Mjölnir


Mjölnir - 05.09.1939, Blaðsíða 1

Mjölnir - 05.09.1939, Blaðsíða 1
2. árg. 1 Siglufirði, þriðjudaginn 5. sept. 1939. n■■■■..i■«■■■■■■ ■■■■i. Jff. 11 ■■ ni i ............ 20. tbl. Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. Pýzk-rússneski ekki-árásarsáttmálinn. Ekk-árásarsáttmáli milli Sovjet- ríkjanna og Þýzkalands var undir- skriíaður nú fyrir skömmu. Höfuð- atriði þessa samnings voru sem hér segir: 1) Að hvorugt rikið hæfi árás á hitt. 2) Að það hjálp- aði ekki þriðja ríki, sem kynni að ráðast á annan hvorn samnings- aðilanna. 3) Að það tæki ekki þátt í ríkjasambandi, sem beint væri gegn öðrum hvorum samningsað- ilanum. — Aúk þess eru svo á- kvæði um meðferð deilumála, sem upp kynnu að koma — uppsagnar- frest samningsins og önnur atriði, sem ekki snerta pólitískt né hern- aðarlegt gildi hans. Það hefir sjaldan verið þeytt hér upp meira moldviðri út af nokkru öðru plaggi. Fyrst létu Al- þýðublaðið og Morgunblaðið sér sæma að falsa og umsnúa 2. grein samningsins, þannig að ef um árás á þriðja ríki af öðrum hvorum aðila væri að ræða, mætti hinn því enga aðstoð veita. Ekki hefir enn sést leiðrétting á þessarri frásögn í dálk- um fyrgreindra blaða. Síðan hefir öll íslenzka borgara-»pressan < æpt einum rómi. — Hitler og Stalin. Fasimmn og kommúnisminn eitt og hið sama!— Rauðir fánar og hakakross hlið við hlið í Moskva- borg! Sovjet-Rússland ætlar að birgja Hitler að vistum og vopnum i komandi styrjöld! Varnarsáttmáli Frakklands og Sovjetríkjanna úr gildi! Stórkostlegustu svik við lýð- ræðið.« . . . og lítil blöð út álandi með »litlum« rit-stjórum og »litl- um« erindrekum hafa tekið- fullum hálsi undir þennan söng. Það hvarflar að manni svona ó- sjálfrátt, að þjóðstjórnarpostularnir okkar þykist i þessum samningi hafa fundið þann hvalreka, sem beint gæti óánægju fólksins frá óstjórn íslenzkrar »þjóð«-stjórnar og ef unnt væri, skellt allri skuld- inni á »félaga« Stalin. Annars er málaflutningur ogrök- semdaleiðsla þessara herra svo fáránleg, að furðu sætir. Hér er ekki rúm til að elta ólar við ein- stök atriði, aðeins eftirfarandi skal tekið fram: Sovjet-stjórnin hefir hvað eftir annað lýst því yfir og nú síðast á þingi Æðsta-ráðsins s.l. vetur, að hún væri reiðubúin til að gera ekki-árásarsamning við hvaða riki sem væri. Og slíkir samningar hafa þegar verið gerðir milli Sovjetrikjanna og flestra landa- mæraríkja þeirra, þ. á. m. Póllands, Estlands o. fl. o. fl. Engum hefir út af þessu dottið í hug að stað- hæfa, að þar með væru þessi lönd, stefna þeirra og valdhafar eitt og sama og Sovjet-ríkin. Þá hefir það hingað trl tíðkast vrð samninga- gerðir eða opinberar heimsókHjr, að fánar viðkomandi ríkja væru dregnir að hún og ekkiþótt hneyksli — a. m. k. hafa íslenzku borgar- arnir haft unun af að sjá haka- krossinn við öll möguleg og ómögu- leg tækifæri. Ef viðskiptasáttmáli Sovjetríkjanna við Þýzkaland tákn- ar, að þar með sé það birgt að vistum og hernaðarnauðsynjum, ja hvað er þá um viðskiptasáttmála ailra annaira Evrópu-ríkja við Þýzkaland t. d. Norðurlandar.na (Svíþjóð með sinn járnmálm) og íslands? Loks þetta: Það hefir hingáð til ekki þekkzt í milliríkja- málum, að einn ekki-árásarsáttmál- inn hæfi annan úr gildi. — Þaðværu þokkalegir ekki-árásarsáttmálar. Sáttmálar Sovjetrikjanna við önnur lönd eru því i fullu gildi áfram og auðvitað líka varnarsáttmáli þeirra við Frakkland. Þetta harma- kvein borgarablaðanna yfir ekki-. árásarsáttmálanum lætur enn skringilegar í eyrum, þegar þess er minnst, að þessi sömu blöð áttu ekki til eitt einasta hnjóðsyrði um undirlægjusamning Staunings- stjórnarinnar við Hitler eða vináttu- °g tryggðayfirlýsingar Hitlers og Daladiers s.l. vetur og samskonar yfirlýsingar Englands og Þýzkalands um líkt leyti. Mánuðum saman höfðu staðið yfirsamningaumleitanir milli Sovjet- ríkjanna annarsvegar og Englands og Frakklands hinsvegar, um sam- eiginlegan öryggissáttmála fyrir viðhaldi friðarins. Lítið hafði þok- ast áleiðis og loks slitnað alveg upp úrsamningum. Hvorki Cham- berlain né franska íhaldsstjórnin kærðu sig um neitt slíkt banda- lag, sem yrði virkilegur fulltrúi frelsis og lýðræðis gegn fasisman- um. Chamberlain hafði áður sýnt það með afstöðu sinni til frönsku Alþýðufylkingarstjórnarinnar — og framkoma beggja ríkjanna á Spáni og í Munchen tala sama máli og þá ekki siður svik brezku stjórnar- innar í Kínamálunum. Og á meðan á þessum samningum við Sovét- ríkin stóð, hélt brezka stjórnin á- fram að makka við Þjóíverja og Japani og reyna, ef unnt væri, að

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.