Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 3

Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 3
Jón Björnsson, tceknimaður, situr viÖ útvarp fráþvífyrr á öldinni á Málþingi sagnfræðinga á Isafiröiþann 1. maí s.l. íforgrunni má bœði sjá þurra- og votabatterí, þaö eru glerkútarnir á myndinni. í útvarpskassanum handa þeim. Önnur var þurr rafhlaða, mig minnir 150 volta, segir Ari. Var hún flöt, svona tólf sentimetra há en að flatar- máli líklega á við A4 örk. Entist þar að hann minnir um hálft ár. Hitt var tveggja volta rafgeymir, svokallað votabatterí. Það var úr gleri og með handfangi að aftan. Hleðslan á vota- batteríinu entist ekki nema tvær til þrjár vikur og varð þá að koma því í hleðslu. Það var hægara sagt en gert á Rauðasandi, því að næsta heimilis- rafstöð var f Kvígindisdal og áður er vikið að. Þangað var um það bil þriggja tíma gangur víðast hvar af Rauðasandi og yftr fjall að fara um 300 metra hátt. Ávallt voru tveir votu geymar til og var annar í hleðslu, hinn í notkun og skipt á þeim í Kvígindis- dal. Jafnvel þekktist að Barðstrend- ingar sæktu þessa hleðsluþjónustu þangað um miklu lengri leið og yfir Kleifaheiði aðfaramilli Barðastrand- ar og Patreksfjarðar. Áfyllingartappi var á geyminum eins og á rafgeymum enn þann dag í dag og öndunargat á honum. Var alltaf telgd spýtuflís til að loka þessari öndun svo sýran rynni ekki út og ylli skaða þótt geymirinn hallaðist. Þó kom það fyrir, að það gleymdist og man ég að sunnnudags- jakkinn eða öllu heldur ferðajakkinn hans pabba fór fyrir lítið. Hann hafði farið ríðandi að skipta á geymum og liafði bundið geyminn á bak sér, en hann reið hesti sem var óstýrilátur. Á næstu árum voru hleðslumálin leyst á fleiri vegu. Menn bjuggu til fyrirstöður í ám og læknum og gerðu vatnshjól, sem síðan sneri bíladýna- móum, eða rafölum eins og þetta heitir nú. Ari ívarssonsegireftirminnilegast hvernig Guðbjartur Egilsson, bóndi á Lambavatni á Rauðasandi fór að því að hlaða rafgeyma sína. Hann var þjóðhagasmiður og smíðaði meðal annars mikið af rokkum. Guðbjartur átti sér fótstiginn rennibekk, setti á hann reimskífu og sex volta bíldýna- mó við. Síðan gat hann hlaðið geyma sína og annarra á meðan hann renndi í bekknum. Á stríðsárunum komu víða vindraf- stöðvar og leystu þá þennan orku- vanda, enda breyttust þá útvarpstækin og komin tæki á markaðinn sem not- uðu tvöfalda þurra rafhlöðu, en enga vota. Varsvo um langtárabil og mun- um við vel eftir slíkum rafhlöðum, sem komin eru um og yfir miðjan aldur. Síðan komu vasaljósarafhlöður til skjalanna og náttúrlega útvarpstæki sent hægt var að tengja við venjulegan 220 volta rafstraum. Hér verður ekki fjallað sérstaklega um langbylgjuloftnet þau, sem þurfti að notast við fyrstu árin. í bæjum voru þau strekkt milli húsa og í sveit- um einnig milli húsa eða annarra há- timbraðra mannvirkja. Enn má sjá slík loftnet í gömlum bæjarhlutum í kaupstöðum og oft fest við skorsteina. Fjórða öldin Af framangreindu má álykta, að landslýður haft verið reiðubúinn að leggja mikið á sig til þess að geta náð sendingum hins nýja miðils. Slíkt boð- aði byltingu í miðlun á menningarefni og hvers kyns upplýsingum. Sigurður Nordal, prófessorvék að þessum tíma- mótum í útvarpserindi á fyrsta útsend- ingardegi útvarpsins 21. desember 1930. Hann sagði hina fjórðu öld, úlvarpsöldina vera hafna. Að vísu hefði hún átt nokkurn aðdraganda. Ritsími og talsími og fleiri tæki hefðu verið undanfari hennnar. Útvarpið er alls staðar á bernskuskeiði, er enn á miklu færri heimilum en síðar mun verða og á stórum eftir að breyta starfs- háttum sínum. Sú kynslóð sem nú stjórnar útvarpinu og hlustar á það, er alin upp við bækur og blöð og heldur ósjálfrátt í hvort tveggja. I kjölfar hinnar verklegu byltingar, sem gerir útvarpsstarfsemina mögulega, getur átt eftir að koma andleg bylting, þó að það hljóti að taka lengri tíma. Tilvitnun lokið. Dæmi nú hver fyrir sig. Söm er athöfnin Margar kímilegar sögur voru sagðar af tilburðum fólks við að hlusta á útvarp og hversu alvarlega menn tóku þetta tæki. Svo sem þetta væri al- sjáandi og fylgdist með atferli manna. Stefán Jónsson, fréttamaður segir frá því í bók sinni Að breyta fjalli, að þráttfyrirgrábölvuðhlustunarskilyrði þarna eystra, hann var frá Djúpavogi, hafði Ríkisútvarpið mikil áhrif. Þess gætti í tali fólks sem ekki hafði út- varpstæki. Reimar á Fossárdalnum, sem ekki hafði tæki, kom í kaupstað út á Djúpavog 1938 og heyrði menn ræða um útlendar fréttir og spurði: Hitler, hver andskotinn er nú það? Þegar bilun varð í Vatnsendastöð- inni, meðan verið var að útvarpa messu, og Jóhanna húsfreyja í Papey stóð á fætur til þess að reiða fram kaffi, þá sagði Gísli maður hennar: Sit þú kyrr Jóhanna, söin er athöfnin þótt ekkert heyrist. Að svo mæltu sátu Papeyingarhljóðirog prúðir, uns bóndi taldi víst, að messunni væri lokið suður í Reykjavík. Ereinkennilegt þótt menn hafi lagt svo mikið á sig sem raun bar vitni til að eiga þess kost að hlýða á hinn nýja miðil, þegar jafnvel þögn hans varð svo mikilvæg. Ég kallaði þennan fyrirlestur, ef fyrirlestur skyldi kalla, útvarpið, hinn nýi húslestur.Nú varð það svo, að þessi skrif þróuðust með öðrum hætti en til stóð með fyrirsögninni eins og oft vill verða. Sérstaklega eftir að undirritaður gerði þá sagnfræðilegu uppgötvun svo vitnað sé í orðalag Megasar, að heimarafstöðvarnar og starf Bjarna í Hólmi og fleiri raf- stöðvarmanna urðu forsenda þess að fólk sem bjó við einangrun og átti langt í kaupstað þar sem von var rafmagns, gat hlustað á útvarp með því að fá geyma hlaðna í heimaraf- stöðinni. Því hafa verið gerð skil á ýmsum stöðum, hvernig útvarpsmessan gerði út af við húslesturinn. Á Vestfjörðum að minnsta kosti, virðist höfuðhús- lestrarbókin frarn eftir öldinni hafa verið Árin og eilífðin eftir prófessor Harald Níelsson. Það hefur höfundur rekið sig ááall löngum skriffinnsferli í fjórðungnum. Ari Ivarsson man vel síðasta húslesturinn á Melanesi á Rauðasandi. Það mun hafa verið á gamlárskvöld nokkuð seint á fjórða áratugnum, að votabatteríið hafði tæmst milli jóla og nýárs. Og ekki hafði komist í verk að sækja geymmi af einhverjum ástæðum, nema að Árin og eilífðin var tekin fram og farið að lesa Harald Níelsson, sem var í uppá- haldi hjá eldra fólkinu og kenndur við nýguðfræði. Þegar nokkuð varkomið fram í lesturinn, barst reykjarlykt um bæinn. Og þegar að var gáð, loguðu tvö stafgólf í baðstofunni uppi. Snöggur og varanlegur endir varð á lestrinum og tókst að slökkva eidinn, en talsverðar skemmdir urðu þó. Húslesturhefurekki síðan verið lesinn á Melanesi. Missir að bátabylgjunni Nokkuð er um liðið síðan hægt var að hluta á bátabylgjuna sem svo var kölluð. Hægt var að hlusta á talstöðv- arsamband báta og skipa á miðbylgju og þannig Itægt að fylgjast með sam- skiptum. Ekki síst var kveikt á báta- bylgjunni, þegar óttast var um skip og börnum þá haldið frá tækjunum. Einnig kont bátabylgjan í góðar þarfir við leit, áðuren handtalstöðvar komu til sögunnar og voru upphaflega nefndar Labb rabb tæki. Þannig hlustuðu björgunarmenn á bátabylgj- una, þegar leit hófst að breska togaranum Dhoon. sem strandaði við Látrabjarg. í afskekktum byggðum varð nokkur héraðsbrestur, þegar bátabylgjunni var lokað, tölum nú ekki um, þegar handvirki síminn leið undir lok og fólk einangraðist á bæj- unum. Hefur það verið skoðað, h vaða þátt sjálfvirkur sími átti í fólksfækkun sveitanna? Fyrirlestur á sagnfrœðingaþingi á ísafirði I. maí s.l. Breyttur, bœttur og lagaður að sjómannadagsblaði, enda skrifaður upphaflega fyrir alþýðu. n ISAFJARÐARBÆR TILBOÐ ÓSKAST f HÚSEIGNIR i ísafjarðarbær auglýsir hér með að nýju eftir kauptilboðum íeftirtaldarhúseigniráFlateyri: Goðatún 14. Ólafstún 4, 6, 7 og 9. Sólbakka 6. Unnarstíg 4. Eignirnar seljast í núverandi ástandi og er sala eignanna háð samþykki Ofanflóðasjóðs. Tilboðum ber að skila skriflega á skrifstofu Isafjarðarbæjar á Isafirði, ekki síðar en mánu- daginn 14. júnínk. Allar frekari upplýsingar eru veittar á bæjar- skrifstofunni á ísafirði, sími 456 3722. Bœjarstjórinn í Isafjarðarbœ. TILKYNNING TIL HUNDAEIGENDA í ÍSAFJARÐARBÆ_________________________________ ísafjarðarbær hefur ráðið Hermann Þorsteins- son, Hafraholti 52, ísafirði, sem hundaeftirlits- mann fyrir Isafjarðarbæ. Hann mun annast allt eftirlit með hundum í bæjarfélaginu, svo sem nýskráningu, taka hunda af skrá og hafa eftirlit með lausagöngu hunda. Hægt er að ná sambandi við Hermann í símum 456^4061 og 861 1442. Þeir hundaeigendur sem eru með óskráða hunda eru hvattir til að láta skrá þá sem fyrst, svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu ísafjarðar- bæjar. Hundaleyfisgjald er nú kr. 9.000,- á ári. Ef einhverjir hundaeigendur hafa ekki farið með hunda sína til hundahreinsunar á liðnu hausti, ber þeim að gera það nú þegar. Dýra- læknir er starfandi í ísafjarðarbæ sem stendur. Bœjarstjórinn í Isafjarðarbœ. VARNARGARÐUR FLATEYRI, ÚTSÝNISPALLUR, STÍGAGERÐ O.FL._________________ WBBHESBk ísafjarðarbær óskar eftir tilboðum í að ganga frá útsýnispalli á varnargarðinum á Flateyri ásamttilheyrandi stígagerð,gerðbifreiðastæð- is, landmótun og tyrfingu. Helstu magntölur eru: Malarfyllingar: 240m3 Vegghleðsla: 15 metrar. Hellulögn: 23m2 Malarstígar: 100m3 Grasþekja: 500m2 Grjótræsi: 15 metrar. Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 1999. Útboðsgögn eru til sýnis og sölu hjá Isafjarðar- bæ, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnarstræti 1, Isafirði, frá og með fimmtudeginum 3. júní 1999. Til- boðin verða opnuð að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska fimmtudaginn 10. júní 1999, kl. 14:00. Tœknideild Isafjarðarbœjar. FRÁ VINNUSKÓLA ÍSAFJARÐARBÆJAR________________________________ AlmenntstarfVinnuskólaísafjarðarbæjarhefst mánudaginn 7. júní samkvæmt vinnuplani. Flokkstjórar hringja í starfsmenn og láta vita hvenær þeir eiga að mæta. Nánariupplýsingarveitirforstöðumaðurísíma 898 3263 og 869 0304. _ ... b orstoðumaður. 3

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.