Mjölnir


Mjölnir - 27.11.1939, Blaðsíða 1

Mjölnir - 27.11.1939, Blaðsíða 1
Þjóðir, sem telja meira en helm- ing allra íbúa járðarinnar eru í styrjöid. Orsakir þessarrar styrjaldar eru þær sömu og orsakir heims- styrjaldarinnar 1914—1918 — auð- valdsþjóðskipulagið sjálft, meðöll- um sinum óbrúanlegu mótsetn- ingum. England og Frakkland voru sig- urvegarar eftir heimsstyrjöldina, en Þýzkaland hinn sigraði, sem varð að sætta sig við aumýkjandi afarkosti. En þannig höfðu flestar styrjaldar endað áður með sigur- vegara og öðrum, sem var sigr- aður. Það var ékkert nýtf, en það var annað sem var nýtt og áður óþekkt fyrirbrigði við enda- lok styrjalda. Það reis upp fjöl- mennt og víðient riki með nýju þjóðskipulagi, sósíalistiskt riki. Þetta' ríki ágirntist ekki nýlendur og skipti sér litið af öðrum rikj- um, en þrátt fyrir ■ það voru öll önnur ríki svarnir óvinir þess. Sig- urvegarnir og hinir sigruðu voru, þrátt fyrir innbyrðis mótsetningar og hatur, hjartanlega sammála um andstöðuna gegn rikinu með hið nýja skipulag. Heiminum vareftir heímsstyrjöldina ekki fyrst og fremst skipt upp í sigurvegara og hina sigruðu, heldur auðvaldsríki og sósíalistisk ríki. Og flestir heimspólitískir viðburðir síðan hafa að miklu leyti markast af þeirri staðreynd. Afturhald allra landa hefur haft leynilega' og opinbera samvinnu um að ráða niðurlögum Sovjet-Rússlands og með það fyrir augum leyfðu enska og franska afturhaldið Þýzkalandi að hervæð- ast þegar nazistastjórnin var tekin þar við völdum. Með það fyrir augum lánuðu þeir Þýzkalandi æfintýralegar fjárupphæðir til að búa sig undir styrjöld og leyfðu því að leggja undir sig Austurríki og Tjekko-Slóvakíu og þessvegna skipulagði enska og franska aftur- haldið sigur fasismans á Spáni og af sömu ástæðum fögnuðu þeir stofnun hins svokallaða »And- kommúnistabanda!ags« fasistaríkj- anna. Á miðju s.l. sumri var svo kom- ið að hið alþjóðlega afturhald taldi að stundin væri að renna upp til að ráðast á Sovjet-Rúss- land, enda var enska og franska afturhaldinu ekki farið að lítast á nýlendukröfur Þjóðverja. Almenn- ingur i Englandi og Frakklandi, sem vildi ekki strið, hafði knúið stjórnir þessara ríkja til samkomu- lagsumleitana við Sovjetríkin gegn yfirgangi fasistaríkjanna, en eftir á kemur það í Ijós að þessar ríkis- stjórnir gerðu ekki annað en spilla öllum möguleikum fyrir slíkri sam- vinnu gegn fasismanum, hélda á- fram að styrkja Þýzkaland og undirbúa árás þess á Rússland gegnum Baltisku löndin (Eistland, Lettland, Litháen). En bæði var það, að Þjóðverjar gerðu ýmsar landakröfur til austurs og suð- austurs í Evrópu, sem England og Frakkland ekki vildu fallast á og einnig hitt að Þjóðverjar beinlínis óttuðust að árás þeirra á Sov'jet- ríkin endaði með ósigri, þráttfyrir hjálp Englands og Frakklands. Þess vegna voru þýzku nazistarnir mjög hikandi hvað gera skyldi og það var þetta ástand, sem hinir slyngu stjórnmálamenn Sovjet- ríkjanna notuðu sér þegar þeir sáu hinn raunverulega tilgang ensku og frönsku ríkisstjórnanna. Griðasáttmálinn við Þýzkaland er gerður og þar meðsnýstvopnið í hendi enska og franska aftur- haldsins. Þjóðverjar halda á- fram ofbeldisverkunum og ráðast inn í Pólland, sem strax hrynur í rústir, en rauði herinn fer inn í landið að austan og ‘ stöðvar frekari framrás af hendi Þjóðverja og tekur undir sína vernd um helming landsins með 13 til 14 miljónum íbúa, sem eru þar með frelsaðir frá villimennsku pólsks og þýzk fasisma og byggja nú upp í landi sinu sósíalistiskt ríki. En það var ekki þetta, sem enska og franska afturhaldið vildi og nú sagði það Þýzkalandi stríð á hendur og það í þeim tilgangi að vernda sjálfstæði og rétt smá- þjóða!!! Hvílík hræsni og lýgi. Þeir, sem hjálpuðu til að fórna lýðræðisríkjum Austurríkis, Tékko- Slóvakíu' og Spánar þykjast nú ætla að berjast fyrir frelsi smá- þjóða og þá er hið fasistiska Pól- land átyllan sem valin er. Að vísu er reginn munur á Sósíalista- félagið heldur fund kl. 84 miðvikud. 29. nóv. í Alþýðuhúsinu. D A G S K R Á : 1. Félagsmál 2. Stjórnmálaviðhorfið (fram- sögum. O. Jörgensen). 3. Skýrsla af flokksstjórnar- fundi: J. J. og Þ. G. 4. Upplestur: Á. B. M. Mætið stundvíslega félagar. STJÓRNIN.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.