Mjölnir


Mjölnir - 12.08.1939, Síða 1

Mjölnir - 12.08.1939, Síða 1
* Útgefandi: SÓSÍALiSTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. 2. árg. Sigluftrði, laugardaginn 12. ágúst 1939. 18. tbl. V erksmiðjumálið Eins og skýrt var frá í síðasta blaði fóru tveir menn úr Rauðku- stjórninni til Reykjavikur til við- tals við ríkisstjórnina og höfðu með sér nákvæma kostnaðaráætl- un uin endurbyggingu »Rauðku«. En þá voru Þormóður og skóþurkur hans í ríkisverksmiðjustjórninni, nýbúnir að afhenda ríkisstjórn mjög furðulegt plagg, þar sem slegið er föstu, að 500 mála af- kastaaukning verði 500 þús. kr. ódýrari hjá ríkisverksmiðjunum en »Rauðku«. Nákvæmir útreikningar sérfræð- inga sýna, að plagg þetta er hin herfilegasta blekking, enda eru út- reikningar ríkisverksmiðjanna ekki gerðir af sérfróðum mönnum, held- ur af Jóni Gunnarssyni og Þor- móði. Að auka afköst Rauðku upp i 5000 mál verður mun ódýrara en sama aukning hjá rikisverk- smiðjunum. Rikisstjórnin tók svo enn á ný þetta Rauðkumál til »athugunar«, en ekkert svar hefir borizt ennþá. Meirihluti rikisVerksmiðjustjórn- ar, þeir Pormóður og skóþurkur hans, Sveinn Ben. og Þorsteinn M., berjast með hnúum oghnefum gegn stækkun Rauðku og hafa fært fram til þess margar ástæður. Einu sinni töldu þeir óþarfa að auka afköst síldarverksmiðjanna í landinu. Þegar það var hrakið með ómótmælanlegum rökum, töldu þeir, að lánskjörin, sem Rauðku byðust væru svo óhag- stæð, að ekki mætti veita henni leyfið þessvegna. Það var sýnt fram á, að þessi lánskjör væru þau beztu, sem nokkurt fyrirtæki gæti fengið nú á tímum og þá varð »röksemd'« Þormóðs og drengja hans, að ríkisverksmiðj- urnar gætu stækkað jafnmikið hjá sér fyrir 800 þús. kr. minna en Rauöka. Það er margt fleira, sem Þor- móðsklíkan hefir fært fram gegn Rauðku og það hefur verið föst regla, að þegar óyggjandi rök hafa verið færð fram gegn einni stað- hæfingunni, hefur annarri enn- þá fáránlegri verið logið upp. Þetta mál er nú þann veg komið, að svo að segja hver maður skilur aðalgang þess og veit hvilíkt reg- inhneyksli það er orðið. Eftir hverju hefur ríkisstjórnin beðið með svar sitt? Jú, segja Sjálfstæðismennirnir. »ÓIafur er með málinu, en Framsóknarmenn eru á móti«. Það er vitað, að Hriflu-Jónas og ýmsir Framsóknar- menn eru málinu andvígir, en þeir sömu menn voru á móti að veita Eimskipafélaginu leyfi fyrir 4 til 5 sinnum meiri gjaldeyti íil að byggja skip, en það leyfi varveitt þó Jónasarklíkan væri því andvíg. Var þá ekki eins hægt að veita þetta leyfi í andstöðu við »Framsókn«. Þáttur Sveins Benediktssonar í þessu máli er mjög athyglisverður. Fyrir nokkrum árum skrifaði Sveinn ýtarlegar lýsingar á Þorm. Eyjólfs- syni í »Morgunblaðið«. Virtist Sveinn enga nýta taug flnna hjá honum og bar á hann þungar sak- ir um sviksemi í starfi fyrir ríkis- verksmiðjurnar, sjálfum sér til fjár- hagslegs framdráttar. Greinarnar voru stórorðar og ruddalegar, eins og Sveini er lagið, en þær virtust vera ritaðar af heilagri vandlæt- ingu yfir því, að menn í trúnaðarstöð- um misnoti embætti sín í eiginhags- munaskyni. Og Sveinn hafði sóma af, en nú virðist sem menn hafi gert sér skakkar skoðanir um manndóm Sveins, þegar hann ger- ist handbendi Þormóðs Eyjólfsson- ar, þessa manns, sem Sveinn fyrir nokkru gat varla fundið nógu sterk orð til að lýsa fyrirlitningu sinni á. Sveinn hefir að vísu ekki verið i miklu áliti á Siglufirði, en hann hefir þó haft það álit, að hann væri stórbrotinn en ekki lítilsigldur maður, en eftir að hann gerist rakki hjá Þorm. Eyólfssyni og lætur hann siga sér á hvað sem er, verður víst lítið úr því á- liti og þykir flestum Iítið hafa lagst fyrir kappann. Endanlegtsvar um Rauðkumálið er væntanlegt frá ríkisstj. 16. þ.m. og mun málið ekki verða rætt hér í blaðinu, fyr en að þeim tíma liðnum. Húfur Axlabönd Ermabönd Sokkabönd Sprotar Belti víð yðar hæfi hjá Gesti Fanndal.

x

Mjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.