Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 4

Ísfirðingur - 01.06.1999, Blaðsíða 4
Þar er gott und bú og björgin ná Heimsókn til bræðranna Guðmundar og Guðna Ágústssona á Sæbóli III i I þjóðsögunum var oft minnst á yfirskyggðar byggðir, þar sem útilegumenn bjuggu og byggðamenn rötuðu einstaka sinnum á. Ingjaldssandur við Önundarfjörð er eins konar yfirskyggð byggð, nema að þar búa ekki úti- legumenn, aftur á móti einstaklega mennskt fólk. A Sæ- bóli er nú tvíbýlt, var oft fjölbýlla. Á Sæbóli III búa bræðurnir Guðmundur og Guðni Ágústssynir. Á Sæbóli II búa þau Elísabet Anna Pétursdóttir, systurdóttir þeirra bræðra og sambýlismaður hennar, Erik Engholm. Um aldamót bjó stórt hundrað manna á Sandinum eða 120 manns. Ef til vill má kenna erfiðum samgöngum um, að byggð hefur hnignað, en samanborið við fyrrir tíð eru samgöngur greiðar við Ingjaldssand. Rúmlega sjö hundruð metra langur flugvöllur er á Ingjaldssandi og þokkalegur bílvegur er yfir Sandsheiði til Dýrafjarðar og farið á vélsleðum á vetrum, þegar heiðin er ekki rudd. Þá er þriðji kosturinn, sem er sjóleiðin. Og sú leið var algengust hjá Sandsmönnum að sækja björg í bú, ef ekki var farið fyrir Hrafnaskálanúp og allt í Valþjófsdal að taka þar bát yfir í kaupstaðinn Flateyri. Örstutt er á fiskimið frá Ingjaldssandi og þar var árabátaútgerð í þúsund ár eða svo. „Fyrsta trillan kom árið 1930,” segir Guðni Agústsson. „Það var eini vélbáturinn til “35. þá var setl vél í árabát sem hér var og nefndur Ingjaldur og Jón Jónsson á Sæbóli átti. Sá bátur er nú nefndur Land- helgisbáturinn og er á Þjóðminja- safninu. Þetta er sá bátur sem Hannesi Hafstein, þáverandi sýslu- manni Isfirðinga, var róið á út að togaranum Royalist í Dýrafirði, sem var að fiska í Landhelgi út af Mýramel eða á Haukadalsbótinni. Þrír mannanna drukknuðu, þegar togaramenn hvolfdu fleytunni. Sýslumaður bjargaðist við illan leik. Tíunda október í haust er liðin öld frá þessum atburði. Báturinn mun vera sex og þrjátíu á lengd og honum var breytt í upphaflegt form. Guðni, bátasmiður á Höfða í Dýrafirði, smíðaði bátinn og hann þótti góður bátasmiður. Enn er til eftir hann áraskekta á Læk í Dýrafirði, er þar vel geymd inni í hlöðu, að því er ég best veit.” Og áður fyrr var sjór sóttur af harðfylgi á Ingjaldssandi og Guð- mundur Agústsson segir að róið hafi verið allt fram til jóla: ..Hann Oddur Gíslason, reri norður í Kant til jóla og og þá fór hann að bera fyrir hákarl hérna í fjörðinn eftir áramót. Oddur var ábúandi á Sæbóli á árunum 1889 til 1907. Þetta var fyrir tíma línuveið- anna og frambæjarmenn lágu bara við framnii við sjóinn. Tóft af Hraunsbúðinni er til dæmis frammi við sjó og er varðveitt. Brekku- verbúð var víst þar aðeins innar.” Þeir bræður fóru snemma að taka Óskum vesLfirskum sjómönnum Lil hamingju með daginn -nilb- BÁSAFELL HF. Óskum vesLfirskum sjómönnum Lil hamingju með daginn Gunnvör hf. ísafirði Trillumarálngjaldsandi á sinni tíÖ. GarÖsbáturinn, síÖarlngjaldurogsíðastLandhelgisbáturinn. ÞáAldanJerjubáturinn nafalaus ogjjœrst BarÖinn. Þeim var öllum róið samtímisfrá Ingjaldssandi í ár svo sem fleiri unglingar á Ingj- aldssandi. Guðmundur var þrettán ára, þegar hann byrjaði að róa á Ingjaldi: „Það var vorið sem við fermd- umst, þá fórum við Sigurvin að róa, Sigurvin Guðmundsson, seinna bóndi á Sæbóli og sem nú býr á Isafirði. Það var farið að róa fyrir sauðburð og krakkarnir bara látnir um féð. I okkar tíð vóru það að minnsta kosti alltaf þrír bátar sem reru frá Ingjaldsandi. Saltað í fjör- unni undir berum himni fram á stríðsárin. Sexæringur var svo keyptur síðar og honum haldið úti á línu.” Fróðlegt væri að geta áttað sig á því, hver hlutur fiskveiðanna var í afkomunni á Sæbóli, og Guðni Agústsson nefnir dæmi um það: „Fimmtíu og fimm, þá reri Guð- mundur mjög stíft ásamt pabba, og við vórum líka með garðræktina, - kartöflurogrófur. Viðkeyptumsvo góða dráttarvél um sumarið, þá dýr- ustu sem þá var til, og hún var borguð um haustið með aflanum og uppskerunni úrgörðunum. Þetta var Ferguson með díselvél og sýnir bara, hversu mikil hlunnindi þetta vóru." Nú má maður ekki fara á sjó nema rétt til að fá sér að éta, skýtur Guðmundur inn í." Albíninn fimmtugur Keypt var trilla árið 1940 með glóðarhaus. Seinna sett í hana tveggja strokka Albín bensínvél og er enn í bátnum. Vóru rrieð magn- ettukveikju eins og tíðkaðist um bátavélar og reyndar fJeiri mótora. Rey ndar er Albíninn orðinn saman- settur úr mörgum mótorum, en gengur enn. Trillurnar voru á þess- umtímaeinusamgöngutækin, hvort Óskum vesLfirskum sjómönnum Lil hamingju með dagjnn Netager ö VestQarða hf. Óskum vesLfirskum sjómönnum Lil hamingju með daginn <ö®> . ISHUSFELAG ISFIRDINGA HF. sem farið var með sláturafurðir ellegar matvara og kol dregin að. Guðni segir, að kolin hafi verið lang versti flutningurinn og meira þurfti af þeim eftir að húsin stækkuðu. Reynt var að fara í kolaflutninginn fyrir sauðburð og hann var ansi blautsamur. Og það eru teknar fram gamlar myndiraf brimlendingum á Ingjaldssandi. „Það kom aldrei sjórinn íþennan bát hjá okkur í lendingu, segir Guð- mundur og bendir á trillu, sem var smíðuð hjá Gísla Jónssyni á Bíldu- dal og Guðni breytti í samræmi við þarfir Sæbólsmanna. Þarna fórum við þrettán ferðir fram með slátur- afurðir, þetta var erfitt.” Umræðan tók að snúast um fiski- mið á þessum slóðum. Guðmundur Aústsson: ,,Það voru fyrst Barðamiðin gömlu, kallað Gilhornið úr af Nes- dalnum miðað. Það má alls ekki fara upp úr Gilinu, því þegar komið er norður fyrir, þá er hraun fyrir. Þarna er sandlæna út og mátti leggja þar tvær lóðir. Svo er það bara smærri fiskur hraunið vestur eftir niður undir Stiga, þrjár mflurnar.” Guðni segir, að þetta hafi verið mjög skemmtilegir róðrar. Menn lögðu, fóru síðan að borða bitann sinn og brátt var farið að draga. Þeir tóku svona sex tíma hver róður og það var klukkutími á miðinn. Og þá er kontið að því að fjalla umlendingunaálngjaldssandi, þar sent tveir straumar mætast: Guðmundur: „FráPurkuskerjun- um eða Barðaskerjunum öðru nafni. kemur straumurinn inn ineð. Innan til með sandinum kemur straumur- inn út með og spýtist þar fram. Og 4

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.