Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 10

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 10
16 TÍMARIT V.F.I. 1949 OVfer&e Ot'örSo Uppdráttur I: Húsavíkurhöfn, ur reynzt vel. Má, því gera ráð fyrir, að lenging garðs- ins verði gerð á sama hátt, nema það ráð verði tek- ið, að leggja í garðinn stóran steinnökkva, líkt og gert hefur verið á Akranesi. Ég hef gert lausiega kostnaðaráætlun um báðar þessar tilhaganir á lengingu garðsins, og þá miðað við tilboð Óskars Halldórssonar útgerðarmanns til stjórnar h/f Hærings, dags. 13. okt. 1948, um sölu á C-keri, cif. ísl. höfn, fyrir 16500 ensk pund. Reiknast mér, að lenging garðsins um 60 m, með sömu gerð og höfð hefur verið nær landi, muni kosta um kr. 2.150.000, en lenging garðsins um 62 m með C-keri, samkvæmt fyrrnefndu tilboði Óskars Hall- dórssonar, um kr. 1.500.000. Er þá gert ráð fyrir, að garðurinn verði 12 m breiður og veggur úr járn- bentri steinsteypu í innri hlið garðsins. Samkvæmt þessum áætlunum yrði um 650.000 kr. hagnaður við að leggja C-kerið í garðinn, en auk þess má gera sér vonir um, að þá yrði unnt að ljúka verkinu á einu sumri. En ef mörg ker væru lögð í undirstöðu garðsins, tæki vafalaust ekki skemmri tíma en tvö sumur að fullgera verkið. Framkvæmd þessa verks fellur að sjálfsögðu und- ir hafnarlög Húsavíkur, og kostnaður við verkið yrði samkvæmt hafnarlögunum greiddur að 2/5 úr ríkis- sjóði gegn framlagi að 3/r, annars staðar frá. Á uppdr. I er mörkuð afstaða Hærings við fyrir- hugaðan hafnargarð. Dýpið er lítið, aðeins 5,5 m um lægstu f jöru við innri hlið garðsins, en botninn: innan við garðinn er mjög sléttur, eins og áður er sagt. I bréfi til mín, dags. 11. des. 1948, lýsir Þorlákur Helgason verkfræðingur botninum þannig: „Kafari hefur farið um allstórt svæði við garðinn og fram af honum og lýsir hann botninum á þessa leið: Sléttur klapparbotn með grunnum dældum, eða pollum á stöku stað, og er dálítill sandur í sumum þeirra. Nokkrir tiltölulega litlir staksteinar á svæðinu, sem auðvelt væri að ná upp,“ Þótt botninn sé sléttur, eins og hér er sagt, má skipið aldrei taka niðri við garðinn. Tel ég því ekki varlegt að reikna með meiri hleðslu á skipinu en svo, að það risti um 17 fet (5,19 m), þegar það ligg- ur við garðinn, enda er þá gert ráð fyrir, að allir lausir steinar hafi verið teknir upp úr botninum á því svæði, þar sem skipið liggur, eða fer um að eða frá bryggju. Skipið getur einnig komizt að bryggju með þessa hleðslu og nokkru meiri þó, ef það leggst að bryggju um flóð og unnt er að létta það fyrir næstu fjöru. Þess ber þó að gæta, að mjög er lítið svigrúm fyrir skipið fyrir innan hafnargarðinn, þar sem 5.0 m dýptarlínan liggur aðeins rúmlega tvær skipsbreidd- ir frá hafnargarðinum. Er því mjög varhugavert að leggja skipinu að garðinum, þegar lágsjávað er. Ef reiknað er með, að mesta djúprista skipsins við hafnargarðinn í Húsavík megi vera 17 fet (5,10

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.