Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 11

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 11
TÍMARIT V.F.Í. 1949 17 m), verður mesta hleðsla af afurðum um 3420 tonn, sem t. d. skiptast þannig: Lýsi _____ 2245 tonn Síld ..... 700 — Mjöl ______ 475 — I Húsavíkurhöfn virðist mér góð aðstaða fyrir síld- veiðiskipin og afgreiðslu þeirra við Hæring. 2. Aðstaða við land. Við hafskipabryggjuna hefur verið reist lítil síldar- verksmiðja. Mestu afköst hennar hafa orðið um 350 mál, en henni mun hafa verið ætlað að vinna 400 mál. Síldarþróin tekur um 3200 mál, mjölgeymslan um 300 poka, en lýsisgeymsla er engin. Fyrir nokkrum árum var fyrirhugað að reisa í Húsavík síldarverksmiðju með um 9 þúsund mála afköstum á sólarhring. Verksmiðjuhúsi og síldarþró var þá ætlaður staður á uppfyllingu fyrir innan hafnargarðinn, en lýsisgeymum, mjölhúsi og skrif- stofum uppi á Húsavíkurhöfða, sem er aðeins 16 m hár og sléttur að ofan. Virðist mér þar góð aðstaða til þess að reisa þau mannvirki, sem gera þarf á landi í sambandi við afgreiðslu skipsins. 1 Húsavík eru engir lýsisgeymar, og tel ég ólík- legt, að þar fáist leigð hús til mjölgeymslu. Steypuefni má telja gott í Húsavík og er það auð- fengið. Tunnan af möl og sandi kostar um 3 krónur. 3. Vatnsveitan. Sú vatnsveita, sem nú er í notkun í Húsavík, mun ekki geta fullnægt vatnsþörf skipsins, en ákveðið hefur verið að auka vatnsveitu Húsavíkur á næsta sumri, svo að hún geti flutt um 100 lítra á sekúndu, en það er margfalt meira vatnsmagn en kauptúnið og Hæringur þurfa að nota. Hefur þegar verið gerð inntaksþró við upptök veitunnar og flutt til Húsa- víkur efni í nokkurn hluta hennar. Kostnaður við veitulögn úr stofnæð fram á hafnargarð mun nema um 50.000 krónum. Að sjálfsögðu yrði Vatnsveita Húsavíkur innan skamms að leggja veitugrein fram á hafnargarðinn, en annars er það samningsatriði, að hve miklu leyti leigutaki skipsins tæki þátt í kostn- aði við vatnsveitulögn í Húsavík, ef afgreiðslustöð- in yrði valin þar. 4. Áætlaður kostn. við bryggjugerð og vatnsveitu. T i 1 h ö g u n I. (C-keri lagt í hafnargarðinn). Áætlaður kostn. við lengingu hafnar- garðsins um 62,0 m ______________ kr. 1.500.000 Vatnsveitugrein frá stofnæð .......... — 50.000 Samtals kr. 1.550.000 Tilhögun II. (Undirstöður í garðinum lagðar úr mörgum kerum). Áætlaður kostn. við lengingu hafnar- garðsins um 60 m __________________ kr. 2.150.000 Vatnsveitugrein frá stofnæð .......... — 50.000 Samtals kr. 2.200.000 Sú lenging hafnargarðsins, sem ég hér hef gert áætlun um, er í samræmi við fyrirhugað skipulag hafnarinnar, og myndi því kostnaðurinn verða greidd- ur samkvæmt hafnarlögum Húsavíkur. RAUFARHÖFN. 1. Höfn og liafnarmannvirki. Innra hafnarsvæðið á Raufarhöfn er í ágætu vari fyrir haföldu. Hins vegar er þar um fjöru aðeins 5 m dýpi á tæplega 3 ha svæði, og innsiglingarleiðin er svo þröng og krókótt, að óvarlegt mun að fara með stórskip inn á höfnina, án þess að hafa einn eða helzt tvo dráttarbáta til aðstoðar, og verður þó að vera gott sjóveður. Um þetta atriði hef ég leitað álits skipstjóra og siglingafræðinga, og telja sumir þeirra mjög varhugarvert að hafa afgreiðslustöð fyrir Hæring á Raufarhöfn vegna þrengsla á inn- siglingaleið og hafnarsvæði. Til þess að Hæringur geti komizt inn á innri höfn- ina með jafn mikinn farm og hann kemst að hafnar- garðinum á Húsavík (3420 tonn), verður ekki komizt hjá að dýpka rás inn að bryggjunum og nægilega stórt svæði fyrir framan bryggjurnar til þess að unnt verði að snúa skipinu. J. J. Víðis, mælingamaður vegamálanna, mældi hafnarsvæðið árið 1919, og er meðfylgjandi upp- dráttur að mestu leyti gerður eftir mælingu hans, en á uppdráttinn eru dregnar þær breytingar, sem urðu á dýpinu við dýpkun hafnarinnar 1940—’41, sam- kvæmt mælingu Þorláks Helgasonar verkfræðings. 5 m dýptarlínan er merkt með punktalínu. Innan þeirrar línu var dýpkað. Er dýpið þar yfirleitt 5 metrar og víða nokkru meira, en þó á stöku stað 4,7—4,8 m. Nú eru liðin 7 ár frá því að þessi mæling var gerð, og kann dýpið í höfninni að hafa breytzt eitthvað á þeim tíma. Ennfremur eru markaðar á uppdráttinn borholur og tölur, sem sýna, hve djúpt var borað. I sambandi við afgreiðslustöð fyrir Hæring á Rauf- arhöfn er dýpkun hafnarinnar mikilvægt atriði. Ég hef því aflað mér allra upplýsinga, sem fyrir liggja, um aðstöðu við dýpkunina í sambandi við botnrann- sóknir Þorláks Helgasonar og dýpkunarvinnu graf- vélar Reykjavíkurhafnar, en með þeirri vél var dýpkunin framkvæmd.

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.