Mjölnir


Mjölnir - 05.09.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 05.09.1939, Blaðsíða 2
2 M J O L N I R siga þeim á Sovjetríkin. — Það hefir allt af verið hennar draumur. Það kemst upp um stórlán, er Bretland skyldi veita Þjóðverjum. í hvaða augnamiði? Og loks er Sovjet-ríkin kröfðust þess að fá úr skorið, hvernig sameiginlegum vörnum skyldi haga, ef til árásar kæmi, varð ógreitt um svörin. Bæði Bretar, Frakkar og Pólverj- ar neituðu einum rómi, að rauði herinn fengi að fara yfir pólskt iand, ef Þjóðverjar réðust á Póliand. Hinsv. átti samt að binda meginþorra rauða hersins við vest- urlandamærin, svo að Sovjetrikin gætu síður svarað ágengni Japana í austri. Þegar samningaumleit- anirnar við Breta og Frakka voru þannig komnar út um þúfurgerðu Sovjetríkin ekki-árásarsamning við Þýzkaland. Það er auðsætt af öllu, að sköp- un þess varnarbandalags fyrir friði, er lengi hefir verið á döfinni, strandaði ekki á Sovjet-ríkjunum, heldur fyrst og fremst á yfirstéttar- hroka og þröngsýni þeirra klíkna, sem farið hafa með völd í Bret- landi og Póllandi. Þær klíkur vildu ekkert virkt varnarbandalag og nú hafa þær uppskorið afleiðingarnar af pólitík sinni — styrjöld. Með ekki-árásarsáttmálanum við Þýzkaland hafa Sovjetrikin tryggt sér um stundarsakir frið við vest- úrlandamærin, að svo mildu leyti, sem samningar við Þýzkaland tryggja slíka hluti. — Aðaltrygg- ingin liggur fyrst og fremst í her- styrk Sovjét-ríkjanna sjálfra. Þessi ekki-árásarsáttmáli hefir þegar haft geysiáhrif. Þríhyrn- ingur fasistaríkjanna—Þýzka- land — Ítalía — Japan — er þegar að gliðna í sundur. Japanir eru æfir út í Þjóðverja — og Ítalía tvístígur. Þessi sáttmáli hefir einnig haft stórkostleg áhrif í Kína, sem Chainberláinklíkan var að reyna að svíkja í hendur Japönum. Gengi kínverska dollarsinshefir stórhækk- að og Kínverjar hafið sigursæla sókn á mörgum vígstöðvum. Sam- tímis hafa rússneskar flotadeildir siglt frá Kronstadt austur til Vladi-- vostok. En með Japönum hefir allt þetta skapað glundroða og bölsýni. Mætti vel svo fara, að þessi samn- ingur yrði það, sem riði bagga- muninn fyrir sigur hinnar kin- versku þjóðar á japönsku land- ræningjunum. Með því væri fimmt- ungur alls mannkyns, Ieystur frá stærstu hörmungum og kúgun. Á. M. Borgara- íundurinn. Fyrra sunnudag var hinn fyrirhug- aði borgarafundur um Rauðkumál- ið haldinn. Hófst fundurinn kl. tæplega 4 fyrir fullu húsi og all- margt fólk stóð úti á Aðalgötu og hlýddi á málaflutning ræðumanna gegnum »hátalara«, sem komið hafði verið fyrir á Bíóhúsinu. Þessi fundur var, eins ©g auglýst var, boðaður af bæjarstjérn og hafði hún í sameiningu ákveðið dagskrá fyrir fundinn. Á fundinum skyldu tala fyrir hönd Rauðku-stjórnar- innar þeir Erl. Þorsteinsson, Herter- vig og Gunnar Jóhannsson. Þá var og stjórn ríkisverksmiðjanna boðið á fundinn til að gera grein fyrir afstöðu sinni, að svo miklu leyti, sem hún væri aðili að málinu. Skyldi hún hafa 40 mín. til um- ráða, en þar sem hún er, sera kunnugt er, skipt í málinu, var á- ákveðið að skipta þessum ræðu- tíma jafnt milli meiri- og minni- hlutans. Síðan gætu bæjarfulltrúar og aðrir fundarmenn fengið orðið eftir vild. Það kom brátt í Ijós á fundinum, að þeir Þormóður og kumpánar hans höfðu ekki hug til að standa þarna fyrir máli sínu, heldur vakti það eitt fyrir þeim að reyna að hleypa upp fundinum og sleppa við að þurfa að gera grein fyrir afstöðu sinni. Munu þeir hafa vitað sem var, að þeir áttu þarna fáa fylgismenn. Óðar er Erlendur Þor- steinsson hafði lokið framsöguræðu sinni í málinu, ruddist Þormöður upp að ræðumannaborðinu titrandi af æsingi og óðamála — og krafð- ist' fyrir sína hönd, Sveins og Þor- steins að fá að tala strax — og fá jafn langan ræðutíma og allir aðrir ræðumenn til samans. Var honum bent á, að fyrir lægi ákveðin dagskrá, þar sem ríkis- verksmiðjustjórninni væri ætlaður viss tími til að gera grein fyrir afstöðu sinni, að svo miklu leyti sem hÚH væri aðili að málinu — hún væri þar vitanlega engin* höfuðaðili. — Þá væri Þormöði sem bæjarfulltrúa heimill ákveðinn ræðutími og loks væri svo orðið frjálst. En þeir Þormóður og Sveinn vildu ekki hlíta þessum rökum og var þá borið undir fundinn, hvort leyfa skyldi afbrigðifrádagskrá eftir kröfum þeirra Þormóðs. Var það fellt með öllum atkvæðum gegn einu, og var ábyrgðarmaður Ein- herja sá eini, er greiddi atkvæði með Þormóði og Co. Að lokinni þessari atkvæðagreiðslu gekk meiri- hluti ríkisverksmiðjustjórnarinnar út af fundi við lítinn orðstír. Þormóð- ur og Sveinn hafa sagt svo frá í athugasemd til útvarpsins, að er þeir gengu af fundi, hafi mikill fjöldi fundarmanna farið út með þeim. Athugasemd þessi er bæði um þetta atriði og fleiri svo hlá- leg, sem verið getur. Allur Siglu- fjörður veit, að þeir menn, sem gengu út, eftir að þeir Þormóður og Sveinn voru flúnir af hólmin- um, fóru fyrst og fremst vegna þess, að þeim þótti, sem með flótta Þormóðs og Sveins væru sökudólgarnir sloppnir. — Margir höfðu, sem von var, hlakkað til þess að heyra verðskuldaðar ávitur á þá kumpána. Er Þormóður og Co. voru farnir, hélt fundurinn áfram og fór ágæt- lega fram. Til máls tóku auk þeirra, er áður er getið, Aage Schiöth, Jón Gíslason, Þóroddur Guðmunds- son, Hjálmar Kristjánsson og Finn- ur Jónsson, sem túlkaði afstöðu minnihluta ríkisverksmiðjustjórnar. Þá flutti Erlendur Sigmundsson snjallt erindi fyrir hönd verka- manna í Rauðku. Hafði Pétur Brekkan samiðerindið ogvargerð- ur að því hinn bezti rómur. Yfir- leitt voru ræðumenn á einu máli um það, að aðalsakaraðilinn í þessu máli væri ríkisstjórnin og sú stefna er hún fylgdi. Lýstu allir einhuga fylgi við endurbyggingu Rauðku og því að skiljast ekki við þessi mál, fyrr en sigur væri fenginn. Samþykkti fundurinn með öllum atkvæðum ályktun þess efnis, að skora á ríkisstjórnina að taka Rauðkumálið fyrir að nýju og veita leyfi fyrir að endurbyggja Rauðku sem 5000 mála verksmiðju. Jafn- framt var skorað Útvegsbankann að standa við áður gefin loforð

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.