Mjölnir


Mjölnir - 27.11.1939, Blaðsíða 2

Mjölnir - 27.11.1939, Blaðsíða 2
2 M J O L N I R stjórnarfariEnglands og Þýzkalands óg lífskjörum almennings í fas- istaríkjunum og lýðræðisrikjunum, en hvortveggja eru þó auðvaldsríki þó stjórnarfarið sé mismunandi. Þegar Þýzkaland »svíkst« undan því, sém til var ætlast, að ráðast á Rússland, þá er hættulegt að hafa það eins vel vopnað og það er. Þá gæti farið svo að það reynd að hrifsa til sín eitthvað af því sem ensk'a og franska afturhaldið telur sig eiga. Og auðvitað reynir Þýzkaland þetta. Það berst fyrir nýlendum, auði og völdum, en málstaður Englands og Frakklandi er sá sami. Þeir berjast fyrir að vernda nýlendur sínar og vald. England undirokar og kúgar ný- Iendur með um 480 miljónumibúa og nýlendur Frakklands hafa um 70 miljónir íbúa. Þetta stríð er ekki stríð fyrir frelsi og sjálfstæði smáríkja eða stríð gegn fasisma og ofbeldi, heldur imperialistisk styrjöld auðvaldsríkjanna um auð- lindir og völd. Þeir sem aldrei geta grætt á þessari styrjöld eruverka- mennirnir og alþýðan. Þessvegna á alþýðan að berjast gegn styrj- öldum í sínu landi, steypa auð- valdsstjórnunum af stóli og stofna sósíalistisk riki. Enska og franska afturhaldið reynir að telja alþýðunni í Iöndum sinum trú um að þeir séu að berj- ast f-yrir göfugum hugsjónum í þessu stríði og á meðan reyna þeir i laumi að koma á einhverj- um sáttum við Hitler og samning- um um sameiginlega árás á Sovjet- ríkin. Alþýðan hlýtur að taka afstöðu gegn þessu stríði og öllum blekk- ingum um það, þvi hörmungar stríðsins skella verst á baki hennar. Það raskar þó ekki þeirri stað- reynd, að það gæti orðið stór- hættulegt ef Þýzualand ynni stríðið og því í öllum tilfellum æskilegt, að stríðið endaði með ósigri þýzku nazistastjórnarinnar. í þessu efni reynir að sjálfsögðu mest á alþýð- una, að hún beri gæfu til að skilja að hennar versti óvinur er hennar eigin ríkisstjórn. Takmarkið, sem alþýða allra landa verður að keppa að er, að uppræta orsakir styrjaldanna, sjálft auðvaldsskipulagið. Þá fyrst, þeg- ar hið sanna lýðræði, sósíalisminn er kominn á, verða engar styrjaldir. Þ. G. Alþýðu- skólinn. Eins og kunnugt er hefir verka- mannafélagið »Þróttur« gengizt fyrir því, að haldið yrði hér uppi alþýðuskóla 3—4 mánuði í vetur. Hefir bæjarstjórn einnig lof- að fé til styrktar þessu fyrirtæki. Það er til* þess ætlazt, að kennslu í þessum skóla verði hagað þannig, að hún hafi sem hagnýtast gildi fyrir verkamenn yngri sem eldri — og geti veitt þeim nauðsynlega undirstöðu-þekkingu. Það er vitað mál, að yngri verkamenn hafa margir hverjir hvorki efni né á- stæðu til að stunda hér aðra fram- haldsskóla eins og t. d. gagn- fræðaskóla — og fullorðnir verka- menn hafa enn síður löngun eða ástæðu til slíkra hluta. Þessarri tilraun með verkamannaskóla er ætlað að koma hér í skarðið og gefa þessum mönnum hagnýta al- menna þekkingu í þeim greinum, sem kenndar verða — og verða þeim uppörvun til að leita sér frekari fræðslu. Gert er ráð fyrir, að skólinn verði á þeim tíma árs sem hentugastur sé verkamönnum með tilliti til vinnu — ogjafnframt það, að kennslan verði aðeins 4 daga í viku, 2—3 klst. á kvöldi, þannig að alþýðumenn eigi sem hægast með að sækja kennsluna og hún komi ekkí í bág við þau störf, er þeir þurfa að sinna heima eða út á við. Kenndar verða eftirfarandi náms- greinar: íslenzka, reikningur, bók- færsla, saga, landafræði, félags- ræði og danska. Auk þess geta nemendur skólans fengið tilsögn í öðrum erlendum málurn sér að kostnaðarlausu, ef þeir æskja þess. Við kennslu þessarra áðurnefndu námsgreina verður fyrst og fremst lögð áherzla á þau atriðin, sem hagnýtust eru og menn þurfa helzt á að halda í daglegu lífi eins og t. d. réttritun móðurmálsins, nauð- synlegri þekkingu í reikningi og bókfærslu o. s. Ef til vill verður líka eitthvað Iesið og rætt um ís- lenzkar bókmenntir frá öndverðu til okkar daga. Kennslan í öðrum námsgreinum, eins og landafræði, sögu og félagsfræði fer að mestu fram í fyrirlestrum, þóverðurstuðzt hér við bækur eftir því, sem föng er á. í landafræðinni verður t. d. lögð til grundvallar bók Horrabins Lönd og ríki og reynt að gefa sem gleggsta hugmynd um náttúruskil- yrði Iandanna, auðlindir og fram- leiðslu o. s. frv. Kennarar við skólann verða Ásgeir Blöndal, sem jafnframt er skólastjóri. Áki Jakobsson, Sæ- mundur Dúason og Már Einarsson. Skólinn var settur föstud. 24. nóv. og hefst kennsla í dag (mánu- dag) kl. 5 e. h. Allmargir nemendur hafa þegar sótt um skólann og er það áskorun skólanefndar, að verkafólk noti sér þessi hagkvæmu skilyrði til auk- innar fræðslu og taki sem flest þátt í skólanum. Þriðjud. 28. nóv. kl. 8.40- Eg skrökvaði .. Afbragðsgóð frönsk mynd með Danielle Darrieux í aðalhlutverkinu. Tilkynning. Vegna verðhækk- unar.vá bensíni og varahlutum til bíla, hækkar kauptaxti bíla um eina kr. á klst. og helst sú hækkun þar til öðruvísi verður á- kveðið. Siglufirði 19. nóv. 1939 Stjórn Bílstjöradeildar Þróttar. Stjórn verkam.fél. »Þróttur«.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.