Mjölnir


Mjölnir - 14.06.1939, Blaðsíða 1

Mjölnir - 14.06.1939, Blaðsíða 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SSGLUF3ARÐAR. 2. árg. 1 Siölufirði, miðvikudaginn 14. júní 1939. 12. tbl. Endurbyggin „Rauðku“ >Rauðka gamla« eins og Sigl- firðingar segja, er elzta Síldar- verksmiðja á öllu landinu, enda er hún svo útslitin, að hún verður ekki rekin fleiri sumar nema með stórkostlegri aðgerð eða réttara sagt, endurbyggð. Við þessa verksmiðju vinna 36 menn fastir og þar að auki margir lausamenn, samtals greiddi verk- smiðjan s.l. sumar ca. 80.000 kr. í vinnulaun, en hagnaður af rekstrin- um varð mörg þúsund krónur. Á síldarvertíðinni í fyrrasumar sýndi það sig að tilfinnanleg vöntun er á silkarverksmiðjum, því flotinn tapaði tugum eða jafnvel hundruð- um þúsunda mála af síld vegna þess hve mikið hann varð að bíða eftir löndun, t. d. biðu stundum allt upp í 45 skip eftir löndun hjá Ríkisverksmiðjunum. Nú eykst flotinnumca.30snurpunætur í sum- ar og sennilega vérður aukningin ennþá meiri fyrir næsta sumar. Það er því öllum ljóst, að það er beinlínis lífsnauðsyn fyrir síldarút- veginn að afköst síldarverksmiðj- anna verði aukin. Það er óum- deilanlegt, að lóðin sem Rauðka stendur á er heppilegasta lóðin á állu íslandi fyrir síldarverksmiðju. Það er líka vitanlegt, að verk- smiðjustjórinn hjá Rauðku, herra Snorri Stefánsson, hefir mesta reynslu af öllum núlifandi íslend- ingum við síldarbræðsluiðnað. Að öllu þessu athuguðu var það ekki að furða þó mikill áhugi kæmi upp kér á Siglufirði fyrir því að endur- byggja Rauðku og stækka hana um leið svo afköst hennar yrðu 5000 mál á sólarhring, í stað 10 til 12 hundr. mál eins og nú er. Ný 5000 mála verksmiðja myndi ýta undir virkjun Fljótaár ogsú virkjun ætti að tryggja að þegar lýsis- herzlustöð verður byggð á íslandi kæmi hún hvergi nema á Siglu- firði, en við slíka stöð yrði margra manna vinna yfir veturinn. Eftir nokkrar umleitanir barst bæjarstjórn tilboð um mjög hag- kvæmt lán til að endurbyggja og stækka Rauðku upp í 5000 mála afköst á sólarhring og samþykkti bæjarstjórn með öllum atkvæðum að undanskyldu atkvæði Þorm. Eyólfssonar, að sækja um leyfi ríkisstjórnarinnar til endurbygging- arinnar. Síðan hefir það gerst í málinu að verkamannafélagið Þrótt- ur hefir með öllum atkvæðum á fjöhnennum félagsfundi skorað á ríkisstjórn að veita Ieyfið, um 1200 Siglfirðingar hafa með undirskrift sinni lýst sig fylgjandi ákvörðun bæjarstjórnar og skorað áríkisstjórn að veita leyfið, um 60 útgerðar- men* hafa sömuleiði* skorað á ríkisstj. að veita leyfið ogFiskim.- og farm.samb. ísl. hefir ennfr. sent ríkisstj. samsk. áskorun. Jafn- framt hefur það komið í ljós að Þormóður Eyólfsson hefur gert allt sem í hans valdi hefur staðið til að spilla fyrir málinu og klíka sú sem hann stendur í nánustu sam- bandi við í Framsóknarflokknum, Hriflu-Jónasarklíkan, hefur gert það sama, t. d. stóð eftirfarandi klausa í Tímanum 23. maí s.I.: • Kommúnistar eru i meirihluta un* ■ stjórn Siglufjarðar nú sem stendur. Þeif hafa fengið skrítna bandamenn í atvinnumálum. Svavar Guðmundsson á Akureyri og Helgi Guðmundsson í Reykjavík eru svo hrifnir af fyrir- hyggju og framsyni kommúnista í fjár- málum, að þeir vilja, þótt af veikum mætti sé, reyna að efla þá til að koma upp nýrri sildarverksmiðju á Siglufirði, þó að sú verksmiðja myndi kosta þjóð- ina meira en hálfa miljón króna fram yfir að stækka verksmiðjur ríkisins á Siglufirði. Sennilega fá þessir tveir dánumenn Leninsorðuna.« í þessari klausu er vísvitandi farið með hinar herfilegustu blekk- ingar, i fyrsta lagi er þetta engan- veginn sérmál Sósialistafélagsins eða »kommúnista« eins ogTíminn segir, það sýna áskoranir þær, sem yfir ríkisstjórnina hafa dunið og Tímanum eru kunnugar, i öðru Iagi er það uppspuni einn að rík- isverksmiðjurnar gætu byggt hjá sér verksmiðjuna fyrir | miljón kr. minna en Siglufjarðarkaupstaður, sennilega yrði verksmiðjan engu ódýrari hjá þeim. Ýmsir af aðal- mönnum Framsóknarflokksins hér hafa sýnt mikinn áhuga fyrir mál- inu og reynt að vinna því gagn, og sama er að segja um Sjálfstæð- isflokkinn. Það er því ekki neitt sérmál Sósíalista og Alþýðuflokks- manna, heldur er þetta mál Sigl- firðinga í heild, þó Þormóður Ey- ólfsson sé því andvigur og hamist gegn því með offorsi og frekj* #ins og honum er lagið. Tæpir tveir mánuðir eru liðnir síðan bæjarstjórn sótti um bygg- ingarleyfið til ríkisstjórnarinnar, en ekkert svar hefir komið ennþá og atvinnumálaráðherra Ólafur Thórs telur sig og ríkisstjórnina ekki geta gefið svar fyr en um miðjan ágúst, en það er sama og nei, því að bæjarstjórn verður að svara

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.