Mjölnir


Mjölnir - 22.06.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 22.06.1939, Blaðsíða 2
2 ræða við fjárhagsnefnd bæjarins um skattgreíðsluna í fyrra, þá voru fjárhagsnefndarmenn búnir að koma sér saman um að láta þær greiða sama gjald og söltunar- stöðvar, eða samtals kr. 17151,00, en hæstiréttur hefir dæmt þær til að greiða kr. 19399,00, mismun- urinn er kr. 2248,00. Áfallnir drátt- arvextir eru kr. 2330,00, svo að heildartjónið, sem verksmiðjurnar hafa orðið fyrir vegna þessarar framkomu verksmiðjustjórnar er í kringum kr. 4500,00. Það fer að verða vafasamt, hve trú verk- smiðjustjórnin er í störfum sínum, þegar hún skaðar verksmiðjurnar þannig. ÖSdubrjéfsstöðfiED. Söltunarstöð sú, sem hafnarsjóð- ur er að láta byggja innan öldu- brjótsins og almennt er kölluð öldubrjótsstöðin, er að ýmsu leyti vandaðasta og bezta söltunarstöð landsins. Bryggja og »platning« er afar sterk og aðdýpi svo mikið, að hægt er að landa af togurum, hvernig sem stendur á sjó. Síldar- geymluhús, sem rúmar 4—5 þús. tunnur, fylgir stöðinni. íbúðarhús stöðvarinnar, sem stendur utan Ránasgötu, er rúmgott og snyrti- legra en nokkurt annað íbúðarhús síldarstúlkna hér í bæ. Stöðin er byggð eftir teikningu F. R. Þorvaldssonar, en smiðina annast verkfr. E. Christiansen. Samkvæmt samningi á smíðinni að vera lokið 15. júlíog þráttfyrir að dráttur varð á innflutningi á efni, mun bryggjan verða til á til- settum tíma, enda hefir Christian- sen sýnt mikinn áhuga og dugnað við að koma henni upp og eru margir undrandi yfir, hve verkinu fleygir áfram. Öldubrjótsstöðin er leigð í sum- ar þeim: Jóni Þórðarsyni Siglu- firði, Hafsteini Bergþórssyni frá Hafnarfirði og Jóhanni Þ. Jóseps- syni frá Vestmannaeyjum fyrir 85 aura á tunnu, en lágmarksleigu 11 þúsund krónur. Sundlaugin. Daglega vinna nú við sundlaug- iaa 16—18 menn, aðallega við að M J Ö L N 1 R laga til kringum laugina og flís- leggja og múrhúða hana innan. Öllum ber saman um að laugin sé hin prýðilegasta að útliti og er auðséð, að hópur manna biður með óþreyju eftir að hún verði tekin í notkun, því að svo má segja að allan seinnipart dagsins og á kvöldin sé óslitinn straumuraf fólki, sem úteftir kemur til að sjá hvað verkinu miðar áfram. Gert er ráð fyrir, að hægt verði að taka laug- ina til notkunar i næsta mánuði. Þó verður ekki hægt á þessu sumri að byggja hið veglega hús, sem áformað er að byggja við laugina og mikið verk verður óunnið við að laga umhverfið, en til þess að hægt verði að nota laugina í sum- ar, verður byggt lítið bráðabirgða- hús með búningsklefum. Gaítiagerðin. í allri sögu Siglufjarðarkaupstað- ar hefir aldrei á einu ári verið unnið eins mikið að gatnagerð og nú, en acal verkið er steyping Tjarnargötu. Áður fyrvar það sið- ur, að bera mold og möl ofan í göturnar, enda eru allar götur i þessum bæ ófærar nema á hné- háum stígvélum, þegar rignir. Nú er breytt um aðferð og byrjað á varanlegri gatnagerð og hefði það átt að gerást fyr. Hugur Hriflu-Jónasar og Þormóðs Eyjölfs- sonar til Siglfirðinga. í 63. tbl. »Tímans« þ. á. stendur eftirfarandi klausa: »Blað kommúnista er með nasaveður út af því, að atvinnumálaráðherra heim- ili ekki flokksbræðrum þeirra á Slglu- firði að flana út í sildarverksmiðjubygg- ingu, þótt sannað sé að þriðjungi ódýr- ara vœri að ná sömu framleiðsluaukn- ingu með því að stoekka síldarverksmiðj- ur rikisins. Kommúnistar þurfa ekki að spara verðmœti né valútu. Og hœtt er við aö hin norsku hjól, sem til boða stóðu, hefðu seint tekið að snúast, þegar upplýst var um »hinn tóma sjóð« Svaf- ars Guðmundssonar, sem átti að standa undir byggingarkostnaði hinnar um- ræddu verksmiðju«. Siglfirðingar geta af þessu glögg- lega séð, hvern hug afturhalds- klíka Framsóknarflokksins ber til þeirra. Það er enn verið að stag- ast á sömu lýginni um málið, að það sé eitthvert sérmál sósíalista eða »kommúnista«, eins og það er orðað. Þessa vísvitandi lýgi endurtekur Tíminn hvað eftir annað. Allir, sem þekkja til málsins, vita að bæjarbúar standa óskiftir um það, að undanskildum Þormóði Eyjólfssyni og 3 til 4 andlegum þrælum hans. En að Tíminn getur leyft sérað flytja svo auðsæar blekkingar er dálítið Siglfirðingum sjálfum að kenna, því að það hefir varla nokkurt orð sést áprenti um mál- ið í sunnanblöðunum frá Siglfirð- ingum sjálfum. Svo margir menn eru ritfærir hér, að þeir hefðu átt að vera búnir að svara fjandmönn- um kaupstaðarins meira en með einni smáklausu í »Vísi«. Af sunn- anblöðunum hefir »Þjóðviljinn« einn tekið málstað Siglfirðinga í Rauðku- málinu og á meðan svo er geta pólitisk varmenni eins og aftur- haldsklíka Framsóknar leyft sér sorpskrif eins og að framan getur. Engin síld enn. Lítið verður ennþá síldarvart og má segja, að síld hafi ekki sést ennþá.Þó fékkjjm.b.Valbjörn frá ísaf. 100 mál síldar sl. þriðjud.ogvarsild- in öll seld í beitu norskum og fær- eyiskum skipum, sem lágu hér í höfn. í dag kom mótorbáturinn Kári frá Akureyri með á 3ja hundrað mál síldar. Hafði hann fengið síld- ina úti j á Grímseyjarsundi. — Lagði hann 120 tunnur af aflanum í íshús, en afganginn í bræðslu í S. R. N. Strekkingur hefir verið úti fyrir og lítið síldarveður síð- asta dægur. Sósíalistar! Komið á félagsskrifstofuna og greiðið félagsgjöldin. Gjaldkeri

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.