Mjölnir


Mjölnir - 14.06.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 14.06.1939, Blaðsíða 2
2 M J O L N 1 R fyrir 15. júní hvort hún ætlar að n,ota lánstilboðið. Að vísu hefur Olafur Thors sagt að hann myndi reyna að fáfrestinn framlengdan, en þegar tekið er tillit til að í fyrstu átti að svara fyrir 10. maí @g svo var fresturinn framlengdur til 1. júní og svo til 15., þá eru litlar líkur til að enn fáíst fram- lenging. Hvers vegna er ekki þegar komið játandi svar við eins sjálf- sagðri málaleitun? Ástæðan getur ekki verið önnur en sú, að ráðheira sá sem málið heyrir undir, Ól. Thors eða ríkis- stjórnin, vilji ekki veita leyfið, en þori þó ekki að segja nei af ótta við réttláta reiði Siglfirðinga og allra þeirra sjómanna og útgerðar- manna, sem málinu eru fylgjandi. Hvar eru stóru loforðin um aukna framleiðslu í Iandinu hjá »þjóð- stjórninni-? Jú, það mun eiga að byggja síldarverksmiðju á Siglufirði seinna meir. En ýmsir fróðir menn telja að Ólafur Thórs og Hriflu-Jónas vilji ekki að aðrir byggi sildar- verksmiðjur en Kveldúlfur og Rík- isverksmiðjurnar svo þessi fyrir- tæki verði ekki fyrir neinum ó- þægilegum samanburði. Ef þetta er ástæðan er hér um eitthvert hið svívirðilegasta hneyksli að ræða, sem fyrir hefir komið í íslenzkum stjórnmálum, ef sjálfur atvinnu- málaráðherra landsins ætlar að leyfa sér að misnota ráðherraem- bætti sitt þannig sér og fjölskyldu sinni til fjárhagslegs framdráttar. Hér er sannarlega ástæða til að heimta kortin á borðið, þegar mál- ið er komið á þetta stig varðar það ekki bara Siglfirðinga, heldur alla heiðarlega menn í landinu. Þáttur Þormóðs Eyólfssonar í máli þessu er athyglisverður. Þor- móður er bæjarfulltrúi hér og bundinn þvi drengskaparloforði að vinna að hagsmunamálum bæjar- búa, en í þessu stærsta hagsmuna- máli kaupstaðarins hefir hann ver- ið hinn argasti fjandmaður hans og gert allt, sem hann getur til að spilla fyrir málinu og nú þegar er hann farin að tæpa á því hverju bæjarstjórn myndi svara ef »gott kauptilboð kæmi í Rauðku«, eða með öðrum orðum verið að leita fyrir sér um hvort það gæti gengið af hávaðalaust að Ríkisverksmiðj- urnar fengju Rauðku og lóðina keypta. Hans afstaða er að ná verksmiðjunni og lóðinni af bæn- um í hendur Ríkisverksmiðjanna, með það fyrir augum að þar verði einhverntíma byggð nýverksmiðja og hvernig sem á því stendur, gengur þrálátur orðrómur um það, að Rikisverksmiðju- stjórnin sé að reyna að sölsa und- ir sig lánstilboð Siglufjarðarkaup- st. Einhverjir spyrja nú kannske hvort áhættuminnst værí ekki fýrir bæinn að selja lóð sína t. d. Rík- isverksmiðjunum, ef þær skuld- binda sig til að byggja þar verk- smiðju, þeim skal sagt frá rekst- ursáætlun, sem Þrájnn Sigurðsson birti í »SigIfirðingi« 9. maí s. 1. Gert er ráð fyrir 250 þús. mála vinnslu á kr. 6.50 málið og lýsis- verði £ 12,5 pr. tonn, en mjöl- verði £ 9,5 þr. tonn. Kostnaður er mjög vel í lagður. Þó verður hagn- aður um '866 þús. kr., en eftir er þá að draga frá vexti og afborg- anir stofnlána. Væri það reiknað 300 þús. kr. er samt sem áður eftir all álitleg fúlga sem hreinn gróði. Greinarhöfundur mælist til að Ríkisverksmiðjustjórnin reyni að hrekja áætlun sína ef hún geti, en ekki hefur verksmiðjustjórn orð- ið enn við þeim tilmælum, enda verður þessi áætlun ekki hrakin með rökum, því hún er byggð á niðurstöðum Snorra Stefánssonar og annarra sérfræðinga í þessum rekstri. Sildarverksmiðjurekstur er mjög arðvænlegt fyrirtæki eins og nú standa sakir, og það er ekki að Merkir verklýðsforingjar. I. KARL MARX. Mjölnir ætlar að flytja lesendum sinum öðru hvoru stuttar fræðandi greinar, sem ekki koma ef til vill dægurmálunum beint við. Fyrstu greinarnar verða um helztu braut- ryðjendur sósíalismans og verk- lýðsforingja. Um áframhaldandi efni úr því er enn ekki ákveðið. Álítum við að bezt færi á því að byrja á grein um Karl Marx. Okkur er það vel Ijóst, að æfi- atriðum og starfi Marx verður ekki gerð nein viðunandi skil í stuttri blaðagrein. Enn síður að skýrð verði fræðikenning hans — Marx- isminn. Enda er það ekki til- gangur okkar. Grein þessi verður aðeins ófullkomið yfirlit yfir æfi- atriði Marx (samandreginn inn- gangur sá, er Lenin skrifar um æfiatriði Marx fyrir ritgerð sína uíu »Marx ag Marxismann«. Kom í tímaritinu »Réttur« 1930 bls. 331) og rétt tæpt á þýðingu verka hans fyrir sköpun sögunnar og baráttu verkalýðsins í heiminum. íslenzk alþýða á, því miður, lít- inn kost á bókum um Marx og Marxismann og ef greinarkorn þetta gæti orðið til nokkurs fróð- leiks fyrir Iesendur blaðsins, eða hvatning til þess að kynna sér efnið betur, er tilganginum náð. Karl Marx er fæddur 5. maí 1818 í Trier í Rhínarlöndum. Foreldrar hans voru gyðingar. Hann lauk stú- dentsprófi í Trier 1835, fór til Bonn og las lögfræði og síðar í Berlín og þá einnig heimspaki og sögu. Lauk námi 1841 og lagði fram doktorsritgerð um muninn á náttúruheimspeki Demokrits og Epikurs (grískir heimspekingar). í Berlínaðhyltisthann flokk »róttækra Hegelsinna- — þær róttækustu skoðanir er þá voru uppi við há- skólann. Að loknu námi flutti hann til Bonn og hafði í hyggju að vinna sig upp í prófessorsembætti, en í Prússlandi ríkti þá mjög afturhald- söm stjórn, frjálslyndum og róttæk- um menntamönnum vikið úr stöð- um og bannað að flytja fyrirlestra við skólana, svo Marx sá brátt að sú Ieið var lokuð. Á þess- um árum tóku einnig skoðanir Marx hröðum breytingum og han* fór að aðhyllast efnishyggjuna. Árið 1842 varð Marx aðalritstjóri blaðs eins og markaði stefnu þess byltingarlýðræðissinnaða, enda setti ríkisvaldið margfalda ritskoð- un á það og bannaði það árið eftir. Ritstjórnarstarfið varð til þess að Marx fór að kynna sér þjóð- félagsfræði og hagfræði. Samaár giftist Marx og flutti um haustið til Parísar og hóf þar útgáfustarf- semi með öðrum manni (Ruge), sem þó hætti brátt, aðallega vegna erfiðleika við að dreifa því leyni-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.