og rekin úr Alþýðu- sambandinu mörg verkalýðsfélög og stjórnmálafélög og engar að- ferðir of grófar taldar, aðeins ef tilgangurinn hefur náðst. Um Hermann og Eystein skal það aðeins sagt, að þeir eru litið annað en verkfæri Hriflu- ófreskjunnar og þarf þá ekki um innrætið gagnvart verkalýðnum að sþyrja. Eitt er víst, að hin þríeinaða ríkisstjórn, sem hlotið hefur nafnið Jónasína Thors, hefir að baki sér míkinn minnihluta kjósendaíland- inu, enda var af þessum herrum barizt af grimmd mikilli á móti ■ýjúm. kosningum. Með myndun þessa nýja ráðu- ■éytis hefir verið bætt við tveim ráðherrum með tilheyrandi skrif- stofum og starfsfólki. Mun slík embætta-aukning kosta þjóðina tugi þúsunda króna. Á sama tíma sem stofnuð eru alóþörf embætti í stórum stíl, eru fjárframlög til at- vinnubóta og verklegra fram- kvæmda lækkuð frá því sem áður hefur verið. Nú liður óðum að 1. maí — hátíðisdegi verkalýðsins. — Aldrei hefur verið meiri nauðsyn á því, að almenningur fari út á göturnar með kröfur sínar og mótmæli en. einmitt nú. Við höfum mörgu að mótmæla og margs að krefjast. Við skulum nota okkur frelsið á meðan það hefur ekki verið af

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.