Mjölnir


Mjölnir - 22.06.1939, Page 1

Mjölnir - 22.06.1939, Page 1
* Úígefandi: SÓSÍALSSTAFÉLAG S3GLUF3ARÐAR. Beiðni bæjarstjórnar um levfi til að endurbyggja RAUÐKU hefir enn ekki verið svarað. Fresíurinn, sem settur var til að svara lánstiiboð- inu, er nú útrunninn og með því að gefa ekki játandi svar áður, hefir ríkisstjórnin raunverulega sagt nei. Að vísu hefir atvinnumálaráð- herra reynt að fá frestinn fram- lengdan til 15. ágúst — eftir því sem hann segir sjálfur. Raunar er það dálítið óvenjuleg aðferð, því að ekki hefir bæjarstjórn beðið atvinnumálaráðherra um að fá frest- inn framlengdan, enda er það öll- um mönnum auðskilið, að ríkis- stjórnin á ekkert hægara með að svara 15. ágúst heldur en nú strax, nema ef það er meiningin að segja þá formlega nei og nota tímann þangað til, til að finna einhverjar afsakanir fyrir svo hneykslanlegri framkomu. Siglfirðingar verða nú að láta sér skiljast það, að þetta verksmiðju- mál er nú komið á það stig, að annaðhvort er að gefast upp eða taka málið fastari tökum en gert hefir verið. Það er ekkert undar- legt, þótt mönnum dytti ekki i hug í byrjun, að mál þetta þyrfti að sækja með harðfylgi, þar sem engin skynsamleg rök eru til gegn því; en það er undarlegt og meira að segja óafsakanlegt, ef menn láta sér ekki skiljast nú hvernig málum er komið. Að bíða rólegur og síma annað kastið til atvinnu- málaráðherra, eða fara til Reykja- víkur til að spjalla við hann um málið, er héðan af barnaskapur eintómur. Leyfið fæst ekki héðan af, nema með baráttn og harð- fylgi. Það er kannske búið að vera svarar ekki. hljótt um málið of lengi og það er því krafa almennings, að nú verði þögnin rofin og spilin lögð á borðið. Almenningur hér í bænum á heimtingu á því .að fá að fylgj- ast með í hvernig gengur um framkvæmd stærstu hagsmunamála bæjarfélags síns og fá að vita, hverjir beita sér fyrir þeim og hverjir eru andvigir. Ef samtök Siglfirðinga sjálfra ekki bila, eru nokkrar líkur til að hægt sé að knýja fram sigur í málinu, en það má engan tíma missa. Aðgerðar- leysi af hendi Siglfirðinga og þögn um málið er til að spilla fyrir því. Bæjarstjórnin og Rauðkustjórnin hafa haft forgöngu í málinu. En það er of þungtí yöfum. Það verð- ur að kjósa sérstaka nefnd, sem gerð er ábyrg fyrir að vinna að framgangi þess, og sú nefnd verð- ur að gera sér ljóst, að aðeins er urn tvær leiðir að velja — uppgjöf eða harðvítuga baráttu. O. S. Fasteignaskattsmálið féll á Síldar- verksmiðjur ríkisins í hæstarétti. Þann 7. júní kvað hæstiréttur upp dóm í rnáli síldarverksmiðj- anna gegn bæjarsjóði, útaf fast- eignaskattinum, sem þær neituðu að greiða bænum á síðastl. ári. Dómur hæstaréttar hljóðaði um það, að S. R. skyldu greiða kr. 19399,00 í fasteignaskatt til bæjar- ins og staðfesti auk þess ákvæði fógetaúrskurðarins urn dráttarvexti og málskostnað í héraði. Þessi dómsniðurstaða er í hæsta máta sorgleg fyrir stjórn síldar- verksmiðjanna, $em lagði út í þessi málaferli til þess að reyna að hafa þessar fasteignaskattstekj- ur af bæjarsjóði, því í undirrétti var því haldið fram af hálfu verk- smiðjanna, að skatturinn væri ólögmætur og ætti að fellast nið- ur, en í hæstarétti hafði Jón Ás- björnsson vit fyrir stjórninni og neitaði að bera fram svona vit- leysu. Einn aðalhvatamaður þess, að neitað var að greiða þetta lög- mæta gjald, var Þormóður Eyjólfs- son form. verksmiðjustjórnarinnar, sem jafnframt er bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins. Gegnir það furðu, að honum skyldi takast að draga hina stjórnarmeðlimina með út í þessa fjarstæðu. Framsóknarmenn ættu að fara að hreinsa af sér þann blett, sem þeir fá af því að láta Þorrn. Eyj- ólfsson vera bæjarfulltrúa sinn, þar sem hann hefir verið staðinn að því í þessu máli og fleirum, að reyna að skaða bæjarfélagið. Það er blettur á bæjarfélaginu, að Þor- móður Eyjólfsson skuli eiga sæti í bæjarstjórn. En hvað hafa svo síldarverk- smiðjurnar hagnast á þessum til- raunum sínurn til þess að skaða bæjaríélagið? Hefðiríkisverksmiðju- stjórnin viljað láta svo lítið að

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.