Mjölnir


Mjölnir - 12.08.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 12.08.1939, Blaðsíða 2
2 M J O L N I R * Nýja sundlaugin. Siglfirðingum hefir lengi verið mjög í mun að eignast góða sund- laug, þar sem hin uppvaxandi æska bæjarins og aðrir ættu þess kost að iðka hina hollu og gagn- legu sundíþrótt við vægu verði. Fyrir allmörgum árum var byggð laug hér fram á íirði, en laug sú var allt í senn, köld og öðru leyti ófullkomin og illa í sveit sett, svo að kennsla lagðist þar fljótlega niður — og hefir hún staðið svo að segja ónotuð s. I. 8 ár. En sundlaugarmálin hafa þó verið ofarlega á baugi alian þennan tíma. Ótal tillögur hafa komið fram eins og t. d. að leiða vatn úr heitu uppsprettunni frammi á Skútudal o. fl. sem ekki hefir reynst raunhæft, þegar til átti að taka. Það er fyrst fyrir rúmum 2 ár- um, að nokkur skriður kemst á málið. í málefnasamningi þeim, sem A- listamenn (kommúnistar ogjafnað- armenn) gerðu með sér fyrir bæj- arstjórnarkosningarnar 1938, er því heitið að koma upp sundlauginni innan 2 ára, ef þeir fái völd í bænum. Síðan hefir málinu skilað vel áfram og þeim allt af fjölgað sem léð hafa því fylgi sitt í orði og verki. Áður hafði sundlaugar- nefnd aðeins verið skipuð fulltrú- um íþróttafélaganna og formanni skipuðum af bæjarstjórn. í fyrra var þessu breytt, öll félög, sem leggja vildu málinu lið, t. d. verka- lýðsfélögin, iðnaðarmannafélagið o. fl. fengu fulltrúa í nefndinni og bæjarstjórn kaus henni þriggja manna stjórn. Yfirleitt hefir verið þar ágætt samstarf, nema hvað það vakti nokkra óánægju, að Sjálfstæðis- menn neituðu að kjósa fulltrúa í nefndina nú s. 1. vor með þeim forsendum, að þeir vildu ekki taka ábyrgð á þeim framkvæmdum, sem hú væru gerðar í málinu. En allt um þetta er nú sundlaugin byggð og tekin í notkun og má efalaust fyrst og fremst þakka þeim bæjar- stjórnarmeirihluta sem nú er við völd í bænum sem og öllum al- menningi, sem lagt hefir þessum málum öruggt lið. Kostnaður við sundlaugarbygg- inguna mun vera orðinn um 40 þús. kr. og eru þá með talin þau gjafadagsverk og styrkir, sem félög og einstaklingar hafa lagt fram, en það er alldrjúgur skildingur og stend- ur bæjarfél. í þakkarskuld við alla þessa aðila. Og nú er sundlaugin sem sé byggð og tekin til afnota. Hún erað ummáli 10x25 metrar og frá 90—350 cm. á dýpt. Sund- þróin er húðuð ljósgrænni sem- entsblöndu og lögð svörtum flísa- röðum fyrir þrjá í riðli. Hrákarás er byggð inn í þróarveggina, en afrennslisrás hringinn i kring að utan og virðist vel um þetta allt búið. Við norðurenda laugarinnar er »01ympia« »svingbretti«. Laugin er hituð með kælivatni frá raf- stöðinni og hefir verið þetta 20—24°. Enn er margt ófullgert við laug- arsmíðina. T. d. er það ætlunin að bvggja ketilhús til aðhitalaug- ina betur og verður það gert inn- an skamms og á þá aðallega að nota sjó í laugina. Einnig er ákveð- ið að setja upp 2 föst dýfingar- bretti 3 og5 m. há. Meðfram norð- urhlið laugarinnar á að reisa klefa og sólbaðsskýli og ennfremur er gert ráð fyrir að koma þar upp gufubaðstofu. Þegar allt þetta hefir verið framkvæmt og snyrt til i kringum sundþróna, er ekki að efa að þessi sundlaug verður veg- legt mannvirki og verðugt minn- ismerki um framfarahug bæjarbúa og bæjarstjórnar. Almenningur hefir líka sýnt, að hann kann að meta þetta nýja menningartæki. Á tíma þejm, sem liðinn er frá því sundlaugin var opnuð, hafa að meðaltali sótt hana á dag 400 gestir, auk fastra nem- enda, en þeir eru 150 börn og 50 fullorðnir. Alls má þvi segja að um 600 manns hafi að meðaltali sótt laugina á dag. Sýnir þetta í senn, þá þörf, sem hér hefir verið fyrir hendi og þann skilning, sem bæjarbúar hafa á þessu og ætti þetta hvorttveggja að vera glæsilegt fyrirheit um fram- tíð þessarar nýju sundlaugar. Auglýsið í „MJÖLNP' Kvenskór Enn um Skarðs- vegsdeiluna. Siglfirðingarnir, sem reknirvoru úr Skarðsveginum eru meðlimir í verkamannafélaginu »Þrótti« og snéru þeir sér til félagsins með mál sitt. Vinnumiðlunarskrifstofan hafði ráðið alla þessa menn í veg- inn og gert ráð fyrir, að timinn yrði 8—10 vikur. Verkamannafélag- ið leit svo á, að henni bæri að sjá um það, að mennirnir yrðu teknir aftur í vinnuna. Vinnumiðlunarskrifstofunni er kunnugt um, að flestir þessir brott- reknu menn hafa nú þegar í hönd- um vottorð frá verkstjórum, sem þeir hafa unnið hjá, um að þeir séu forsvaranlegir menn. Henni er einnig kunnugt um, að vegamála- stjóri svaraði neitandi fyrirspurn frá bæjarstjóra, um hvort hann vildi gangast inn á, að Siglfirð- ingarnir ynnu í einum flokki og Skagfirðingarnir í öðrum, en dóm- kvaddir menn látnir meta afköstin í haust og Siglufjarðarbær greiddi það, sem afköst Siglfirðinganna kynnu að verða metin minni. Þrátt fyrir þetta, sem þó sýnir Ijóslega hve ósvífin og tilefnislaus fram- koma vegamálastjóra er, virðist þó viiínumiðlunarskrifstofap ætla að þola það bótalaust og ganga fram-

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.