Tímarit Verkfræðingafélags Íslands


Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 12

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.04.1949, Blaðsíða 12
18 TÍMARIT V.F.I. 1949 I skýrslu Þorláks Helgasonar, dags. i nóv. 1937, um botnrannsóknir í Raufarhöfn, segir svo: „Við rannsóknina var notaður lítill rammbúkki (5,0 m fallhæð), sem komið var fyrir á bátafleka. Reknar voru niður 2y2” vatnspípur með 75 kg. fallhamri. Auk þess var reynt að nota 200 kg. fallhamar en pípurnar þoldu hann ekki. Með þessari aðferð var hægt að ná upp sýnishornum af botn- lögunum, þar sem þurfa þótti. Til að ná upp rörunum var notað 1 tonns haldspil. Vestan við pollinn sér víðast hvar í bera basaltklöpp. Klöppinni hallar allmikið út að álnum, mismikið, en 30—40 m fyrir framan stórstraumsfjöruborð virðist hún verða svo til snarbrött. Að þessum klapparbakka liggja svo lausari lög. Rannsóknin leiddi i ljós að efsta lagið í botninum framan við klöppina er laus sandur 0,5—1,0 m þykkt. Þar fyrir neðan er mjög svipað efni í botninum eins og í höfðanum. Það skiptast á sand- og malarlög og móhellukennd lög, æði hörð, en aldrei þykk. Um miðbik pollsins virtust þessi lög vera mýkri eftir því, sem neðar kemur, en eftir því sem nær dregur höfðanum verða efri lögin fastari fyrir, grjótkenndari, líkust þursabergi og varð ekki komizt nema stutt niður í þau. Fyrir framan klapparbakkann varð hvergi rekið á fasta klöpp, enda ekki hirt um að reka nema mest á 7,4 m dýpi. Víða varð að hætta við reksturinn vegna þess að rör- ið lenti á steini, en annars kom í ljós að botninn er ekki mjög grýttur og það grjót sem er i botnlögunum yfirleitt ekki stærra en mannshnefi eða vel það. Botnrannsóknin leiddi því í ljós: 1) Að hægt er að dýpka meginhluta hafnarsvæðisins austan við klapparbakka þann, sem áður getur og sem liggur 30— 40 m undan stórstraumsfjöruborði. 2) Að auðvelt mun reynast að ná því dýpi, sem frekast verð- ur óskað eftir á allstóru svæði í vesturhluta hafnarinnar, en dýpkun erfiðari og dýrari eftir þvi sem nær dregur Höfðanum, sökum þess, að botnlögin eru þar grjótborn- ari og fastari fyrir. Auk þess þyrfti að grafa langtum meira austan til til þess að ná sama dýpi, sökum þess að þar er grynnra." I bréfi til mín, dags. 11. des. 1948, skrifar Þorlákur Helgason ennfremur: ,,Ég vil árétta það, sem ég áður hefi upplýst í sambandi við botnrannsóknina, að rauðar tölur á uppdrætti C, 93 merkja þann dýptarkóta, sem rörin voru rekin að. Ennfremur að tölur þessar merkja ekki rekstur að föstum botni. Hætt var að reka, ef einhver fyrirstaða varð (steinn) eftir að komið var niður fyrir 5,0 m kótann, en að honum var hugsað til að dýpka miðsvæðis. Á einum stað miðsvæðis er þó sýndur kótinn 4,0 m, en í mælingabók er talið, að þar hafi rörið lent á steini. Af einhverjum ástæðum var þó ekki rekið rétt við þann stað, eins og eðlilegast hefði verið.“ Um dýpkun hafnarsvæðisins á Raufarhöfn segir Þorlákur Helgason í skýrslu til vitamálastjóra, dags. 31. ágúst 1940: „1 byrjun náði grafvélin tilætluðu dýpi (5,0 m), en fljót- lega varð fyrir henni lag, sem grafmeistarinn taldi of hart til að grafa og skóf hann aðeins skán ofan af því. Jafn- framt lentu skúffurnar á staksteinum, sumum allstórum (2—300 pund), sem þvældust fyrir og brengluðu skúffurnar, því kafari var ekki fyrir hendi, svo grjótið varð að taka upp í skúffunum. Var grafvélin þá enn stödd í fyrstu færu, liðlega 200 m innan við Kotflúð og var þá nýlega komin á rétt dýpi. Hafði hún grafið samtals 5500 m3 og gekk gröfturinn greiðlega það sem eftir var í þessari færu. Á 150—190 m kafla í þess- ari færu hafði grafan ekki náð sér niður og var hryggurinn hæstur á miðju (4,2 m dýpi) jafnt hallandi út og inn.“ Eins og sést af þessari skýrslu Þorláks Helga- sonar, gekk erfiðlega og seint að dýpka með vél- inni sumarið 1940, bæði vegna þess, að botninn reynd- ist víða harðari en við var búizt, og skóflurnar voru ekki gerðar fyrir svo harðan botn, en auk þess mun ekki þá hafa verið lögð sem skyldi áherzla á að grafa niður fyrir harða lagið, en sú aðferð reynd- ist vel, eins og síðar kom í ljós. Dýpkunarvinnan sumarið 1940 stóð yfir frá 14. júní til 12. ágúst, að báðum dögum meðtöldum, og hafði þá samtals verið mokað upp 27885 m3. Sumarið 1941 var dýpkuninni haldið áfram, og höfðu þá skóflur vélarinnar verið endurbættar. Vinn- an gekk þá betur en árið áður. I skýrslu Þorláks Helgasonar til vitamálastjóra, dags. 8. júlí 1941 seg- ir svo meðal annars: „Byrjað var að grafa framan við löndunarbryggjuna og grafið inn með hausnum inn í pollinn liðlega 50 m renna, ca. 120 m löng. Síðan var vélin flutt á byrjunarstaðinn, er nú grafið upp að vörubryggjunni. Nokkuð var grýtt á þeirri leið og varð að stanza gröftinn annað slagið, svo að kafar- inn gæti tekið upp grjót. Grjótið jókst þegar nær dró bryggju- hausnum og var orðið það mikið um það bil 8,0 m frá hausn- um, að gröfustjórinn taldi ógrafandi þar í fullt dýpi. Er því dýpið um 4,3 m við bryggju, en 5,0 m átta metrum framar. Þyrfti því bryggjuhausinn að breikka fram um ca. 6,0 m svo skip nái þar fullu dýpi. Nú var grafan flutt á byrjunar- stað enn og grafið út pollinn í stefnu af fyrstu færu, graf- ið hafði verið í 2 daga í þessari færu þegar ég kom á stað- inn og var því haldið áfram í nokkra daga til viðbótar, en stefna færunnar sveigð til lands (nær álnum) smátt og smátt. Ég setti nú upp merki fyrir rennu fram álinn, 55 m breiðri og var lega hennar ákveðin með tilliti til reynslunn- ar frá í fyrra um beztu möguleika til að ná fullu dýpi. Var svo byrjað á þessari rennu og hefur verið grafið í henni síðan. Lengi vel var lítil fyrirstaða, en svo fór efnið smátt og smátt að verða fastara fyrir, nokkuð leirblendinn sand- ur, með möl og hnullungssteinum í. Gekk gröfturinn frem- ur treglega svo það ráð var tekið, að hleypa skóflunum dýpra, ef ske kynni að næðist á mýkri lög, eins og botn- rannsókn gaf bendingu um. Þetta reyndist rétt. Með því að grafa í 5,6 m dýpi (stórstr.fl.) er grafið í hreinu, fínu sand- lagi neðst og grípa skóflurnar þá undir harða lagið, en skil- ið á milli þessarra laga er mjög skýrt og virðast þau vera lárétt. Með þessu móti gengur gröfturinn allgreiðlega. 1 fyrra komst vélin aldrei niður úr þessu harða lagi, en skóf ofan af því. Um grjótið er það að segja, að burtséð frá bakkan- um framan við vörubryggjuna, þá er aðeins um staksteina að ræða, 200—500 kg, og heppnast oftast nær að ná þeim í skúffurnar, því að þeir liggja ofarlega í botnlaginu." Samkvæmt þessum skýrslum hefur tekizt að brjóta harða botnlagið á öllu dýpkunarsvæðinu, og er nú þar í botninum laus sandur, sem auðvelt er að grafa. Hins vegar má búast við því, að ef grafið er frá dýpkunarsvæðinu upp að landi, verði enn hörð lög

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.