Mjölnir


Mjölnir - 13.05.1939, Blaðsíða 1

Mjölnir - 13.05.1939, Blaðsíða 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUFIARÐAR. 2. árg. 1 Siglufirði, laugardaginn 13. maí 1939. 1 10. tbl. Far pú í friði. Svar ti! 3óns erindreka. Bréf þitt í Neista í gær gefur ekki tilefni til andsvara nema að litlu leytí og verður svarið þéss- vegna sennilega heldur fyrirferðar- minna, og veit eg að þú munir af lítillæti þínu meðtaka það eigi að síður. Hugrekki þitt og ritsnilli dreg eg ekki í efa, enda hefur það nú komið í Ijós, að þú hefur — til- neyddur þó — þorað. að kannast við óhróðursgreinina sem varð upphaf þessara bréfaskipta okkar. Hitt er óráðin gáta ennþá, hvern- ig á því stendur, þar sem þútelur málstað þinn svona framúrskarandi góðan, að þú — stofnandi »Þrótt- ar« og erindreki Alþýðusambands- ins — skildir ekki mæta á fund- unum þar sem rætt var um úr- sögnina úr sambandinu. Kannske þú vantreystir sigl- firzkum verkamönnum til þess að skilja bjargráð Stefáns Jóhanns þeim til handa, jafnvel þótt þau séu útskýrð af þér? Um »Þrótt« og atkvæðagreiðsl- una þar get eg hlíft þér við að fjölyrða um frekar. Það er að fullu upplýst, að fullyrðing þín í fyrstu grein þinni um að flokks- menn þínir hafi ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, voru staðlausir stafir. Ut af sundrungartali þínu, og því að verið sé að draga »Þrótt« út úr Alþýðusambandinu, er rétt að taka fram: »Þróttur« hefur, ásamt mörgum öðrum verkalýðs- félögum, gert ítrekaðar kröfur til Alþýðusambandsins um jafnrétti fyrir alla meðlimi. 17. marz s.l. var sambandsstjórn sent bréf um þetta efni, þar sem tilkynnt var að ann- að samband yrði stofnað ef ekk- ert samkomulag næðist um þessi mál. Alþýðusambandsstjórn svaraði ekki bréfi þessu, enda á þeim tíma önnum kafin við samninga þess efnis, að flytja skuldir Kveldúlfs og ýmsra annara yfir á herðar um- bjóðenda sinna og allrar alþýðu í landinu. Um þessar kröfur verkalýðsfé- laganna um jafnrétti fyrir alla með- limi sína, hafa orðið hin hörðustu átök á mörgum undanförnum sam- bandsþingum. Við höfum báðir verið þátttakendur í þeim átökum. Eg hefi verið einn af fulltrúum »Þróttar« og ásamt meðfulltrúum mínum af fremsta megni beitt mér fyrir því, að þær næðu fram að ganga. Þú varst í haust fulltrúi Hólm- vikinga og hefur nú sjálfur upp- lýst, að þú hafir neitað að fara inn á þingið með það erindisbréf sem sýndi félagsviljann svo greini- lega sem auðið var. Hvers vegna? Vegna þess að þú ætlaðir þér, eins og kom á daginn, að berjast á móti málstað þess félags sem þú varst fulltrúi fyrir. Eg ætla ekki að kalla framkomu þína í þessu tilfelli neinu sérstöku nafni. Þass þarf ekki — slíkt skýrir sig sjálft. Nýii íbúðarhús með öllum þægindum til sölu eða leigu nú þegar. lónas Guðmundsson Miðstræti 6. NÝJA-BÍÓ sýnir laugardag 13. maí kl. 8|-J Vor í Heidelberg. Afar spennandi og skemmti- leg mynd, sem gerist meðal stúdenta í þýzka háskólabæn- um Heidelberg. Hvernig er svo ástandið nú í AI- þýðusambandinu? Aðeins örlítið brot meðlimanna nýtur fullra réttinda og brot úr því broti hefur nú svikið þetta gamla vígi í hendur andstæðinganna, svo að það er nú notað beinlínis sem árásartæki gegn alþýðunni sem hefur skapað það. Aldrei hefur verið eins mikil þörf fyrir sterka og einhuga

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.