Mjölnir


Mjölnir - 29.07.1939, Side 1

Mjölnir - 29.07.1939, Side 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. 2. árg. Siglufirði, laugardaginn 29. júlí 1939. 17, tbl. Skarðsvegurinn og samningsbrotin þar NYJA-BIOÍ Siglfirðingum er mjög mikið á- hugamál að komast í vegasam- band við landið og hafa þeir und- anfarið mikið á sig lagt til þess, t. d. lagt fram í gefinni vinnu tugi þúsunda króna. En valdhafar lands- ins hafa lítið viljað gera fyrir Siglufjarðarskarðsveg, svo að hon- um hefir miðað heldur hægt á- fram. Síundum hefir Siglfirðingum gramizt, þegar Alþingi hefur verið að samþykkja eins há eða hærri fjárframlög til vegalagninga í strjál- býlum sveitum, eins og til Skarðs- vegarins, þess vegar, sem tengir helzta atvinnubæinn á þessu landi við þjóðvegakerfi landsins. En það er nú að verða svo daglegt, að valdhafarnir níðist á Siglufirði, að menn eru hættir að vera hissa. Þó mun hafa gengið fram af mörgum, þegar allir Siglfirðingar sem byrjaðir voru að vinna við Skarðsveginn voru nú nýlega reknir burtu og aðkomumenn teknir í staðinn. Upphaf deilunnar. Lúðvík Kemp, sem vegamála- stjóri réði verkstjóra í Skarðsveg- inn, bað Vinnumiðlunarskrifstofuna hér að ráða verkamenn í veginn. Skrifstofan gerði þetta, réði þang- að 9 menn og tók verkstjóri við þeim og vinna hófst. En þá vildi Þormóður Eyólfsson koma að í veginn einum aðkomumanni og þegar það ekki gekk greiðlega, sneri Þormóður sér til vegamála- stjóra og maðurinn fékk plássið, en öllum Siglfirðingunum var sagt upp með þeim forsendum, að þeir væru »börn og gamalmenni« og9 aðkomumenn ráðnir i þeirra stað. Framkoma vegamálastjóra. Vinnumiðlunarskrifstofan mót- mælti uppsögnunum og bar sig upp við atvinnumálaráðherra út af framkomu vegamálastjóra, en at- vinnumálaráðherra mun hafa tekið dauflega í þær umkvartanir. Þessir Siglfirðingar hafa unnið í Skarðs- veginum undanfarin sumur og ekkert verið undan þeinr kvartað, enda eru þeir forsvaranlegir verk- menn. En vegamálastjóri vitl ekki taka það til greina, hann er búinn að reka mennina og þar með búið. Verkamannafélagið hér hefir mót- mælt uppsögnunum og bent á að samkv. gildandi kaupsamningum eiga »Þróttar«-menn forgangsrétt til allrar vinnu á félagssvæðinu, svo að þegar gengið er fram hjá félagsmönnum og aðkomumenn ráðnir til vinnu, er það tvímæla- laust samningsbrot. En allt kemur fyrir ekki. Vegamálastjóri fer sínu fram. Samningsbrot og ódrengileg framkoma við mennina, sem hjá honum vinna. Hvað munar hann um að bæta því við heiður(!) sinn? Lokaþátturinn. Vinnumiðlunarskrifstofan heldur áfram sáttaumleitunum við vega- málastjóra og stendur til að eitt- hvað af Siglfirðingum geti fengið vinnu áfram, en engir aðkomumenn látnir hætta. Það segir sig sjálft, Laugard. 29. júlí kl. 8.30: »Þú ert mitt allt« Kl. 10.15: íslandsmyndin. að þeir af Siglfirðingum sem hætta, fá hvergi föst sumarpláss héðan af, svo Vinnumiðlunarskrifstofan er skuldbundin til að sjá þeim fyrir einhvérri atvinnu. Afstaða Verkamannafél. Fyrir Verkamannafélagið var um tvenní að velja. í fyrsta lagi að stöðva vinnu í Skarðsveginum, þar til samningsbrotin væru leiðrétt. í • öðru lagi að hindra ekki vinnu en höfða mál út af samningsbrotum og krefjast skaðabóta. Ýmsum fjandmönnum Siglufjarð- ar hefði verið kærkomið, að fyrri leiðin hefði verið farin. Þá hefðu þeir getað sett í gang lyga- og rógsherferð gegn Siglfirðingum og dregið athyglina frá málum, sem eru að verða þeim óþægileg og notað vinnustöðvunina sem átyllu til að berjast gegn auknu fram- lagi til vegarins. Seinni leiðin er tvímælalaust skynsamlegri eins og málum er komið, jafnvel þó reiknað sé með, hve verkalýðsfélög standa illa að vígi í málaferlum gegn ríkisvaldinu. Þ. G.

x

Mjölnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.