Mjölnir


Mjölnir - 29.07.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 29.07.1939, Blaðsíða 2
2 M J O L N I R Arfur Islendinga. Nýtt útgáfustórvirki »Máls og menningar«. Sagan geturstundum verið mein- hittin i glettni sinni. Ef til vill er- um við íslendingar gleggst dæmi þess. Landið, sem með öðrum þjóðum gengur undir nafninu Sögueyjan, á sjálft ekkert raun- hæft yfirlit um eigin sögu og ör- lög. Þjóðin sem allra bezt hefir brugðið ljósi yfir fornsögu, menn- ingu og hugsunarlíf Norðurlanda, allt til Englands og Þýzkalands og jafnvel auslur um Garðaríki og Miklagarð, þessi þjóð á enn ekk- ert samfelt yfirlit um líf sitt og menningu og þann arf, sem hún hefir fengið til ávöxtunar. Og kannske hefir þess þó aldrei verið meiri þörf en nú, við þau straum- skil, sem skapast hafa í lífi og sögu þjóðaripnar á 20. öldinni og þau miklu vandamál, sem úr- lausnar bíða jafnt innan lands sem utan. Útgáfustarf »Má!s og menningar« Það er í mótleik við þessa inein- glettni örlaganna og til að fullnægja þeirri þörf, sem fyrir er, að »Mál og menning« hefir nú ráðist í nýtt út- gáfustórvirki. Þetta ritverk, Arfur íslendinga, á að koma út í 5 bindum, 40 arkir Iwert bindi — og á verkið allt að koma út árið 1943 og gilda sem árbœkur þess árs. Þetta rit er svo stórt, að það samsvarar 3—4 ára útgáfu »Máls og menningar*, en þó verður félagsmönnum gert fært að eignast ritið fyrir aðeins 25 kr. aukagjald — eða 5 kr. auka- gjald á ári fram að 1943. I. bindi ritsins á að fjalla um náttúru íslands og sambúð lands og þjóðar, Verður það skreytt fjölda mynda. II. —III. bindi fjalla um íslenzkar bókmenntir og listir. IV.—V. bindið verður um ís- lenzka sögu og menningarsögu. Prófessor Sigurður Nordal hefir á hendi yfirstjórn þessa ritverks og hefir sér þar til samstarfs á- gætustu fræðimenn á hverju sviði eins og t. d. Þorkel Jóhannesson sagnfræðing, náttúrufræðingana Sigurð Þórarinsson og Árna Frið- riksson, skáld eins og Halldór Kiljan að ógleymdum hinum ágæta formanni »MáIs og menningar«, Kristni Andréssyni o. fl. o. fl, Það þarf því ekki að efast um, að rit þetta verður vel úr garði gert. (Um nánari tilögun á efni og útgáfu ritsins vísast til fylgirits Máls og menningar, sem fæst hér hjá Hannesi Guðmundssoni, Lækj- argötu 10). Það er vafalaust mál, að með þessu riti fáum við íslendingar það, semokkur lengi hefirskortog við lengi þráð, raunhæft og verð- mætt yfirlit yfir sögu okkar og andlega arfleifð. Og eklti aðeins það. Þetta rit verður ekki aðeins Fyrir ári siðan var það von og vissa flestra verkamanna, sem láta sig nokkru skipta málefni stéttar sinnar, að í fyrrahaust yrði Alþýðu- sambandinu breytt í lýðfrjálst, óháð, einhuga samband stéttafélaga launþega i landinu. Um þettavirt- ust flestir verkamenn á einu máli, enda þótt þá greindi á um stjórn- mál og sameiningarmál verkalýðs- flokkanna. Hin klofnu verkalýðs- félög höfðu sameinast, allstaðar á landinu nema á Akureyri. Nærri undantekningarlaust hvert einasta verkalýðsfélag á landinu, sem tók skipulagsmál verkalýðssamtakanna til umræðu, samþykkti ályktanir, þar sem þess var krafizt að AI- þýðusambandinu yrði breyttíóháð samband með fullu lýðræði á þingi sínu um haustið. Andstæð- ingar verkalýðssamtakanna fylltust ótta. Úr þeim herbúðum bárust óttablandnar raddir um að til ein- hverra ráða yrði að taka til að koma í veg fyrir að verkalýðurinn styrkti aðstöðu sina, svomjögsem horfur voru á. Þeir spöruðu heldur ekki að brugga vélíáðin með að- stoð liðsmanna sinnaí alþýðusam- íökunum. um fortíðina. Það á að kveikja saman á ný söguþráðinn, sem hefir verið meira og minna brost- inn í vitund okkar og sýna okkur til hvers hlutverks við erum borin, sýna hvílíkir framtíðarmöguleikar bíða lands og þjóðar, ef rétt er á haldið — það á að vera rit fram- tíðarinnar eins og öll sönn ritverk. En það er ekki nægilegt, að slíkt rit komi út, það verður að tryggja það fjárhagslega og eins hitt, að það komist í sem flestra hendur. Það hlutverk biður nú allra siglfirzkra unnenda »Máls og menningar», að sjá um að Siglufjörð- ur gerisitt áþessu sviði ogvillMjöln- ir beina þeirri áskorun til Siglfirð- inga, að setja nú metnað sinn í að duga þessu máli sem bezt. Þess ér skemmst að minnast að allt fór öðruvísi en ætlað var. Eng- inn efi er á því að fagsambands- málið átti öruggan meirihluta þeirra fulltrúa, sem löglega voru kosnir á Alþýðusambandsþing. En þeirfengu bara ekki sæti á þinginu. Undir stjórn Stefáns Jóh. Stefáns- sonar, sem síðar hefir orðið frægur að endemum, var þinginu breytt í gerfiþing, hjákátlegan skrípaleik, sem fulltrúar flestra stærsta verka- lýðsfélaganna höfðu engan aðgang að. Þetta gefiþing samþykkti »lög« sem eru einsdæmi í sinni röð. Samkvæmt þeim hafa þeir einir rétt til trúnaðarstarfa, fyrir sam- bandsins hönd, sem eru sanntrú- aðir Skjaldborgarar, og aðra má ekki kjósa á sambandsþing. En þar sem vitað var að verkalýðs- félögin myndu hvert eftir annað segja skilið við þessa hjákátlegu embættatryggingastofnun, sem stol- ið hafði nafni Alþýðusambandsins, þá var það helzta afrekið að setja slíkar reglur fyrir úrsögn úr sam- bandinu, að ekki náði neinni átt að fara eftir þeim. Þannig átti að gera verkalýðsfélögin skattskyld og ánauðug Stefáni Jóhanni, hvort Mál málanna fyrir verklýðshreyfmguna. Eitt óháð verkalýðssamband á íslandi. /

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.