Mjölnir


Mjölnir - 29.04.1939, Blaðsíða 3

Mjölnir - 29.04.1939, Blaðsíða 3
M J O L N 1 R 3 „Þróttur" og Jón erindreki. Frh. af 1. síðu. fara, kýs þriggja manna kjörstjórn er sér um undirbúning og fram- kvæmd allsherjaratkvæðagreiðsl- unnar.« Allsherjaratkvæðagreiðslan fór fram samkvæmt lögum félagsins og hefur engin félagsmaður gert við neina athugasemd nema Gísli Sigurðsson, sem flutti á »Þróttar«- fundi tillögu þá sem getið er um í Neis.ta og fékk aðeins 1 einasta atkvæði með henni, sem sé sjálf- an sig. Hámarki nær flugmaðurinn í Neista með þessari klausu: »Að sjálfsögðu mun á sínum tíma verða af stjórn Alþýðusam- bandsins fyrirskipuð allsherjarat- kvæðagreiðsla um úrsögnina og munu þá Alþýðuflokksmenn taka þátt i þeirri atkvæðagreiðslu þó þeir ekkitæku þátt í þeirri siðustu þar sem hún var ekki samkv. lögum sambandsins«. Meðal annara sem þátt tóku í atkvæðagreiðslunni voru eftirtaldir menn: Gunnl. Sigurðsson, Gunnl. Hjálm- arsson, Kr. Dýrfjörð, Guðm. Sig., Pétur Vermundsson, Gísli Sigurðs- son, Jóh. Landmark, 01. Guðm., Þorbj. Jósepsson og þeir fáu af fylgjendum Alþýðuflokksins aðrir sem voru hér á staðnum og höfðu atkvæðisrétt. Eftir allt sem á undan er geng- ið virðist Skjaldborgin naumast hafa ráð á að afneita þeim fáu sálum sem ennþá druslast við að fylgja henni. En vegir St. Jó- hanns og annara launaðra flugu- manna hans eru órannsakanlegir. í þessari sömu grein þar sem siglfirzkum Alþýðufl.m. er með öllu afneitað, er svo gefin út nokkurs- konar skipun til þeirra þess efnis að þeir skuli ekki hlíða neinni samþykkt sem gerð kynni að vera í Þrótti og stíddi á móti lögum Alþýðusambandsins eða samþykkt- um þess. Aumingja erindrekinn ! Enn þá gengur.hann með þá delluaðhann geti gefið fyrirskipanir. Hann er ekki enn búinn að átta sig á, að engínn tekur þær alvarlega og að þeir menn sem enn hafa ekki með öllu slitið sig úr svikalest St. Jóhann munu heldur kjósa að ákveða framkomu sína sjálfir, heldur en að láta hann segja sér fyrir verk- um, enda til þess færari. Það er broslegt að heyra erind- rekann tala um að Skjaldborgin muni fyrirskipa allsherjaratkvæða- greiðslu í Þrótti. í fyrsta lagi vegna þess að hún hefur ekkert vald til þess að fyrirskipa »Þrótti« hvorki] það eða annað, og það er vitað að í slíkri atkvæða- greiðslu mundi Skjaldborgin fá enn ömurlegri útreið en hún hefur þeg- ar fengið og er þó ekki á bætandi. Af öllu broslegu er þó kátbros- legast að heyra úr þeirri átt talað um sundrungarstarfsemi, liðhlaup og svik. Jón erindreki, maðurinn sem hefir það að atvinnu að berj- ast gegn alþýðuhreyfingunni, mað- urinn sem ásamt öðrum sálufélög- um St. Jóh. sveik í sameiningar- málinu, maðurinn sem innan verka- lýðsfélaganna hefir lofað að vinna að því.að lögum Alþýðusambands íslands verði breytt í það horf, að allir sambandsmeðlimir hefðujafn- an rétt hvaða flokki sem þeir fylgdu, en á hverju Alþýðusambandsþingi barist á móti því að slíkar laga- breytingar næðu fram að ganga, maðurinn sem var sendur á síðasta Alþýðusambandsþing af Verkalýðs- félagi Hólmavíkur gegn þeim skil- yrðum, sem fram kom í kjörbréfi þvi, sem hér birtist afrit af: KJÖRBRÉF hr. Jóns Sigurðssonar, erindreka, Revkjavík. Samkvæmt fundargerð dags. 2. okt ’38 er hr. Jóni Sigurðssyni gef- ið umboð til að mæta á 15. þingi Alþýðusambands- íslands, þó er þetta umboð bundið því skilyrði, að hann með atkvæði sínu og á annan hátt beiti sér fyrir fundar- samþykkt sama fuwdar, þess efnis, að Alþýðusamband íslands verði aðskilið frá Alþýðuflokknum og myndi í þess stað stéttarsamband óháð pólitískum flokkum, eða vinni að framgangi annarar tillögu, sem miðar í sömu átt og fram kann að koma á þinginu. Hólmvíkingar treystu honum þó ekki beíur en það, að þeir sendu ásamt honum bréf suður, þar sem þeir skýrðu frá, að þeir hefðu sent Jón eingöngu vegna þess að engir aðrir félagsm, en Jón og meðfulltrúi hans hefðu rétt til þingsetu sam- kvæmt sambandslögunum. Þeir voru sem sagt einu Alþýðuflokks- mennirnir í þessu verkalýðsfélagi, sem þó telur á annað hundrað manns. Jafnframt fóru þeir þess á leit, að Jón fengi því aðeins þing- setu, að hann uppfyllti þau skil- yrði, sem fram koma í kjörbréfinu. Jóni var hleypt inn á þingið og femgið til umráða stórt og dýrt herbergi á Hótel Borg. Ásamt starfi sínu sem síldarmatsmaður átti hann svo að skipuleggja þar baráttuna gegn breytingum á Al- þýðusambandslögunum í frjálslynd- ara horf. Eftir unnin afrek er svo Jón er- indreki kominn hingað á Siglu- fjörð. Síðan hann kom er búið að halda 3 fundi í »Þrótti«, á fundar- boði 2ja þeirra var auglýst til umræðu úrsögn »Þróttar« úr Al- þýðusambandinu. Erindrekinn þorði ekki að mæta.' Eftir langa mæðu herðir hann upp hugann og skrif- ar óhróðursgrein um siglfirska verkamenn og félagsskap þeirra, afneitar flokksmönnum sínum, en þorir ekki aö setja nafn sitt undir- — í sannleika verðugur erindreki þeirra manna, sem gerst hafa liðhlaupar í baráttu alþýð- unnar fyrir bættum kjörum. Mann- anna sem aljrýðan kaus í æðstu trúnaðarstöður til þess að rétta hlut þess minnimáttar í jDjóðfélag- inu og framkvæma kjörorðin um frelsi, jafnrétti og bræðralag. — Mannanna sem launuðu trúnað alþýðunnar með gengislækkun og réttindaskerðingu. Mannanna sem nú hafa fyrir fullt og allt yfirgefið alþýðuna og hennar málstað og valið sér hinstu hvíld í flatsæng- inni hjá Ólafi Thors. Hin sósíalistiska alþýða lætur ekki bugast af slíkum áföllum. Hún mun Iæra af dýrkeyptri reynslu og forðast þau sker, sem áður var á steitt. Hún mun treysta samtök sín sem best. Frjáls og óháð verkalýðshreyfing, þar sem allir meðlimir er jafn réttháir. — Einnig neytendahreyfing á sama grundvelli. Stjórnmálaflokkur alþýðunnar sjálfrar, Sósíalistaflokkurinn, er vopnið sem duga mun í barátt- unni sem framundan er. Jón Jóhannsson.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.