Mjölnir


Mjölnir - 30.06.1939, Síða 1

Mjölnir - 30.06.1939, Síða 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. 2. árg. I Siglufirði, föstudaginn 30. júní 1939. I 14. tbl. Fjandmenn Siglufjarðar i Rauðku- málinu hafa verið að dreifa út ýmsum sögum upp á síðkastið sér til varnar, eins og t. d. að stækk- un »Rauðku« upp í 5000 mál yrði \ miljón kr. dýrari en jafnmikil stækkun hjá Ríkisverksmiðjunum. Þetta hefir verið borið undir Snorra Stefánsson og segist hann vera sannfærður um, að 5000 mála aukning hjá »Rauðku« yrði ekki dýrari en hjá Ríkisverksm., enda eru í »Rauðku« katlar, skilvindur, lýsiskör o. m. fl., sem hægt væri að nota til nýju verksmiðjunnar. Bryggjur »Rauðku« j>urfa ekki nema litla aðgerð og steypugrunn- inn, sem »Rauðka« stendur á nú, má nota undir nýju verksmiðjuna. Við jjeíta sparast feikna fé, sem sem Rikisverksm. þyrftu að snara út við jafnmikla aukningu hjá sér. Því hefir verið dreift út, að Ríkis- verksm. þyrftu ekki að byggja »lager«hús og lýsisgeyma þó afköst þeirra væru aukin um 5000 mál. Þetta eru helber ósannindi og þó það yrði látið slarka svo eitt ár, myndi verða bætt við »lager«hús og lýsisgeyma strax næsta ár. Aðeins eitt ár, sem þetta væri trassað, gæti orðið verksmiðjunum mjög dýrt. En það sjá allir, að kostnað- ur við 5000 mála aukningu hjá Ríkisverksm. er ekkert minni fyrir það, þótt fyrsta árið verði aðeins settar niður vélar og vinnsluáhöld, en nauðsynleg hús og geymar fyrir mjöl og lýsi fyrst ári seinna. Það færir aðeins kostnaðinn á tvö ár. Að sinni skal ekki farið meira út í þessa hlið málsins og Siglfirð- ingum látið eftir að dæma um, hvort þeir trúa betur fullyrðingum Snorra Stefánssonar eða Þormóðs Eyjólfssonar, en frá Þormóði mun vera komin fullyrðingin um, að aukningin hjá Ríkisverksm. yrði allt að 4 miljón kr. ódýrari en hjá »Rauðku«. Ríkisstjórnin hefir engu svarað ennþá beiðni bæjarstjórnar um leyfið til aðendurbyggja »Rauðku«, og það sem einnkennilegra er, öll sunnanblöðin, sem að »þjóðstjórn- inni« standa, eru samtaka um að steinþegja um málið. Hvað veldur þessari dularfullu þögn? Dálkar þessara blaða eru þó oft fullir af frásögnum um þýðingarminni mál en þetta, ekki er það ástæðan fyrir þögninni, að málið sé svo smávægilegt. Það virðist vera skipulagt, að stjórnarblöðin þegi, hvað sem flokksmennirnir kunni að segja. Eina andstöðublað stjórnarinnar af Reykjavíkurdagblöðunum, »Þjóð- viljinn«, hefir skrifað hverja grein- ina af annari um »Rauðku«-málið og haldið vel og drengilega ámál- stað Siglfirðinga og ættu sem flestir bæjarbúar að lesa aðal- greinarnar, en þær komú dagana 13.—18. júní. Þegar talað er við foringja stjórn- arflokkanna telja þeir sig allir hlynnta málinu og ýmsir »fram- sóknarmenn« hér fullyrða, að Ey- steinn og Hermann vilji láta veita leyfið, en það muni eingöngu standa á Olafi Thors. Aftur á móti fullyrða »Sjálfstæðismenn«, að Jak- ob Möller sé ákveðinn með málinu og muni beita sér fyrir því af öll- um kröftum, og Ólafur Thors sé því hlynntur, en það standi bara á Framsóknarflokksráðherrunum, sem séu málinu svo andvigir, að þeir hóti samvinnuslitum í ííkis- stjórninni, ef leyfið verði veitt. Urn Stefán Jóhann fullyrða hans flokksmenn, að ekki muni málið stranda á honum. En allur þessi »velvilji« ríkisstjórnarinnar er lítils virði fyrir Siglfirðinga, ef hans verður ekki vart nema í orði. Það er dálítið athyglisvert að rifja upp í sambandi við »Rauðku«- málið nokkur atvik, sem gerðust fyrir rúmum tveim árum síðan. Þá sótti Kveldúlfur um leyfi til að byggja síldarverksmiðju á Hjalteyri, en atvinnumálaráðherra var þá Haraldur Guðmundsson. Einhver bið varð á að leyfið fengist, og rauk þá Morgunblaðið upp til handa og fóta, réðist á ríkisstjórn- ina og Harald og heimtaði að leyfið fengist. í leiðara Morgunblaðsins 21. mars 1937 segir svo : »Ríkið hefði ekki getaö fengið lán er- lendis. Lánstraust þess var þrottið. Þá kemur fyrirtœkið Kveldúlfur til sögunnar. Það hefir lánstraust erlendis. Það fær stórt, erlent lán til að reisa hér stórkostlegt framleiðslufyrirtæki . . . Nú mœtti ætla, að broddar Atþýðu- flokksins, »vinir verkalýðsins«, fögnuðu þessu, fögnuðu að upp rís fyrirtœki, sem veitir 100 verkamönnum atvinnu í vetur og mörg hundruð framtíðaratvinnu á sjó og landi, þegar verksmiðjan er komin upp . . .* Þegar blaðið er búið að skamma ríkisstjórnina með stóryrðum fyrir að veita ekki leyfið strax, endar það leiðarann með þessum orðum: »Er unnt að liugsa sér meiri fjand- skap við alþýðuna?« Frh. á 4. síðu.

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.