Mjölnir


Mjölnir - 18.07.1939, Blaðsíða 1

Mjölnir - 18.07.1939, Blaðsíða 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. 2. árg. S Siglufirdi, þriðjudaginn 18. júlí 1939. g 16. tbl. R a u ð k a. hann íer nú að kyta« »Þetta fer að lagast — Ríkisstjórnin svarar bæjarstjórn- inni engu ennþá og hefir nú leitað álits stjórnar Síldarverksm. ríkis- ins. Finnur Jónsson ogJónÞórðar beita sér fyrir að leyfið verði veitt, en gegn því hefur Þormóður með sér Svein Ben. og Þorstein M. Jónsson. En kjarkurinn hjá Þorm. og Co. var ekki meiri en það, að þeir óskuðu eftir að fresta afgreiðslu málsins, og lögðu til að verksmiðju- stjórnin færi til Reykjavíkur og af- greiddi málið þar. Daginn, sem mest barst að af síld og 30 skip biðu afgreiðslu hjá ríkisverksmiðjunum hitti undirrit- aður Þorm. Eyjólfsson á lóð ríkis- verksmiðjanna, og sagði honum að verið væri að taka mynd af skip- unum, sem biðu, en sú mynd ætti að sýna, hve mikil fjarstæða væri að halda því fram, að ekki þyrfti fleiri síldarverksmiðjur og var Þormóður spurður hvernig hann héldi að honum myndi ganga að fá fólk til að trúa sér, ef sama veiði héldist í 4—5 daga, því þá myndu sennílega 60—80 skip bíða. Þormóður svaraði og sagði of snemmt að hlakka yfir því og bætti svo við: »Þetta fer að lagast — hann er nú að kula«. Þannig talaði stjórnarformaður ríkisverksmiðjanna. Varla er hægt að hugsa sér nokkur orð, sem lýsa svívirðilegri og spiltari hugsunar- hætti en þessi, að gleðjast yfir því að veiðiveður versni. Slíknámenni ættu ekki að stjórna fyrirtækjum fyrir útgerðarmenn og sjómenn. Hvað hugsar Framsóknarflokkurinn sér með þennan mann. Umboð sitt í bæjarstjórn hefir hann margsvik- ið og er nú allra hatramasti fjand- maður bæjarfélagsins og leggur fram alla krafta til að vinna gegn aðaláhugamáli bæjarbúa — endur- byggingu Rauðku. Hann hefir og reynt að hafa réttmætar tekjur af bæjarsjóði, með því að láta ríkis- verksmiðjurnar leggja út í mála- ferli til að reyna að komast undan greiðslu á fasteignaskatti. Hann reyndi að koma á stað kaupdeilu við ríkisverksmiðjurnar s. 1. vor, sem hefði skaðað bæinn, ef af hefði orðið. Hann hefur með blekk- ingum og ósannindum reynt að koma sér undan að greiða sann- gjarna húsaleigu fyrir vöru- geymsluhús það, er hann leigir af Hafnarsjóði og þannig mætti lengi telja. Getur Framsóknarflokkurinn haft þennan mann sem fulltrúa sinn í bæjarstjórn? Heiðarlegur stjórnmálaflokkur getur ekki haft svona menn í trúnaðarstöðum. Siglfirðingar hafa þó búið þann- ig að þessum manni, að hann hefir ekki undan að kvarta. Hon- um hefir verið troðið í hverja trúnaðarstöðuna eftir aðra, en al.I- staðar hefir hann brugðizt, enda er nú traustið á honum á þrotum, því öll hans störf hafa verið miðuð við að pota sjálfum sér áfram, ekkert áhugamál annað hefir hann átt, eg þá sjaldan að hann hefir léð góðu máli fylgi, hefirþað ekki Y firlýsing úf af fasteigna- skattsmálinu. Þann 14. júní 1938 var eg undirritaður staddur á skrif- stofu Síldarverksmiðja rikisins hér i bœnum, og átti þar tal við framkvœmdarstjórann, hr. Jón Gunnarsson. Barst þá liinn ngi fasteignaskattur með- al annars í tal milli okkar, og sagði framkvœmdarstjórinn að skatturinn vœri verksmiðj- unum óviðkomandi, þar eð þcer vœru undanþegnar öðru utsvari en hálfu prósenti af seldum afurðum. En er eg hélt hinu gagnstœða fram, sagði hann: Það er sama, þessi skattur er ekkert annað en grímuklœtt útsvar og verð- ur aldrei greiddur. Síðari andstöðu framkvœmd- arstjórans gegn greiðslu skattsins hefi eg skoðað í fullu samrœmi við ofangreind ummæli hans, og álitið að hann teldi verksmiðjunum ó- skylt að gjalda hann. Siglufirði, 17. júlí 1939 Friðb. Níelsson. verið málsins vegna, heldur af einhverjum persónulegum ástæð- um, t. d. öfund (samanb. Goos- eignakaupin). Þormóður á enga pólitíska sann- færingu, en hefir talið gig geta haft mest upp úr að látast fylgja Framsóknarflokknum. Samþykktir flokksins virðir hann að vettugi,

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.