Mjölnir


Mjölnir - 13.05.1939, Blaðsíða 5

Mjölnir - 13.05.1939, Blaðsíða 5
Rauðka. M J O L N I R 5 Ekkert svar hefir ennþá borizt frá ríkisstjórninni við beiðni bæj- arstjórnarinnar um leyfi til að endurbyggja og stækka Rauðku. Veikindi eins ráðherrans munu eitthvað hafa tafið afgreiðslu máls- ins, en svarið er nú væntanlegt næstu daga. Ekkert mál hefur vakið aðra eins athygli hér á Siglu- firði í lengri tíma eins og einmitt þetta mál, enda er þessi verk- smiðjubygging hið mesta velfarn- aðarmál Siglufjarðarkaupstaðar og Siglfirðinga, svo það er eðlilegt að Siglfirðingar standi saman um að hrinda því í framkvæmd. Allra ilokka menn eru fusir til að gera það sem í þeirra valdi stendur, og vinna saman að verksmiðjumálinu, hvað sem skoðanamismun líður á öðrum sviðum, að vísu er vitað um einn mann í bænum, sem er málinu andvígur, en menn vona -að í þetta sinn standi hann ekki »með pálmann í höndunum-. Bæjarstjórnin hefir haft þrjá sendimenn í Reykjavík til að vinna að málinu og þó þeir séu sinn frá hvorum flokki, hefur samvinna þeirra verið ágæt og hafa þeir þegar unnið mikið starf, sérstak- lega hafa þeir lagt áherzlu á að safna allskonar upplýsingum og og gögnum og leggja það fyrir ráðamennina þar syðra. í stuttu máli má nú segja að sakir standi þannig: 1. Það er sannað að það er mikil þörf á að byggja nýja stóra sildarverksmiðju. 2. Það er ennfremur sannað að Siglufjörður er heppilegasti staðurinn fyrir slíka verksmiðju. 3. Margirtugir útgerðarmanna hafa skorað á ríkisstjórnina að leyfa verksmiðjubygginguna. 4. Það er sannað, að með núver- andi verðlagi á hráefni til síld- arverksmiðja og núverandi verði á lýsi og mjöli er mjög arð- vænlegt að reka síldarverk- smiðjur. 5. Það er ekki vitanlegt, að ríkis- stjórn hafi neina skynsamlega ástæðu til að neita um bygg- ingarleyfið. C. Það er vitað, að a. m. k. tveir ráðherrarnir eru málinu mjög fylgjandi. Skemmtifundur. Æskulýðsfylkingin heldur skémmtifund n. k. sunnud. kl. 8í/2 • Alþýðuhúsinu. Á DAGSKRÁ E R : 1. Inntaka nýrra meðlima 2. Upplestur 5. Erindi um útilíf 4. Skrítlur 5. Kvikmynd (Æskulýðsmynd) 6. Dans. Molakaffi á 50 aura. Félagar, fjölmennið og takið með ykkur gesti! Skemmtinefndín. Að öllu þessu athuguðu er þess að vænta, að háttvirt ríkisstjórn veiti þetta umbeðna leyfi, sem Siglufirði er svo nauðsynlegt að 1. maí. ■ Hátíðahöld verkalýðsfélaganna tókust prýðilega um land allt. Hér á Siglufirði hófust hátíðahöldin með útifundi við Alþýðuhúsið, þá var farin kröfuganga um bæinn og staðnæmst á skólabalanum og haldinn fundur, voru 6—700 manns viðstödd. Síðan voru tvær inni- skemmtanir og ball í tveimur húsum. ■ Á Akureyri höfðu verkalýðsfé- lögin útifund og kröfugöngu tölu- vert fjölmenna og innisamkomu í Nýja-Bíó um kvöldið við húsfylli Erlingur Friðjónsson boðaði til hátíðahalda í nafni Alþýðuílokksins í samkomuhúsinu (en það tekur 500 manns), 23 menn komu þang- að. Um kvöldið hélt Erlingur ball í sama húsi og komuáþað60—70 manns. ■ í Reykjavík héldu verkalýðsfé- lögin daginn hátíðlegan með úti- fundi sem 3—4000 manns sóttu og kröfugöngu með allt að 2000 þátt- takendum. St. Jóhann boðaði til hátíðahalda í nafni Alþýðuflokki- ins með 2 útifundum og »hóp- göngu. Fyrri fundinn sóttu um 300 sálir og fóru 250 með í »hóp- gönguna«. Þegar seinni fundurinn byrjaði voru fundarmenn um 70, en þeir týndust burt meðan St. SJÓMANNASÖNGUR. Þeir sigla djúpt á sollin höf og sjá því oft í vota gröf, en eiga von og vilja, að aftur nái þeir inn í höfn þó ylgd og þung þeim virðist dröfn er vill þeim veginn hylja. Hríðin hamast með voðavöld og vetrarnóttin er svört og köld hver er sókninni seldur. þó brimlöðrið sviðandi sili kinn og sjáist í brimgarðinn hávaxinn þeir ceðrast eigi að heldur. Þegar sunna signir höf sólargeislum litar tröf þá er flest til þrifa. Koma heim og kyssa sprund kœra líta feðragrund þeim er Ijúft að lifa. H. K. Húsaleigusamningar fást í Prentsmiðjunni. Jóhann talaði og þegar 15 menn voru eftir var fundinum hætt, þó að tveir ræðumenn ættu eftir að tala. íhaldið hélt úfifund og komu þangað margir menn af forvitni. Um kvöldið héldu Sjálfstæðisflokkur- inn og Skjaldborgin þrjú böll. ■ Annarsstaðar af Iandinu hafa ekki borist nákvæmar fregnir enn þá, þó er vitað að í flestum stærri stöðum landsins stóðu verkalýðs- félögin fyrir hátíðahöldum og víð- ast tókust þau vel.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.