Mjölnir


Mjölnir - 27.11.1939, Blaðsíða 3

Mjölnir - 27.11.1939, Blaðsíða 3
Landssamband ísíenzkra stéttarféla^a Þann 11. þ. m. komu saman í Reykjavík fulltrúar frá 22 verka- lýðsfélögum til að stofna lands- samband verkalýðs- og iðnfélaga, óháð pólitískum flokkum, með fullu jafnrétti allra meðlima. Þessi 22 félög hafa samtals yfir 5000 meðlimi og eru einna sterkustu verkalýðsfélög Iandsins, eins og t. d. Dagsbrún, Þróttur, Hlíf o. fl. Til samanburðar má geta þess, að í Alþýðusambandinu eru 60—70 verkalýðsfélög með 6 til 7 þús. meðlimi.og eru þar með talin ýms félög, sem engu starfi halda uppi og eru raunverulega dauð, einnig eru þar með talin félög, sem eru i algerðri andstöðu við sambandið og hafa með samþykkíum lýst því yfir. Þeir, sem ekki eru blindir af pólitísku ofstæki, hljóta að viður- kenna réttmæti þess, að verkalýðs- félögin sprengi af sér þrældóms- fjötur þann, sem Alþýðusamband- ið hefir á þau lagt. Og allir verka- lýðssinnar hljóta að óska þess, að þetta nýja landssamband verði sterkt og voldugt tæki i lífsbaráttu hinnar íslenzku alþýðu, sem beri gæfu til að iorðast hið pólitíska forað, sem Alþýðusambandið hleypti verkalýðsfélögunum í. Það má sannarlega ekki seinna vera, að íslenzkur verkalýður fari að koma skipulagsmálum sínum í skynsamlegt horf, því að undan- förnu er það fyrst og fremstskipu- lagsleysi verkalýðsins að kenna, að hver þrælalögin eftir önnur og og hver árásin annari verri hefir mótspyrnulaust verið yfir hann dembt. Ríkissfjórnin er einna stærsti atvinnurekandi á íslandi og um leið einhver sá illvígasti. Alþingi hefir samþykkt vinnulöggjöf, sem traðkar á lýðræðinu í verkalýðs- félögunum og skerðir mjög mikið rétt þeirra. Alþingi hefir samþykkt lög, sem banna kauphækkanir og það var gert um Ieið og verðgildi peninga var lækkað, og nú hefir verðlag á öllum nauðsynjavörum stórhækkað, en ekki eru kaup- hækkunarbannslögin afnumin. En í rikisstjórninni situr hinn svokall- aði formaður Alþýðnsambandsins og hefir með velþóknun lagt bless- un sína yfir allt saman, en það hefir hann þó fengið fram, að hinn fámenni fylgjendahópur hans í Reykjavík hefir fengið marga bitl- inga og suma feita, en sulturinn er eins og vofa við dyr verkalýðs- ins. Þessa vofu verður verkalýður- inn nú að kveða niður. Fyrsta sporið í rétta átt er stigið, lands- samband félaganna, með fullu jafnrétti, er stofnað, þar með er undirstaðan komin og nú er að halda áfram að safna saman og byggja upp. Saman safnaður í eina fylkingu mun íslenzkur verkalýður megna að kveða niður alla þjóð- stjórnardrauga hungurs og ofbeld- is, sundraður mun hann falla nið- i'i' í áður óþekkta eymd og þræla- fjotra, sem ef til vill tekur áratuga baráttu að losna úr. O. S. Menningarleg og fé- lagsleg uppbygging So^jetríkjanna. Á timabili annarrar 5-ára áætl- unarinnar hefir nemendum í barna- og gagnfræðaskólum SR fjölgað úr 21,3 miij. upp í 29,4 milj. og á árinu 1938—’39 hækkaði þessi tala upp í 31,5 milj. Á árunum 1933— 1938 voru byggðir í borgum Sov- jetrikjanna 4252 nýir skólar og úti í sveitunum voru reist 16.353 skólahús. 15. sept. 1938 voru í Sovjetríkj- unum alls 708 æðri skólar með alls 602,940 nemendum, auk þéss voru 3732 læknaskólar með alls 951884 nemendum. (Hér fer á eftir skýrsla um stú- dentafjölda í Sovjet-ríkjunum og nokkrum auðvaldslöndum. — Tálan er í þúsundum — og nær saman- burðurinn aftur til ársins 1914). FRÁ ÞRÓTTI. Félagsmenn, sem eiga ó- greidd félagsgjöld, eru beðnir að greiða þau í síðastaIagifyrir5.des. n.k. Ríki 1914 —’15 1928 —’29 1932 —’33 1937 —’38 Sovjetríkin Engl.Þýzkal. Frakkl.,ítalia Japan til samans 112 176,6 504,4 547,2 254,2 398,5 453,6 420,7 Tafla þessi sýnir, að stúdentar í Sovjet-ríkjunum eru n.ú fleiri en í 5 helztu auðvaldsríkjum Evrópu og Asíu til samans. Þá er það mjög athyglisvert, að helmingi fleiri konur stunda nám við æðri skóla Sovjet-ríkjanna en í öllum auðvaldsríkjum Evrópu til samans. Þá er þjóðfélagslegur uppruni nemendanna ekki síður eftirtektar- verðar. Af stúdentum við hina 8 háskóla Zar-veldisins 1914—15 voru 7,5 prc. af aðalsættum, 31 prc. embættismannabörn, 7,4 prc. prestasynir, 14 prc. störbændasyn- ir og 11.4 prc. stórkaupmannasyn- ir og 4,5 prc. af öðrum stéttum. í Sovjet-ríkjunum er þessu snúið við. Af háskólanemendum þar 1938—39 voru 50,2 prc. börn verkamanna og bænda, 47,3 prc. börn skrifstofufólks og sérfræðinga, 2,5 prc. voru synir og dætur manna, sem unnu við önnur störf. 90.6 prc. af háskólanemendum og 85,8 prc. af nemendum við tækni- skólana nutu ríkisstyrks. 1938 voru alls um 70.000 alþýðu- bókasöfn í Sovjet-ríkjunum og var það tvöfalt fleira en 1933 og 6 sinnum fleira en 1914. Bókafjöld- inn var 14 sinnum meiri en fyrir byltinguna, eða 127 milj. móti 9 milj. Fyrir byltinguna voru alls 153 leikhús í Zarveldinu rússneska. 1930 nemur fjöldi leikhúsa í Sov- jet-rikjunum 787. 1929 voru 9700 kvikmyndahús í Sovjet. 1939 voru þau 30.900 — eða 30 prc. ’ fleiri en í Englandi, Þýzkalandi, Frakk- landi og Ítalíu til samans og 50 prc. fleiri en í Bandaríkjum Norður-Ameriku. Árið 1938 voru gefin út alls 950 milj. eintök bóka og tímarita — gamla Zarveldinu var það um 86.7 milj. eintök. í Sovjet-ríkjunum komu út 8500 blöð í 7 miljarða upplagi á ári. Þessar fáu íölur, sem hér hafa verið birtar, gefa glögga hugmynd um þá miklu menningarbyltingu, sem sósíalisminn hefir framkallað í þessu áður frumstæða landi og mun Mjölnir ef til vill gera þess- um málum nánari skil síðar.

x

Mjölnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mjölnir
https://timarit.is/publication/864

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.