Mjölnir


Mjölnir - 29.07.1939, Blaðsíða 3

Mjölnir - 29.07.1939, Blaðsíða 3
M J O L N i R 3 sem þeim líkaði betur eða verr. Fylgismenn einingarinnar skor- uðu á v erkalýðsfélögin, að lýsa því yfir að þau hefðu þetta gerfiþing og allar þess lögleysur að engu, gera skýra samþykktir um það á venjulegan lýðræðislegan hátt, að þeir væru ekki lengur meðlimir í Alþýðusambandinu, hið gamla AI- þýðusamband enda liðið undir lok, og taka ákvörðun um að gerast þátttakendur í óháðu stéttasam- bandi launþega, sem stofnað yrði á þessu ári. Flest stærri verka- lýðsfélögin, flest iðnfélögin i Reykjavík, auk fjölmargra smærri verkalýðsfélaga, hafa þegar gert slíkar samþykktir. Þessi félög hafa nú gert með sér bandalag og hafa opna skrifstofu í Reykjavík. Og i haust mun bandalagið boða til stofnþings sambands stéttafélaga launþega á íslandi. Stefán Jóhann hefir nú gripið til þess örþrifaráðs, að láta til- kynna félögum þeim, sem gengið hafa úr Alþýðusambandinu, að úr- sögnin verði ekki tekin til greina, vegna þess að ekki hafi verið farið eftir reglum þeim sem hann setti þeim sjálfur á gerfiþinginu síðastl. haust. Þykjast menn skilja á þessu að hann muni hafa í hyggju að freista þess að lögsækja félögin um skattinn. Til eru nokkur lítil og veik verkalýðsfélög út um land, þar sem ofstopi þessi hefir sett nokkurt hik á menn. Ýmist hafa þessi félög hikað við að ganga úr Alþýðusambandinu eða þau hafa látið fara fram atkvæðagreiðslur eftir reglum Stefáns Jóhanns, sem auðvitað hafa verið gerðar að skrípaleik og orðið til þess að vilji meirihlutans í félögunum var að engu hafður. Þetta hik er mjög hættulegt, einmitt fyrir litlu félög- in. Ef félögin lýsa því skýrt og skorinort yfir að þau viðurkenni ekki gerfiþingið sem haldið var síðastl. haust og séu ekki í Al- þýðusambandinu, eru þau laus allra mála, og hreint og beint hlægilegt að ætla að gera tilraun til að lögsækja þau um skatta eða skyldur fyrir nokkrum dómstóli. Hitt gæti verið í meira lagi var- hugavert að rétta Alþýðusamband- inu litla fingurinn á nokkurn hátt, eða viðurkenna það með þögn- inni. Það er nú opinberlega skjallega staðfest, að Af- þýðusambandlð hefir téklð rösklega 1/4 miljón króna lán í Svíþjóð til að greiða töpin af Alþýðublaðinu og rekstri Alþýðuflokksins. Allt þetta verða félögln að borga, ef þau verða kyrr í AI- þýðusambandinu eða ganga ekki hreint og hiklaust til verks til að losa sig úr greipum þess. Sjóðir þeirra verða tæmdir og gjöldin hækkuð og enginn afgang- ur til verkalýðsstarfseminnar. Ennfremur verð$ félögin að gæta þess, að Alþýðusambandið hvorki vill né getur veitt neinu félagi nokkurn stuðning í baráttu þess fyrir bættum kjörum. Stjórn Al- þýðusambandsins verður herfor- ingjaráð án hers. Allur styrkurinn verður hjá sambandi stéttafélag- anna. — í því verða Dagsbrún í Reykjavik, flestöll iðnfélögin í Reykjavík, Þróttur á Siglufirði, félögin í Vestmannaeyjum, öll helztu félögin á Austurlandi, og þau félög á Akureyri, sem mega sín nokkurs 0. s. frv. — Þessi fé- lög geta veitt hinn öruggasta stuðning sem íslenzk verkalýðs- samtök eru fær um að veita. En án þeirra er einskis stuðnings að vænta. Og ekkert verkalýðsfélag, sem skerst úr leik, getur vænst þess að það njóti stuðnings þessara öflugu samtaka, sem eru þau einu sem nokkurs mega sín, ef það þarf á aðstoð að halda. Það er því lífsspursmál fyrir öll smærri félögin að feta tafarlaust í fótspor hinna stærri, segja ský- laust skilið við Alþýðusambandið og ákveða að gerast þátttakandi í stofnþingi sambands stéttafélag- anna í haust. ULLARSÚTAÐAR GÆRUR hvítar, svartar, mörauðar. KAUPFÉLAGIÐ B-deiId Pakkarávarp. Við undirritaðar, sem fórum í i boði mæðrastyrksnefndarinnar í í Vaglaskóg og að Laxárfossum, sendum mæðrastyrksnefnd okkar innilegasta þakklæti fyrir ferðalag- ið, sem varð okkur i alla staði hið ánægjulegasta. Siglufirði 17. júlí 1939. Pálina Fœrseth Ásgerdur ísaksdóttir Suanborg Benediktsdótir Sigríður Jónsdóttir Sigríður Friðbjarnardóttir Borghild Einarsson. ÞAKKARÁVARP. Alúðarþakkir til starfsmanna S. R. fyrir gjafir og auðsýndan vinarhug á 70 ára afmæli mínu. Sig. Sigurðsson Vetrarbraut 19 Siglufirði. Daglega nýtt: Kindakjöt Kjötfars Fiskfars Vínarpylsur Saxað kjöt Bjúgu o. m. fl. Kjötbúð Siglufjarðar. Útbreiðið Þjóðviljann Ábyrgéarmaéur: ÞÓRODDUR GUÐMUNDSSON. Siglufj arðarprentsmið j a.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.