Ísfirðingur - 15.12.1999, Blaðsíða 10

Ísfirðingur - 15.12.1999, Blaðsíða 10
Á síðustu áratugum hefur mjög mikið verið rætt og ritað um sögu galdramála í Evrópu á 15.-17. öld. Þessi galdramálaáhugi er að mörgu leyti skiljanlegur, efnið er dularfullt og æsilegt, og örlög fólksins, sem í hlut átti, gátu orðið stórbrotin en reyndar oft óhugnanleg. Frægustu íslensku galdramálin eru flest bundin við rúmlega þrjá áratugi seint á 17. öld og meirihluti þeirra tengist Vestfjörðum. í flestum Evrópulöndum voru aðallega konur brenndar fyrir galdra. Hérlendis voru hins vegar brenndir fyrir galdur á 17. öld 21 karlmaður og aðeins ein kona. Þessi ójafna dreifing hinna brenndu eftir lands-hlutum og einkennileg kynskipting þeirra vekur upp spurningar, sem auðvitað er auðveldara að setja fram en svara. * Kollafjarðarnes á Ströndum. Islenskir galdramenn á 17. öld og sérstaða þeirra Björn Teitsson Lítum fyrst stuttlega á uppruna galdrafársins. Framan af miðöld- um þekktist galdratrú í Evrópu, en þar var um að ræða óskipulega hjátrú sveitafólks. Hið eiginlega galdrafár er hins vegar talið hafa byrjað syðst í Frakkland við Pýreneafjöllin og í dölum Alpa- fjalla, þar var um að ræða stríð svartmunkareglunnar, sem var deild kaþólsku kirkjunnar, við sértrúarhreyfingar sem nefndust Albigensar og Valdensar á 13. öld. I þessu stríði sem var mjög blóðugt og endaði með útrýmingu annarrar hreyfingarinnar, var trúvilla talin vera nánast hið sama og galdur. Þessar ofsóknir voru skyldar ofsóknum gegn Gyðing- um, sem á 14. öld var gjarna kennt um Svartadauða. Lénsskipan miðalda var mest bundin við láglendi og akur- yrkjusveitir, þar blómgaðist kirkjan með klaustrum sínum og dómkirkjum. í fjalladölum bjuggu hins vegar fátækir bændur hver í sínu lagi, einkum með kvikfé. Trúboðar sneiddu hjá þeim í öndverðu, eða héldust stutt við þar, og þessar byggðir gátu því lengi verið lítt snortnar af viðurkenndri kristinni trú. Sums staðar voru jafnvel töluð sér- kennileg tungumál í fjallabyggð- unum, t.d. baskneska í Pýreneafjöllum. Nýir sértrúar- flokkaráttu stundum auðvelt með að ná fótfestu íþessum byggðum. Hlutverk svartmunkareglunnar, eftir að hún kom fram, virðist hafa verið að fullkristna ýmsa afkima Evrópu, það var gert með miklu ofbeldi og tónninn þar með gefinn (Trevor-Roper). Á 14. og 15. öld var haldið áfram að reka öðru hvoru galdra- mál á þessum sömu landsvæðum. Við bættist viðureign við Hússíta, áhangendur Jóhanns Húss, í Bæheimi. Sagt er frá því að árið 1485 hafi rannsóknarrétturinn í Como sent 41 norn á bálið. Um þetta leyti, í lok 15. aldar, var galdrafræðunum raðað í kerfi af hálfu páfans í Róm og 1486 kom út eftir tvo svartmunka sérstök bók, Galdranornahamarinn, handbók í meðferð galdramála. Nú sáu margir djöfla í hverju horni, ekki síst í fjalladölum Norður-Italíu, sem nú eru, og þar var fjöldi norna brenndur framan af 16. öld. Talið var að árar djöfulsins væru fallnir englar, og þó að englar væru reyndar andlegar verur og því ósýnilegar, þá var stuðst við kenningu frá Ágústfnusi kirkjuföður, sem gekk út á það að við fallið úr efra og niður, þegar englunum var steypt til vítis. hefðu líkamar þeirra náð að þéttast svo mikið að þeir gátu eftir það orðið sýnilegir dauðlegum mönnum (Ol.Dav., 2). Sérstakt blómaskeið galdra- fársins hófst eftir 1560 og stóð í um það bil eina öld allvíða í Evrópu. Um þetta leyti, þ.e. á 16. öld og fyrri helmingi þeirrar 17. fóru fram mjög mannskæðar trúarbragðastyrjaldir í Evrópu. Þessum styrjöldum, sem í aðalatriðum voru viðureignir á milli mótmælenda, þ.e. áhang- enda Lúthers og Kalvíns annars vegar og fylgismanna hinnar kaþólsku páfakirkju hins vegar, l'ylgdi mikið ofstæki og ofsóknir á ýmsa bóga. Algjörlega ókleift er að gera sér grein fyrir því hve margir voru brenndir í álfunni á þessum tíma. Brennur voru ltklega einna mestar á svæðum þar sem trúardeilur voru svæsnar. í Þýskalandi var einna mest um brennurnarí Westfalen. I borginni Toulouse í Suður-Frakklandi, sem er á þeim slóðum þar sem of- sóknirnar gegn Albigensum höfðu áður farið fram, er sagt að 400 nornir hafi verið brenndar á báli á einu ári 1577. I héruðum Þýskalands og Frakklands báðum megin við Rínarfljót var einnig sérlega mikið um brennur. Á Englandi var ekki beitt brennum gegn galdri, heldur hengingum, og líklega ekki teknir af lífi af þessum sökum neina tæplega 1000 manns. Fleiri voru teknir af lífí í Skotlandi, líklega um 4.400 á árbilinu 1590-1680. og þar var beitt pyndingum. Aðallega voru konur brenndar í þessum löndum, þ.e. svonefndar galdranornir, og þær áttu að hafa tekið þátt í galdramessum, riðið á sópsköft- um og jafnvel lagst með djöflinum, inargar höfðu örugg- lega reynt eitthvað í þessa átt og trúðu á fyrirbærið. Samt eru einnig ýmis dæmi um að karlmenn væru brenndir hér og hvar og jafnvel börn. Tölfræði- legar upplýsingar um þessi efni eru þó í reynd ekki fyrir hendi, og í viðurkenndum fræðiritum er mjög byggt á ýmsum ágiskunum. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir hinum almennu viðhorfum i' samfélaginu fyrr á öldum ef menn ætla að skilja það sem þá fór fram. Vandlega ber að hafa í huga að hugmyndaheimur fólks í Evrópu á þessum tímum var allt öðru vísi en síðar varð. Þekking á eðli umheimsins var í molum og hjátrúin réð ríkjum. Fjöldi manns trúði því að unnt væri að ná árangri með ástundun galdurs. Á þessum tímum voru refsingar mjög grimmilegar og dauða- refsingar harla tíðar. Mismunandi misgerðir leiddu til mismunandi aftökuaðferða. Þettafyrirkomulag gilti á Islandi eins og annars staðar. Til dæmis voru þjófar hengdir, og fyrir siðferðisbrot af versta tagi voru karlar háls- höggnir en konum drekkt. Fangelsi voru engin. Hugmyndir um bætta meðferð sakafólks breyttust ekki fyrr en á 18. öld, en um þær breytingar verður ekki fjallað hér, þær komu síðar fram. Hugmyndir um það að samfélaginu stafaði ntikil hætta af galdramönnum og harðar aðgerðir gegn þeim væru nauðsynlegar bárust óefað til Islands snemma á 17. öld frá Danmörku og Þýskalandi. ísland var ekki menningarlega einangr- að þá fremur en síðar. Eins og ég vék áðan að tengdust íslensk galdramál mjög við Vestfirði. Um þetta efni styðst ég við úttekt Ólafs Davíðssonar í bók hans Galdur og galdramál á Islandi. Hann telur upp í heild 117 galdramál sem unnt er að staðsetja eftir sýslum frá tímabilinu 1554-1719. Þarafvoru 52% eða 61 mál frá Vestíjörðum. Til samanburðar er vitað að um aldamótin 1700 bjuggu um 15% þjóðarinnar á Vestfjörðum. Lífskjör voru að líkindum heldur betri þá í þessum landshluta en gerðist á landinu öllu að meðaltali. Almennt má raunar ætla að lífskjör Islendinga hafi í heilcl heldur versnað á 17. öld. Sé litið á fjölda þeirra sem brenndir voru fyrir galdur má segja að 15 af 22 hafi verið brenndir á Vestfjörðum eða kontið þaðan, þ.e. unt 68%. Eðlilegt er að menn spyrji af hverju galdra- mál og galdrabrennur hafi svo mjög tengst Vestfjörðum. Vou Vestfirðir e.t.v. í líkri stöðu á Islandi og Alpafjöll og Pýrenea- fjöll í Evrópu hvað erfiðar samgöngurog torbýli snerti, enda þótt afkoma fólks væri hér fremur bærileg? Vestfirðir hafa vissulega ávallt verið í nokkurri fjarlægð frá helstu valdamiðstöðvum landsins, en biskupar á brennu- tíma 17. aldar, þ.e. þeir Brynjólfur Sveinsson Skálholtsbiskup, Þorlákur Skúlason Hólabiskup og synir hans Gísli Þorláksson Hólabiskup og Þórður Þorláksson Skálholtsbiskup munu lítt hafa ýtt undir rekstur galdramála, enda voru nánast engar brennur tengdar Suðurlandsundirlendi eða Skagafirði. Líklegast er að tilviljanir hafi ráðið því að galdramál komu mjög upp hér vestra en ekki t.d. á Austurlandi, og skal undirstrikað að fyrir- mennirnir Þorleifur Kortsson og séra Páll Björnsson í Selárdal sem komu nærri mjög mörgum af brennunum, höfðu ungir verið við nám í Þýskalandi og Danmörku 1640-50, á uppgangsárum galdramála þar. Tengslin við meginlandið korna þannig í ljós. Þá er það kynskiptingin. Af hátt í 120 galdramálum hérlendis voru aðeins átta eða 6% tengd konum, og aðeins ein kona var brennd. Þetta er gjörólíkt þvf sem víðast annars staðar gerðist. Skýringin hlýtur að liggja í eðli ákæranna. Hér fer engum sögum af nornasamfélögum, og hlýtur strjálbýlið að vera þar nokkur skýring. Hins vegar er mjög athyglisvert að helsta ákæruatriðið hér um slóðir var meðferð galdrastafa, sem virðist að ýmsu leyti vera séríslenskt fyrirbæri. Jafnvel má segja að galdrastafir séu að miklu leyti sérvestfirskt einkenni. Af hinum brenndu Islendingum 17. aldar var a.m.k. helmingur sakaður um meðferð rúnablaða eða 10

x

Ísfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísfirðingur
https://timarit.is/publication/790

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.