Mjölnir


Mjölnir - 05.09.1939, Blaðsíða 3

Mjölnir - 05.09.1939, Blaðsíða 3
'■ ■» j.*g? iff,1 M J O L N I R 3 Trúnaðarmenri verklýðsfélaga. Gamalt máltæki segir: »Fátt er svo með öllu illt, að ekki fylgi nokkuð gott«. Mörgum verkalýðs- sinnum mun verða þetta efst í huga, við að athuga hina svo- nefndu Vinnulöggjöf. Því svo mik- ið réttindarán og frelsisskerðing, sem hún er fyrir verkalýðshreyf- inguna, þá eru þar þó nokkur at- riði, sem eru til hins betra, þ. á. m. eru ákvæðin um trúnaðarmenn verkalýðsfélaga á vinnustöðvum. í lögunum er svo ákveðið, að á hverri vinnustöð, þar sem a. m. k. 5 menn vinna, ha.fi stjórn stéttar- félags þess, sem á staðnum er í viðkomandi starfsgrein, rétt til að tilnefna 2 menn til trúnaðarmanns- starfa úr hópi þeirra, sem á staðn- um vinna. Og er þá atvinnurek- anda skylt að samþykkja annan þeirra, sem trúnaðarmann félags- ins á vinnustöðinni. Þessi trúnaðarmaður hefir tölu- vert víðtækt vald og ber verka- mönnum að snúa sér til háns með umkvartanir út af verkstj. og at- vinnurekanda. Trúnaðarmaður á þá að rannsaka strax, hvort umkvart- anir eru á rökum byggðar og ef svo er, að snúa sér til atvinnurek- anda og krefjast lagfæringar. Enn- fremur skal trúnaðarmaðúr gefa félagi sinu skýrslu um málið svo fljótt, sem við verður komið. Um leið og trúnaðarmaður er fulltrúi félags síns á vinnustöðinni, á hann að sjá um, að haldnir séu gerðir sainningar, og að. ekki sé á neinn hátt gengið á félagslegan eða um ábyrgð á erlenda láninu til Rauðku. Síðan var borin fram til- laga, þar sem skorað var á Þor- móð að leggja niður umboð sitt í bæjarstjórninni. Var tillaga þessi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn einu. Yfirleitt má segja, að fundurinn hafi sýnt einingu Siglfirðinga og festu og spáir það góðu um úrslit Rauðkumálsins, þó að þunglega horfi um stund. borgaralegan rétt verkamanna Þar sem verkalýðsfélög hafa starfs- mann, á að vera gott samstarf milli hans «g trúnaðarmanns á hverri vinnustöð, enda falla störf þeirra saman um margt. Það segir sig sjálft, að ræki trúnaðarmaður starf sitt samvisku- samlega, má búast við, að atvinnu- rekandi hefni sín á honum og er í lögunum sleginn varnagli við slíku í 11. grein, en hún hljóðar svo orðrétt: 11. gr. Atvinnurekendum og umboðsmönnum þeirra óheimilt að segja trúnaðarmönn- um upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðarmanna, eða láta þá á nokkurn annan hátt gjalda þess, að stéttarfélag hefir falið þeim að gegna trúnaðar- mannsstörfum fyrir sig. Nú þarf at- vinnurekandi að fækka við sig verka- mönnum og skal þá trúnaðarmaður að öðru jöfnu sitja fýrir um að halda vinn- unni. Ef trúnaðarmaður vanrækir störf sín að dómi félags þess, sem hefir útnefnt hann, er félagsstjórn heim- ilt að svifta hann umboði og til- nefna mann í hans stað. Verkalýðsfélögin hér munu hafa skipað trúnaðarmenn á flestar vinnustöðvar, en þar sem lög þessi eru nýlega komin til framkvæmda taldi eg rétt að skrifa greinarstúf þennan, ef það mætti verða til að skýra til hvers trúnaðarmenn eru skipaðir og hverjar skyldur og réttindi þeir hafa. O. S. Þormóður hótar ofbeldisverkum. # Þormóður Eyjólfsson hefur stefnt ábyrgðarmanni Mjölnis og krafizt, að blaðið taki aftur þau ummæli sín, að Þormóður væri landráða- maður við Siglufjarðarkaupstað og að hann væri smánarblettur á bænum. Þessu var auðvitað neitað, þvi öll framkoma Þormóðs undanfarið í garð Siglufjarðar hefir verið svo fjandsamleg, sem mest má vera og fullkomin landráð við bæjar- félagið. Þormóður þorirækki að verja sig fyrir dómi almennings og óskar heldur að fá dóm Guð- mundar bæjarfógeta um málið og er það eins og málefni standa til. Á sáttanefndarfundi lýsti Þor- móður því yfir, að völdin skyldu verða tekin af núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta án kosninga. Það væri þegar ákveðið. Ennfremur sagði Þormóður, að það væri ákveðið að senda fjöl- menna ríkislögreglu til Siglufjarðar. Ekki er vitað hvort Þormóður lýgur þessu upp eða að þjóðstjórn- armeírihlutinn hefir lofað honum að beita Siglfirðinga ofbeldisráð- stöfunum. Frásögn Jónasar Jónssonar af borgarafundinum um Rauðkumálið. Jónas Jónsson skrifar í Tímann 31. ág. s.I. langa rollu um borg- borgarafundinn hér. Skulu hér að- eins birtar örfáar glefsur úr þess- arri langloku, en þær gefa þó nokkra - hugmynd um meðferð þessa heiðursmanns á sannleikanum: *. • • • En þegarþeirÞorinóðurEyólfs- son, Þorsteinn M. Jónsson' og Sveinn Beuediktsson gengu út, eggjaði Áki Jakobsson samherja sína opinberlega til að beita stólfótaaðgerðum ográðast með ofbeldi á þessa »heiðursgesti« fundarins«.. . . . »Fundarboðendur byrjuðu sam- komu sína með því að gera sitt ýtrasta til að hindra, að sjómenn og útgerðar- menn gætu komizt inn i fundarhúsið...« Þannig segist Timanum frá. Ef allt er þar jafnsatt og þetta, þá er blaðið uppbyggilegt(!!) Fundarmaður. Kaupið og lesið „Pjóðviljann“.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.