Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 9

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 9
TÍMARIT V.F.I. 1949 15 ið þannig, að það liggi jafnt aftan og framan, svo að burð- armagnið nýtist til fulls. Af yfirlitinu má sjá, að burðarmagnið eykst um 490 tonn fyrir hvert fet, og er því mjög þýðingarmikið að finna sem mest dýpi fyrir skipið.“ Talið er, að Hæringur geti lestað um 5345 tonn og risti þá um 21 fet, en farmurinn skiptist þannig: Lýsisgeymar ________ taka 2245 tonn Mjölgeymsla _______ tekur 2100 — Síldargeymsla........ — 1000 — Samtals 5345 tonn Þótt enn megi setja afurðir á þilfar, virðist hæfi- legt að reikna með því, að mesta djúprista skips- ins sé um 21 fet. Lestarúminu er þannig hagað, að lýsisgeymar eru neðst í skipinu, og er því tryggast að haga hleðslu skipsins þannig, að í því sé jafnan allmikill farm- ur af lýsi þegar það annars er lítið hlaðið. Mun ég taka tillit til þessa í þeim áætlunum, sem hér verða gerðar, um magn afurða í skipinu. Athafnasvæði verksmiðjunnar í landi má áætla allt að 5000 m-, og er þá reiknað með hæfilega stór- um fleti fyrir mjöl og lýsisgeymslu, þrær og vegi, en þar sem landrými er lítið, mun þó mega notast við um 3000 m2 grunnflöt. Vatnsþörf skipsins hef ég áætlað allt að 10 sek- úndulítra. Stutt lýsing á verksmiðjunni. Fyrirkomulag í skipinu var þannig, að fremst var geymir fyrir ferskvatn, þá 5 lestarúm, síðan vélarúm og aftast olíu- geymir. Lestunum var öllum skipt í tvennt með gegnum- gangandi þilfari, þannig að myndast undirlest og millidekk. Þilfarshús eru aftast og framantil við miðju. Vélaútbúnaði skipsins er þannig háttað, að fyrir voru 3 stk. olíukyntir katlar af skozkri gerð, aðalvélin fjögurra strokka gufuvél ca. 1800 ihk og tvær hjálparvélasamstæður til raforkuframleiðslu. Eru þær með gufutúrbínu. Gufukatlarnir reyndust nógu stórir til þess að framleiða gufu fyrir síldarvinnsluna, en eðlilega voru hjálparvélasam- stæðurnar alveg ónógar, enda gerðar fyrir jafnstraum. Varð því að kaupa þrjár dieseldrifnar samstæður, samanlagt fyrir 600 KW., og voru þær settar á millidekkið í öftustu lestinni og haft þar innangengt úr vélarúmi. Aflvélar og katlar liggja þannig sitt hvoru megin við sama þil. Auðveldar það gæzluna. Fyrirkomulagi varð að breyta um borð, um leið og skipið skyldi verða verksmiðjuskip. Þannig er það nú, að fremsta og aftasta lestin (nr. 1 og nr. 5), bæði undirlest og millidekk, eru mjölgeymslur, undirlest í nr. 2 og nr. 4 eru lýsisgeymar, millidekk i sömu lestum eru mjölgeymslur og miðlestin (nr. 3) er síldarþró. Allar vinnzluvélar eru ofan þilfars, og er þar byggt yfir þær með stóru en léttbyggðu járnhúsi. Allar vélarnar standa í einum sal og byrja þær frammi við fremri yfirbyggingu skipsins og eru talið aftureftir i þessari röð: lýsisskilvindur, 4 samstæður votpressur með suðukerum fyrir ofan, þá 4 eldstæði, oliukynt, með tilheyrandi þurrkurum. Votpressurn- ar eru af sömu gerð og tíðkast hér á landi, en þurrkararnir eru frábrugðnir. Eru þeir beinir eldþurrkarar, en hægt er að leiða gufuna aftur inn í eldholið og þannig fá hærra hitastig vegna meiri raka. Þurrkararnir eru styttri en venja er til, þar eð þeir eru tvöfaldir og mjölið gengur því bæði fram og til baka. Frá þurrkurunum er mjölinu blásið í sérstök kæli- tæki (cyclon) og þaðan i sekkjun. Tvö löndúnartæki eru um borð (sitt við hvora hlið), og getur síldin farið frá þeim annað hvort beint í vélarnar eða niður í þró skipsins til geymslu. Allur flutningur hráefnisins, bæði á undan vinnzlu og milli vinnzluvéla, er með flutninga- böndum eða öðrum sjálfvirkum tækjum. Afköst verksmiðjunnar fara að miklu leyti eftir síldinni. Áætla má þó að eðlilegt sé, að hún vinni úr 6—8000 málum á sólarhring. Ibúðir eru í skipinu fyrir 60—70 manns, og allur aðbúnaður miðaður við það, að það fólk geti búið þar um lengri tíma. Skipið er klassað í American Bureau of Shipping og í þeirra hæðsta flokki fyrir ótakmarkaðar siglingar. H Ú S A V I K. 1. Höfn og hafnarmannvirki. Húsavíkurhöfn er frá náttúrunnar hendi að miklu leyti í vari fyrir haföldu, og þegar hafnargarðurinn út frá Höfðanum, er fullgerður, verður gott skjól á hafnarsvæðinu. Hins vegar er höfnin tiltölulega grunn, eins og sést á uppdrætti I, og þar sem grund- völlur hafnargarðsins er úr hörðum sandsteini, verð- ur ekki dýpkað innan við garðinn nema með mjög miklum tilkostnaði. Á Húsavíkurhöfn virðist mér aðeins koma til greina einn legustaður fyrir Hæring, en það er innan við hafnargarðinn. Við hafskipabryggjuna er lítið skjól, legusvæðið um 3 fetum grynnra en við hafnargarð- inn, en auk þess myndi afgreiðsla Hærings við bryggj- una hindra um of aðrar aðgerðir og vinnu á þess- ari einu bryggju kauptúnsins. Hafnargarðurinn nær enn of skammt fram fyrir marbakkann til þess, að Hæringur geti legið þar í fullu vari. — Eins og sést á uppdrættinum af Húsa- víkurhöfn, nær garðurinn nú aðeins 60—65 m fram fyrir klapparbrúnina innan við Böku, en skipið þarf um 125 m lengd til þess að geta legið í fullu skjóli við garðinn. Verður því að lengja garðinn um 60— 65 m. Hann verður þá um það bil eins langur og á- ætlað hefur verið samkv. skipulagi hafnarinnar. Á uppdrætti I er hafnargarðurinn markaður eins langur og ég tel, að hann þurfi að vera, til þess að Hær- ingur geti legið í skjóli við hann. Á 60—65 m lengd fyrir framan núverandi garðsenda er því nær slétt- ur flötur, meðaldýpi 6,5 við ytri og 6,3 m við innri grunnmörk fyrirhugaðs garðs, sbr. uppdrátt Vita- málaskrifstofunnar, B, 829, sem gerður er eftir dýptarmælingu Þorláks Helgasonar verkfræðings. Garðurinn er með þeirri gerð, sem hér hefur tíðk- azt við hafnargerðir, sbr. Akranes, Keflavík, Bol- ungarvík o. fl. Þegar komið var fram fyrir marbakk- ann, hafa verið lögð steinsteypuker í undirstöðu garðsins. Það er algeng og einföld tilhögun og hef-

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.