Mjölnir


Mjölnir - 07.10.1939, Page 1

Mjölnir - 07.10.1939, Page 1
Útgefandi: SÓSÍALISTAFÉLAG SIGLUF3ARÐAR. 2. árg. a Siglufirði, laugardaginn 7. okt. 1939. s 22. tbl. Skipulagsmál verkalýdsfélag anna og dýrtíðin. Hcfðu íslenzku verkalýðsfélögin verið sameinuð í einu verkalýðs- sambandi með duglega stjórn, hefði Alþingi aldrei þorað að sam- þykkja hina ranglátu vinnulöggjöf og hin ennþá smánarlegri lög um gengislækkun og bann við kaup- hækkunum. Nú fara mjög alvar- Iegir tímár í hönd, allar nauð- synjavörur stórhækka í verði og tvímælalaust munu atvinnurekend- ur krefjast þess, að kaup standi í stað. Það er því full ástæða til fyrir verkalýðsfélögin að hefjast handa um að koma skipulagsrnálum sín- um í það horf, að hægt sé að sameina krafta félaganna til að verja rétt þeirra og hagsmunamál meðlima þeírra. Hér á landi hafa verið uppi tvær stefnur í skipu- lagsmálum verkalýðsfélaganna. Önnur stefnan hefir haldið því fram, að verkalýðsfélögin ættu að vera sameinuð í einu verkalýðs- sambandi, óháðu stjórmálaflokkum, og allir ættu að hafa jafnan rétt í samb.félögunum og sambandinu. Hin stefnan hefur barizt fyrir því, að verkalýðsfélögin væru sameinuð i Alþýðuflokknum og engir hefðu full félagsréttindi nema alþýðu- flokksmenn. í reyndinni verðurþetta þannig, að Alþýðuflokksmennirnir verða nokkurskonar aðalstétt í félögunum með þeim sérréttindum, að engir nema þeir séu kjörgengir ásambandsþing verkalýðsfélaganna ÞesSi stefna er nú dauðadæmd, endavarhúnorðinæði hláleg í sum- um verkalýðsfélögum og skulu hér nefnd nokkur dæmi: í verkamanna- félaginu hérna eru um 6C0 manns, af þeim eru sennilega mílli 30-40 með fullum réttindum. Á Hólma- vík er 160 manna'félag, í því er einn Alþýðuflokksmaður, svo að það gæíi ekki sent nema einn fulltrúa á sambandsþing. í Hrísey er um 100 manna félag, þar er enginn Al- þýðuflokksmaður til í félaginu, svo að það sé í alla staði löglegur meðlimur Alþýðusambandsins, má það engan fulltrúa senda á sam- bandsþing. Ekki verða nefnd hér -fleiri dæmi, en mörg önnur eru ennþá til af svipuðu tagi. Um þessa stefnu er nú svo komið, að enginn nema lítil klíka kringum Stefán Jóh. fylgir henni fram. Hin-ir frjálslyndari menn Alþýðuflokksins hafa þegar tekið afstöðu gegn henni, en engar líkur eru til sam- komulags við Stefáns Jóhanns klik- una, svo að eina færa leiðin fyrir verkalýðsfélögin er að segja skilið að fullu og öllu við þessa klíku og stofna verkalýðssamband með fullu jafnrétti allra meðlima. Hinn 11. nóvember í haust verður sett stofnþing þessa sambands í Reykja- vík. Nú þegar hafa ýms þýðingar mestu verkalýðsfélög landsins lýst yfir þátttöku sinni og eflaust verða mörg félög með, sem ekki eru enn búin að taka ákvörðun og mun þar líka ráða ótti við hið stóra lán, sem Alþýðufl. tók í sumar í Svíþjóð til að greiða skuldir flokks- ins. Þetta lán, sem varað upphæð 250 þúsund krónur, var tekið í nafni Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins, svo að allir geta ljós- lega séð hverjum er ætlað að borga það, sem sé verkalýðsfélögunum. Þetta stofnþing verkalýðssam- bandsins verður prófsteinn á þroska íslenzkrar alþýðu, standist hún ekki prófið og mörg verkafýðsfélög verði hikandi og sundrung og samtakaleysi verði ofan á, mun íslenzk alþýða verða að gera sér að góðu rýrð kjör og ef til vill mjög tilfinnanlega vöntun á lífsnauð- synjum sínum á næsta ári. Ef aftur á móti alþýðan stenzt prófið og hún ber gæfu til að skipuleggja samtök sín með jafnrétti og fylkir sér um samband sitt, verður hún áreiðanlega fær um að hrinda árásum andstæðinga sinna og oki því, sem dýrtíðin nú er að. leggja á herðar henni. Þ. G. • • Orlagaríkur dómur. Fyrir nokkru hefir Félagsdómur dæmt í máli því, er reis útaf eftir- leik Hafnarfjarðardeilunnar s. 1. vetur. Málsefni voru sem hér segir. Eftir að Hafnarfjarðardeilunni var lokið með sigri Hlífar, gengu allir verkamennirnir úr klofningsfélagi hafnfirzku Skjaldborgarinnar yfir í Hlíf og gerði Hlíf um það sam- þykkt á fundi, að meðlimum hennar væri óheimilt að vera einnig með- limir í Verkalýðsfélagi Hafnarfjarðar. Það fór þó svo, að samþykkt þessari var ekki skeytt og voru allmargir af meðlimum VerkalýðsfélagsHafn- arfjarðar áfram í félaginu, jafnframt því sem þeir voru í Hlíf. Hlíf gekk eftir rétti sínum og vísaði til sam-

x

Mjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.