Mjölnir


Mjölnir - 05.09.1939, Blaðsíða 4

Mjölnir - 05.09.1939, Blaðsíða 4
4 M J O L N I R MOLAR. Mjölnir skýrði frá því fyrir skömmu, að ríkisverksmiðjurnar hefðu tekið sig til og farið að gína yfir vinnslu þeirri á hausum og síldarúrgangi, sem Grána hefir haft undanfarið. En ekki virðist græðg- in hafa gefið hér þann ágóða, er til var ætlazt, því að ríkisverk- smiðjurnar kunnu, þegar til átti aé taka, ekki með þessa vinnslu að fara og ganga sögur um, að þær hafi þegar eyðilagt mjöl fyrir 20—30 þús. kr. Það þykir nú auðsætt, að ríkis- stjórnin hafi með framkomu sinni girt fyrir það, að nokkur aukning verði á síldarverksmiðjum fyrir næsta ár og er þá tilgangi hennar að sjálfsögðu náð. Hafa Síldar- verksmiðjur ríkisins varið tugum þúsunda króna til mannasendinga til að eyðileggja endurbyggingu Rauðku — með þessum árangri, að engin aukning verður fram- kvæmd á síldarverksmiðjum fyrir næstu vertíð og ef. til vill ekki um ófyrirsjáanlegan tíma. Hversu óverj- andi þessi framkoma er, má m. a. draga af því, að í smá veiðihrotu nú alveg nýlega, varð svo fullt á Raufarhöfn, að hlaða varð upp með þrónum og rann Iýsið í stríðuin straumum í sjóinn. Hér í SR á Siglufirði hafðist ekki við að taka á móti og biðu 20—30 skip eftir afgreiðslu. Ríkisstjþrnin sér ekki fært að veita Rauðku leyfið, en hún hefir efni á að kasta verð- mætum þannig í sjóinn. Nýlega birtist grein í Neistaum þýzk-rússnesku samningana. Segir höfundurinn, Jón erindreki(?), að allir þingmenn franska Kommún- istaflokksins, að 4 undanskildum, hafi talið þennan samning éverj- andi. — Jæja, svo er nú það. ís- lenzka útvarpið hefir nú ekki þótt merkilegt, en það sagði, að þeir hefðu allir varið samninginn. Mun Jóni erindreka óhætt að súpa pækil af öllum sildartunnum Siglufjarðar upp á það, að síður verður honum trúað en íslenzka útvarpinu, þóað lélegt sé. ,_____ Það hefir borið *okkuð á því eftir að stríðshættan jókst og- þó sérstaklega eftir að styrjöldin skall á, að fólk hafi þyrpzt í búðirnar og ýmsir reynt til að rífa út sem mest út af vörum til að birgjasig upp. Slíkt framferði er með öllu ó- verjandi á slíkum timum, sem nú eru og brot á þeim reglum, sem um þetta hafa verið settar. Það er líka ósennilegt, að með slíku sé siglt fyrir dýrtiðina, því að vöruverð hækkar sennilega ekki hvort sem er á næstu mánuðum, þar sem bæði England og Norð- urlöndin hafa sett hjá sér hámarks- verð á vörur. Þessar aðfarir yrðu því aðeins til að skapa almennan ótta og æsing og gera ástandið mun verra, auk þess sem slík fram- koma ber vott um fyrirlitlega sér- gæzku og tillitsleysi til annarra. Það hefir heyrzt, að einstaka efn- aðir menn hafi þegar ekið heim til sín stórum birgðum. — Slíkt athæfi er algjörlega forkastanlegt. Um þessa hluti verður eitt yfir alla að ganga og fólk að vera ró- legt, enda verður þessum málum bezt borgið á þann hátt. Þegar Jón Gunnarsson lét í haf til að komastyfir lánstilboð Rauðku þar ytra, gerðist Sveinn Ben. ærið umsvifamikill í stjórn ríkisverk- smiðjanna. Ráðskaði hann nú í öllu einn og hugsaði sér að vera framkvæmdarstjóri í fjarvistum Jóns. En ekki reyndist hin nýja vinátta Þormóðs með öllu græzkulaus. Kallaði hann saman stjórnarfund og lét Þorstein M. bera fram til- lögu um, að Magnús Blöndal skyldi vera framkvæmdarstjóri, meðan Jón væri í burtu. Var tillaga þessi sam- þykkt gegn atkvæði Sveins. Er sagt, að Sveini hafi orðið svo mikið um, að hann hafi misst matar- lystina þann daginn. Til allra félagsmanna. Sósíalistafélag Siglufjarðar vill beina þeirri áskorun til félags- manna að greiða gjöld sín hið allra fyrsta. — Innheimta félags- gjalda hefst fyrir alvöru næstu daga og er þess vænzt, að félags- menn létti undir með starfsmanni félagsins og jjkomi sem flestir á skrifstofuna og greiði þar gjöld sín. Um næstu helgi verður haldin Leiðrétting. Út af ummælum Þorsteins M. Jónssonar í siðasta tölublaði Ein- herja sendi ég yður hér með staðfestan útdrátt úr reikningum Síldarverksmiðju Siglufjarðarkaup- staðar Rauðku, og bið yður að birta í næsta blaði yðar. Virðingarfyllst. Siglufirði, 5. sept. 1939 Snorri Stefánsson (sign). verksmiðjustjóri. ÚTDRÁTTUR úr reikningum Síldarverksmiðju Siglufjarðarkaupstaðar »Rauðku« fyrír áríð 1938 dags. 20. jan.1959. I. Nettóhagnaður kr. 11.476.51 II. Gjöld: 1. Greitt fyrir hráefni 45.111.11 mál 2. Greitt fyrir viðhald kr. 14.621.51 17. Vörugj. af útfl. vör- um til hafnarsjóðs — 2.628.75 18. Vatnsskattur til bæjarsjóðs — 1.177.60 19. Greidd leiga til Siglufjarðarkaupst. — 25.032.77 20. Útsvar til bæjarsjóðs 1.957.25 Réttan tölulegan útdrátt úr reikn- ingum Síldarverksmiðju Siglufjarð- arkaupstaðar »RAUÐKA* fyrirárið 1938, dags. Siglufirði 20. jan. 1939, með endurskoðunaráritun O. G. Baldvinsson og K. Dúason, mér sýndum í dag staðfestist hérmeð. Skrifstofu Siglufjarðarkaupstaðar 5/9 1939 Hjörl. Magnússon (sign.) settur. (Stimpill) Gjald: Staðf. kr. 1.40 Stgj. - 0.65 2.05 Tvær krónur 5/100. hlutavelta fyrir styrktarsjóð sjó- manna og verkamanna. Sksrar Sósíalistafélagið á alla félaga sína að styðja þessa hlutaveltu.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.